Minnist Baldocks með hlýju: „Honum þótti alltaf vænt um Vestmannaeyjar“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. október 2024 09:03 George Baldock varði sumrinu 2012 í Vestmannaeyjum. vísir/getty/vilhelm Fyrrverandi samherji Georges Baldock hjá ÍBV minnist hans með hlýhug. Hann segir að hann hafi verið mjög vinnusamur og smellpassað inn í samfélagið í Vestmannaeyjum. Baldock fannst látinn á heimili sínu í Grikklandi í fyrradag, aðeins 31 árs. Baldock var nýgenginn í raðir Panathinaikos en fram að því hafði hann leikið allan sinn feril á Englandi fyrir utan sumarið 2012 þegar hann lék með ÍBV í Pepsi-deildinni. Baldock stimplaði sig vel inn í Eyjaliðið sem endaði í 3. sæti Pepsi-deildarinnar og náði Evrópusæti. Meðal samherja Baldocks þetta sumar var Þórarinn Ingi Valdimarsson, núverandi leikmaður Stjörnunnar. Honum brá við að heyra fréttirnar af sínum gamla liðsfélaga. „Þetta var bara sjokk, að heyra að strákur sem er yngri en maður sjálfur hafi fundist látinn. Og strákur sem maður þekkti og var þekkt stærð í fótboltaheiminum. Það var hræðilegt að heyra af þessum atburði,“ sagði Þórarinn í samtali við Vísi. Frábær týpa og karakter Baldock er uppalinn hjá MK Dons og lék 125 leiki fyrir liðið. Það tók hann þó sinn tíma að brjóta sér leið inn í aðallið félagsins og hann var lánaður til Northampton Town og Tamworth veturinn 2011-12. Og sumarið 2012 var hann svo lánaður til ÍBV sem var á þeim tíma undir stjórn Magnúsar Gylfasonar. „Hann var nítján ára þegar hann kom til okkar, strákur sem var að vinna sig upp í boltanum. Þetta var frábær týpa og karakter og skemmtilegt að vera í kringum hann. Þetta var gæi sem lagði sig allan fram á vellinum, var baráttuhundur og alltaf tilbúinn að vera með félögunum og hafa gaman. Ég hef bara jákvæða hluti um hann að segja og maður heyrt það sama úr öðrum áttum; að þetta hafi verið hress strákur sem lagði sig allan fram, var tilbúinn að hlaupa og djöflast og bakka mann upp í öllu,“ sagði Þórarinn um Baldock sem lék sextán deildarleiki fyrir ÍBV og skoraði eitt mark. Það kom gegn Grindavík 20. júní 2012 og má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Mark George Baldock fyrir ÍBV „Maður gat alltaf treyst á hann. Þótt þetta væri strákur sem var að koma úr akademíu á Englandi var hann tilbúinn að leggja á sig vinnu fyrir liðið og það situr eftir hjá mér. Hann var líka góður í liðspartíunum, hrókur alls fagnaðar og gaman að vera í kringum hann,“ bætti Þórarinn við. Lét hendur standa fram úr ermum Þórarinn segir að Baldock hafi passað vel inn í samfélagið í Eyjum. „Hundrað prósent. Þetta var strákur sem passaði fullkomlega inn. Hann vildi fá mínútur og fékk þær hjá okkur. Hann vantaði aldrei þegar liðið var að gera eitthvað og lét hendur standa fram úr ermum. Þetta var topp náungi,“ sagði Þórarinn. Þórarinn Ingi Valdimarsson ber George Baldock vel söguna.vísir/hulda margrét Baldock fór til Sheffield United 2017 og þá fór ferilinn á flug. Liðið vann sér sæti í ensku úrvalsdeildinni haustið 2019 og tímabilið 2019-20 lék Baldock alla 38 deildarleikina þegar Sheffield United endaði í 9. sæti. Ekki gekk jafn vel tímabilið á eftir og Sheffield United féll. Liðið komst aftur upp fyrir síðasta tímabil en féll í annað sinn í vor. Og þá reri Baldock á grísk mið. Þrátt fyrir að vera fæddur á Englandi og lék hann með gríska landsliðinu, alls tólf leiki, en amma hans var grísk. Eina sem langaði þetta Þórarinn segir að velgengni Baldocks hafi ekki komið sér á óvart. Dugnaðurinn og hugarfarið sem hann sýndi hafi verið þess eðlis að það myndi koma honum langt. „Maður hefur fengið nokkra svona lánsmenn, sérstaklega í Vestmannaeyjum, en þetta er eini gæinn sem langaði þetta ógeðslega mikið. Hann æfði af krafti og lét verkin tala. Síðan var hann allt í einu kominn í ensku úrvalsdeildina. En maður sá að hungrið var til staðar. Þetta kom mér ekki á óvart, ekki miðað við hvernig hann var sem karakter á þessum tíma,“ sagði Þórarinn. „Honum þótti alltaf vænt um Vestmannaeyjar og hann þurfti á þessu að halda á sínum tíma, að taka þetta stökk. Það er fínt fyrir yngri stráka að horfa í hvernig þessi ferill þróaðist,“ bætti Þórarinn við. Gríski boltinn ÍBV Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Sverrir Ingi minnist Baldocks: „Þú munt alltaf eiga stað í hjarta okkar“ Íslenski landsliðsmaðurinn Sverrir Ingi Ingason minntist samherja síns hjá Panathinaikos, Georges Baldock, í færslu á Instagram. Hann segir að sorgin vegna fráfalls hans sé óbærileg. 10. október 2024 15:02 Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Sjá meira
Baldock var nýgenginn í raðir Panathinaikos en fram að því hafði hann leikið allan sinn feril á Englandi fyrir utan sumarið 2012 þegar hann lék með ÍBV í Pepsi-deildinni. Baldock stimplaði sig vel inn í Eyjaliðið sem endaði í 3. sæti Pepsi-deildarinnar og náði Evrópusæti. Meðal samherja Baldocks þetta sumar var Þórarinn Ingi Valdimarsson, núverandi leikmaður Stjörnunnar. Honum brá við að heyra fréttirnar af sínum gamla liðsfélaga. „Þetta var bara sjokk, að heyra að strákur sem er yngri en maður sjálfur hafi fundist látinn. Og strákur sem maður þekkti og var þekkt stærð í fótboltaheiminum. Það var hræðilegt að heyra af þessum atburði,“ sagði Þórarinn í samtali við Vísi. Frábær týpa og karakter Baldock er uppalinn hjá MK Dons og lék 125 leiki fyrir liðið. Það tók hann þó sinn tíma að brjóta sér leið inn í aðallið félagsins og hann var lánaður til Northampton Town og Tamworth veturinn 2011-12. Og sumarið 2012 var hann svo lánaður til ÍBV sem var á þeim tíma undir stjórn Magnúsar Gylfasonar. „Hann var nítján ára þegar hann kom til okkar, strákur sem var að vinna sig upp í boltanum. Þetta var frábær týpa og karakter og skemmtilegt að vera í kringum hann. Þetta var gæi sem lagði sig allan fram á vellinum, var baráttuhundur og alltaf tilbúinn að vera með félögunum og hafa gaman. Ég hef bara jákvæða hluti um hann að segja og maður heyrt það sama úr öðrum áttum; að þetta hafi verið hress strákur sem lagði sig allan fram, var tilbúinn að hlaupa og djöflast og bakka mann upp í öllu,“ sagði Þórarinn um Baldock sem lék sextán deildarleiki fyrir ÍBV og skoraði eitt mark. Það kom gegn Grindavík 20. júní 2012 og má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Mark George Baldock fyrir ÍBV „Maður gat alltaf treyst á hann. Þótt þetta væri strákur sem var að koma úr akademíu á Englandi var hann tilbúinn að leggja á sig vinnu fyrir liðið og það situr eftir hjá mér. Hann var líka góður í liðspartíunum, hrókur alls fagnaðar og gaman að vera í kringum hann,“ bætti Þórarinn við. Lét hendur standa fram úr ermum Þórarinn segir að Baldock hafi passað vel inn í samfélagið í Eyjum. „Hundrað prósent. Þetta var strákur sem passaði fullkomlega inn. Hann vildi fá mínútur og fékk þær hjá okkur. Hann vantaði aldrei þegar liðið var að gera eitthvað og lét hendur standa fram úr ermum. Þetta var topp náungi,“ sagði Þórarinn. Þórarinn Ingi Valdimarsson ber George Baldock vel söguna.vísir/hulda margrét Baldock fór til Sheffield United 2017 og þá fór ferilinn á flug. Liðið vann sér sæti í ensku úrvalsdeildinni haustið 2019 og tímabilið 2019-20 lék Baldock alla 38 deildarleikina þegar Sheffield United endaði í 9. sæti. Ekki gekk jafn vel tímabilið á eftir og Sheffield United féll. Liðið komst aftur upp fyrir síðasta tímabil en féll í annað sinn í vor. Og þá reri Baldock á grísk mið. Þrátt fyrir að vera fæddur á Englandi og lék hann með gríska landsliðinu, alls tólf leiki, en amma hans var grísk. Eina sem langaði þetta Þórarinn segir að velgengni Baldocks hafi ekki komið sér á óvart. Dugnaðurinn og hugarfarið sem hann sýndi hafi verið þess eðlis að það myndi koma honum langt. „Maður hefur fengið nokkra svona lánsmenn, sérstaklega í Vestmannaeyjum, en þetta er eini gæinn sem langaði þetta ógeðslega mikið. Hann æfði af krafti og lét verkin tala. Síðan var hann allt í einu kominn í ensku úrvalsdeildina. En maður sá að hungrið var til staðar. Þetta kom mér ekki á óvart, ekki miðað við hvernig hann var sem karakter á þessum tíma,“ sagði Þórarinn. „Honum þótti alltaf vænt um Vestmannaeyjar og hann þurfti á þessu að halda á sínum tíma, að taka þetta stökk. Það er fínt fyrir yngri stráka að horfa í hvernig þessi ferill þróaðist,“ bætti Þórarinn við.
Gríski boltinn ÍBV Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Sverrir Ingi minnist Baldocks: „Þú munt alltaf eiga stað í hjarta okkar“ Íslenski landsliðsmaðurinn Sverrir Ingi Ingason minntist samherja síns hjá Panathinaikos, Georges Baldock, í færslu á Instagram. Hann segir að sorgin vegna fráfalls hans sé óbærileg. 10. október 2024 15:02 Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Sjá meira
Sverrir Ingi minnist Baldocks: „Þú munt alltaf eiga stað í hjarta okkar“ Íslenski landsliðsmaðurinn Sverrir Ingi Ingason minntist samherja síns hjá Panathinaikos, Georges Baldock, í færslu á Instagram. Hann segir að sorgin vegna fráfalls hans sé óbærileg. 10. október 2024 15:02