„Ég leyni því ekki að við erum í vanda stödd“ Jón Þór Stefánsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 11. október 2024 11:32 Svandís Svavarsdóttir segist standa með Guðmundi Inga Guðbrandssyni. Vísir/Vilhelm Formaður Framsóknaflokksins segir samskipti milli stjórnarflokkanna vera orðin stirð og formaður Vinstri grænna segist ekki vilja leyna því að ríkisstjórnin sé í vanda stödd. Þrátt fyrir það segist hvorugt þeirra spennt fyrir kosningum á allra næstu mánuðum. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í fyrradag að sér þætti óheppilegt að Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmálaráðherra og varaformaður Vinstri grænna, hafi hringt í ríkislögreglustjóra til þess að fresta brottvísun hins tólf ára Yasans Tamini Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, tók undir þessi orð Bjarna að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. „Ég er sammála því að þetta hafi verið óheppilegt. Ég held að það hefði verið eðlilegra hefði félagsmálaráðherra haft samband við dómsmálaráðherra á þessum tímapuntki.“ Sigurður Ingi segist ekki vilja leggja dóm á það hvort um óeðlilega stjórnsýslu væri að ræða. „Það er alveg ljóst að traust til ríkisstjórnarinnar hefur minnkað verulega og samskiptin hafa verið svolítið stirð. Ýmsir stjórnarþingmenn verið í fjölmiðlum talandi út og suður. Mín afstaða og Framsóknar hefur verið mjög skýr. Við erum enn með talsvert af verkefnum sem við þurfum að klára.“ Þó segir Sigurður að það væri óábyrgt að boða til kosninga strax í nóvember, en slíkum hugmyndum hefur verið varpað fram. Svandís Svavarsdóttir, innviðaráðherra og formaður Vinstri grænna, segist standa með Guðmundi Inga í málinu. „Ég tel að Guðmundur Ingi hafi gert það sem var rétt í þessu máli.“ Svandís segist ekki muna atburði morgunsins nákvæmlega um hvort hún hafi heyrt í Guðmundi fyrir eða eftir að hann ræddi við ríkislögreglustjóra. Þau tvö hafi þó verið í samskiptum um morguninn. Hún hafi verið samþykk því sem Guðmundur gerði þá og er það enn í dag. Svandís segist ekki telja að málið hafi áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Um hafi verið að ræða einstakt mál. Er ekki von á neinum óvæntum tíðindum? „Ég sé þau ekki, en ég leyni því ekki að við erum í vanda stödd.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mál Yazans Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Sjá meira
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í fyrradag að sér þætti óheppilegt að Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmálaráðherra og varaformaður Vinstri grænna, hafi hringt í ríkislögreglustjóra til þess að fresta brottvísun hins tólf ára Yasans Tamini Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, tók undir þessi orð Bjarna að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. „Ég er sammála því að þetta hafi verið óheppilegt. Ég held að það hefði verið eðlilegra hefði félagsmálaráðherra haft samband við dómsmálaráðherra á þessum tímapuntki.“ Sigurður Ingi segist ekki vilja leggja dóm á það hvort um óeðlilega stjórnsýslu væri að ræða. „Það er alveg ljóst að traust til ríkisstjórnarinnar hefur minnkað verulega og samskiptin hafa verið svolítið stirð. Ýmsir stjórnarþingmenn verið í fjölmiðlum talandi út og suður. Mín afstaða og Framsóknar hefur verið mjög skýr. Við erum enn með talsvert af verkefnum sem við þurfum að klára.“ Þó segir Sigurður að það væri óábyrgt að boða til kosninga strax í nóvember, en slíkum hugmyndum hefur verið varpað fram. Svandís Svavarsdóttir, innviðaráðherra og formaður Vinstri grænna, segist standa með Guðmundi Inga í málinu. „Ég tel að Guðmundur Ingi hafi gert það sem var rétt í þessu máli.“ Svandís segist ekki muna atburði morgunsins nákvæmlega um hvort hún hafi heyrt í Guðmundi fyrir eða eftir að hann ræddi við ríkislögreglustjóra. Þau tvö hafi þó verið í samskiptum um morguninn. Hún hafi verið samþykk því sem Guðmundur gerði þá og er það enn í dag. Svandís segist ekki telja að málið hafi áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Um hafi verið að ræða einstakt mál. Er ekki von á neinum óvæntum tíðindum? „Ég sé þau ekki, en ég leyni því ekki að við erum í vanda stödd.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mál Yazans Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Sjá meira