„Hófleg snjókoma og ólíklegt að þetta setjist á vegi“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. október 2024 07:53 Snjókoma hefur verið á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Vísir/Vilhelm Ekki er útlit fyrir að mikil snjókoma verði á suðvesturhorninu í dag, en von er á éljagangi fram eftir degi á Norðurlandi. Fyrsta snjóföl vetrarins á höfuðborgarsvæðinu gerði vart við sig í morgun, líkt og árrisulir borgarbúar tóku vafalaust margir eftir. Útlit er fyrir éljagang á Norðurlandi í dag, en smálægðin sem valdið hefur snjókomu á suðvesturhorninu í morgun ætti að færast suður með hádeginu, að sögn veðurfræðings. Eftir hádegi ætti því að vera orðið þurrt á höfuðborgarsvæðinu, en áfram verður éljagangur á Norðurlandi fram eftir degi. Þannig að hérna á suðvesturhorninu þá ætti þetta ekki að hafa teljandi áhrif á umferð eða hvað? „Ekki eins og þetta lítur út núna. Þetta er frekar hófleg snjókoma og ólíklegt að þetta setjist á vegi,“ segir Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni. Hlýnar með helginni Næstu daga sé útlit fyrir fremur svalt og úrkomulítið veður á landinu. „Á morgun er úrkomulítið á landinu, víða þurrt og bjartviðri á Suður- og Vesturlandi og frekar svalt. En á laugardaginn gæti snjóað eitthvað aftur á vesturhluta landsins en þá verður aftur á móti líklega bjart og fallegt veður á austanverðu landinu. Á sunnudaginn fer líklega heldur að hlýna,“ segir Birgir. Veðurhorfu á landinu næstu daga: Á föstudag: Norðvestan 10-18 m/s, en hægari vestanlands. Bjart með köflum, en stöku él á Norður- og Austurlandi og einnig við vesturströndina um kvöldið. Hiti um eða rétt yfir frostmarki að deginum. Á laugardag: Fremur hæg breytileg átt, en norðvestan 8-15 austantil fram eftir degi. Slydda eða snjókoma með köflum vestanlands, annars víða bjartviðri. Hiti breytist lítið. Á sunnudag: Breytileg átt 3-10 og bjart með köflum, en stöku skúrir eða él vestantil. Heldur hlýnandi. Á mánudag: Vaxandi austanátt sunnanlands og hlýnar, rigning eða slydda með köflum þar síðdegis. Hægari vindur fyrir norðan, yfirleitt þurrt og áfram svalt í veðri. Á þriðjudag: Suðaustan- og austanátt og rigning með köflum. Hiti 3 til 9 stig. Á miðvikudag: Breytileg átt og allvíða rigning. Veður Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Útlit er fyrir éljagang á Norðurlandi í dag, en smálægðin sem valdið hefur snjókomu á suðvesturhorninu í morgun ætti að færast suður með hádeginu, að sögn veðurfræðings. Eftir hádegi ætti því að vera orðið þurrt á höfuðborgarsvæðinu, en áfram verður éljagangur á Norðurlandi fram eftir degi. Þannig að hérna á suðvesturhorninu þá ætti þetta ekki að hafa teljandi áhrif á umferð eða hvað? „Ekki eins og þetta lítur út núna. Þetta er frekar hófleg snjókoma og ólíklegt að þetta setjist á vegi,“ segir Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni. Hlýnar með helginni Næstu daga sé útlit fyrir fremur svalt og úrkomulítið veður á landinu. „Á morgun er úrkomulítið á landinu, víða þurrt og bjartviðri á Suður- og Vesturlandi og frekar svalt. En á laugardaginn gæti snjóað eitthvað aftur á vesturhluta landsins en þá verður aftur á móti líklega bjart og fallegt veður á austanverðu landinu. Á sunnudaginn fer líklega heldur að hlýna,“ segir Birgir. Veðurhorfu á landinu næstu daga: Á föstudag: Norðvestan 10-18 m/s, en hægari vestanlands. Bjart með köflum, en stöku él á Norður- og Austurlandi og einnig við vesturströndina um kvöldið. Hiti um eða rétt yfir frostmarki að deginum. Á laugardag: Fremur hæg breytileg átt, en norðvestan 8-15 austantil fram eftir degi. Slydda eða snjókoma með köflum vestanlands, annars víða bjartviðri. Hiti breytist lítið. Á sunnudag: Breytileg átt 3-10 og bjart með köflum, en stöku skúrir eða él vestantil. Heldur hlýnandi. Á mánudag: Vaxandi austanátt sunnanlands og hlýnar, rigning eða slydda með köflum þar síðdegis. Hægari vindur fyrir norðan, yfirleitt þurrt og áfram svalt í veðri. Á þriðjudag: Suðaustan- og austanátt og rigning með köflum. Hiti 3 til 9 stig. Á miðvikudag: Breytileg átt og allvíða rigning.
Veður Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira