Minnist Baldocks með hlýju: „Honum þótti alltaf vænt um Vestmannaeyjar“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. október 2024 09:03 George Baldock varði sumrinu 2012 í Vestmannaeyjum. vísir/getty/vilhelm Fyrrverandi samherji Georges Baldock hjá ÍBV minnist hans með hlýhug. Hann segir að hann hafi verið mjög vinnusamur og smellpassað inn í samfélagið í Vestmannaeyjum. Baldock fannst látinn á heimili sínu í Grikklandi í fyrradag, aðeins 31 árs. Baldock var nýgenginn í raðir Panathinaikos en fram að því hafði hann leikið allan sinn feril á Englandi fyrir utan sumarið 2012 þegar hann lék með ÍBV í Pepsi-deildinni. Baldock stimplaði sig vel inn í Eyjaliðið sem endaði í 3. sæti Pepsi-deildarinnar og náði Evrópusæti. Meðal samherja Baldocks þetta sumar var Þórarinn Ingi Valdimarsson, núverandi leikmaður Stjörnunnar. Honum brá við að heyra fréttirnar af sínum gamla liðsfélaga. „Þetta var bara sjokk, að heyra að strákur sem er yngri en maður sjálfur hafi fundist látinn. Og strákur sem maður þekkti og var þekkt stærð í fótboltaheiminum. Það var hræðilegt að heyra af þessum atburði,“ sagði Þórarinn í samtali við Vísi. Frábær týpa og karakter Baldock er uppalinn hjá MK Dons og lék 125 leiki fyrir liðið. Það tók hann þó sinn tíma að brjóta sér leið inn í aðallið félagsins og hann var lánaður til Northampton Town og Tamworth veturinn 2011-12. Og sumarið 2012 var hann svo lánaður til ÍBV sem var á þeim tíma undir stjórn Magnúsar Gylfasonar. „Hann var nítján ára þegar hann kom til okkar, strákur sem var að vinna sig upp í boltanum. Þetta var frábær týpa og karakter og skemmtilegt að vera í kringum hann. Þetta var gæi sem lagði sig allan fram á vellinum, var baráttuhundur og alltaf tilbúinn að vera með félögunum og hafa gaman. Ég hef bara jákvæða hluti um hann að segja og maður heyrt það sama úr öðrum áttum; að þetta hafi verið hress strákur sem lagði sig allan fram, var tilbúinn að hlaupa og djöflast og bakka mann upp í öllu,“ sagði Þórarinn um Baldock sem lék sextán deildarleiki fyrir ÍBV og skoraði eitt mark. Það kom gegn Grindavík 20. júní 2012 og má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Mark George Baldock fyrir ÍBV „Maður gat alltaf treyst á hann. Þótt þetta væri strákur sem var að koma úr akademíu á Englandi var hann tilbúinn að leggja á sig vinnu fyrir liðið og það situr eftir hjá mér. Hann var líka góður í liðspartíunum, hrókur alls fagnaðar og gaman að vera í kringum hann,“ bætti Þórarinn við. Lét hendur standa fram úr ermum Þórarinn segir að Baldock hafi passað vel inn í samfélagið í Eyjum. „Hundrað prósent. Þetta var strákur sem passaði fullkomlega inn. Hann vildi fá mínútur og fékk þær hjá okkur. Hann vantaði aldrei þegar liðið var að gera eitthvað og lét hendur standa fram úr ermum. Þetta var topp náungi,“ sagði Þórarinn. Þórarinn Ingi Valdimarsson ber George Baldock vel söguna.vísir/hulda margrét Baldock fór til Sheffield United 2017 og þá fór ferilinn á flug. Liðið vann sér sæti í ensku úrvalsdeildinni haustið 2019 og tímabilið 2019-20 lék Baldock alla 38 deildarleikina þegar Sheffield United endaði í 9. sæti. Ekki gekk jafn vel tímabilið á eftir og Sheffield United féll. Liðið komst aftur upp fyrir síðasta tímabil en féll í annað sinn í vor. Og þá reri Baldock á grísk mið. Þrátt fyrir að vera fæddur á Englandi og lék hann með gríska landsliðinu, alls tólf leiki, en amma hans var grísk. Eina sem langaði þetta Þórarinn segir að velgengni Baldocks hafi ekki komið sér á óvart. Dugnaðurinn og hugarfarið sem hann sýndi hafi verið þess eðlis að það myndi koma honum langt. „Maður hefur fengið nokkra svona lánsmenn, sérstaklega í Vestmannaeyjum, en þetta er eini gæinn sem langaði þetta ógeðslega mikið. Hann æfði af krafti og lét verkin tala. Síðan var hann allt í einu kominn í ensku úrvalsdeildina. En maður sá að hungrið var til staðar. Þetta kom mér ekki á óvart, ekki miðað við hvernig hann var sem karakter á þessum tíma,“ sagði Þórarinn. „Honum þótti alltaf vænt um Vestmannaeyjar og hann þurfti á þessu að halda á sínum tíma, að taka þetta stökk. Það er fínt fyrir yngri stráka að horfa í hvernig þessi ferill þróaðist,“ bætti Þórarinn við. Gríski boltinn ÍBV Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Sverrir Ingi minnist Baldocks: „Þú munt alltaf eiga stað í hjarta okkar“ Íslenski landsliðsmaðurinn Sverrir Ingi Ingason minntist samherja síns hjá Panathinaikos, Georges Baldock, í færslu á Instagram. Hann segir að sorgin vegna fráfalls hans sé óbærileg. 10. október 2024 15:02 Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira
Baldock var nýgenginn í raðir Panathinaikos en fram að því hafði hann leikið allan sinn feril á Englandi fyrir utan sumarið 2012 þegar hann lék með ÍBV í Pepsi-deildinni. Baldock stimplaði sig vel inn í Eyjaliðið sem endaði í 3. sæti Pepsi-deildarinnar og náði Evrópusæti. Meðal samherja Baldocks þetta sumar var Þórarinn Ingi Valdimarsson, núverandi leikmaður Stjörnunnar. Honum brá við að heyra fréttirnar af sínum gamla liðsfélaga. „Þetta var bara sjokk, að heyra að strákur sem er yngri en maður sjálfur hafi fundist látinn. Og strákur sem maður þekkti og var þekkt stærð í fótboltaheiminum. Það var hræðilegt að heyra af þessum atburði,“ sagði Þórarinn í samtali við Vísi. Frábær týpa og karakter Baldock er uppalinn hjá MK Dons og lék 125 leiki fyrir liðið. Það tók hann þó sinn tíma að brjóta sér leið inn í aðallið félagsins og hann var lánaður til Northampton Town og Tamworth veturinn 2011-12. Og sumarið 2012 var hann svo lánaður til ÍBV sem var á þeim tíma undir stjórn Magnúsar Gylfasonar. „Hann var nítján ára þegar hann kom til okkar, strákur sem var að vinna sig upp í boltanum. Þetta var frábær týpa og karakter og skemmtilegt að vera í kringum hann. Þetta var gæi sem lagði sig allan fram á vellinum, var baráttuhundur og alltaf tilbúinn að vera með félögunum og hafa gaman. Ég hef bara jákvæða hluti um hann að segja og maður heyrt það sama úr öðrum áttum; að þetta hafi verið hress strákur sem lagði sig allan fram, var tilbúinn að hlaupa og djöflast og bakka mann upp í öllu,“ sagði Þórarinn um Baldock sem lék sextán deildarleiki fyrir ÍBV og skoraði eitt mark. Það kom gegn Grindavík 20. júní 2012 og má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Mark George Baldock fyrir ÍBV „Maður gat alltaf treyst á hann. Þótt þetta væri strákur sem var að koma úr akademíu á Englandi var hann tilbúinn að leggja á sig vinnu fyrir liðið og það situr eftir hjá mér. Hann var líka góður í liðspartíunum, hrókur alls fagnaðar og gaman að vera í kringum hann,“ bætti Þórarinn við. Lét hendur standa fram úr ermum Þórarinn segir að Baldock hafi passað vel inn í samfélagið í Eyjum. „Hundrað prósent. Þetta var strákur sem passaði fullkomlega inn. Hann vildi fá mínútur og fékk þær hjá okkur. Hann vantaði aldrei þegar liðið var að gera eitthvað og lét hendur standa fram úr ermum. Þetta var topp náungi,“ sagði Þórarinn. Þórarinn Ingi Valdimarsson ber George Baldock vel söguna.vísir/hulda margrét Baldock fór til Sheffield United 2017 og þá fór ferilinn á flug. Liðið vann sér sæti í ensku úrvalsdeildinni haustið 2019 og tímabilið 2019-20 lék Baldock alla 38 deildarleikina þegar Sheffield United endaði í 9. sæti. Ekki gekk jafn vel tímabilið á eftir og Sheffield United féll. Liðið komst aftur upp fyrir síðasta tímabil en féll í annað sinn í vor. Og þá reri Baldock á grísk mið. Þrátt fyrir að vera fæddur á Englandi og lék hann með gríska landsliðinu, alls tólf leiki, en amma hans var grísk. Eina sem langaði þetta Þórarinn segir að velgengni Baldocks hafi ekki komið sér á óvart. Dugnaðurinn og hugarfarið sem hann sýndi hafi verið þess eðlis að það myndi koma honum langt. „Maður hefur fengið nokkra svona lánsmenn, sérstaklega í Vestmannaeyjum, en þetta er eini gæinn sem langaði þetta ógeðslega mikið. Hann æfði af krafti og lét verkin tala. Síðan var hann allt í einu kominn í ensku úrvalsdeildina. En maður sá að hungrið var til staðar. Þetta kom mér ekki á óvart, ekki miðað við hvernig hann var sem karakter á þessum tíma,“ sagði Þórarinn. „Honum þótti alltaf vænt um Vestmannaeyjar og hann þurfti á þessu að halda á sínum tíma, að taka þetta stökk. Það er fínt fyrir yngri stráka að horfa í hvernig þessi ferill þróaðist,“ bætti Þórarinn við.
Gríski boltinn ÍBV Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Sverrir Ingi minnist Baldocks: „Þú munt alltaf eiga stað í hjarta okkar“ Íslenski landsliðsmaðurinn Sverrir Ingi Ingason minntist samherja síns hjá Panathinaikos, Georges Baldock, í færslu á Instagram. Hann segir að sorgin vegna fráfalls hans sé óbærileg. 10. október 2024 15:02 Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira
Sverrir Ingi minnist Baldocks: „Þú munt alltaf eiga stað í hjarta okkar“ Íslenski landsliðsmaðurinn Sverrir Ingi Ingason minntist samherja síns hjá Panathinaikos, Georges Baldock, í færslu á Instagram. Hann segir að sorgin vegna fráfalls hans sé óbærileg. 10. október 2024 15:02