„Hófleg snjókoma og ólíklegt að þetta setjist á vegi“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. október 2024 07:53 Snjókoma hefur verið á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Vísir/Vilhelm Ekki er útlit fyrir að mikil snjókoma verði á suðvesturhorninu í dag, en von er á éljagangi fram eftir degi á Norðurlandi. Fyrsta snjóföl vetrarins á höfuðborgarsvæðinu gerði vart við sig í morgun, líkt og árrisulir borgarbúar tóku vafalaust margir eftir. Útlit er fyrir éljagang á Norðurlandi í dag, en smálægðin sem valdið hefur snjókomu á suðvesturhorninu í morgun ætti að færast suður með hádeginu, að sögn veðurfræðings. Eftir hádegi ætti því að vera orðið þurrt á höfuðborgarsvæðinu, en áfram verður éljagangur á Norðurlandi fram eftir degi. Þannig að hérna á suðvesturhorninu þá ætti þetta ekki að hafa teljandi áhrif á umferð eða hvað? „Ekki eins og þetta lítur út núna. Þetta er frekar hófleg snjókoma og ólíklegt að þetta setjist á vegi,“ segir Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni. Hlýnar með helginni Næstu daga sé útlit fyrir fremur svalt og úrkomulítið veður á landinu. „Á morgun er úrkomulítið á landinu, víða þurrt og bjartviðri á Suður- og Vesturlandi og frekar svalt. En á laugardaginn gæti snjóað eitthvað aftur á vesturhluta landsins en þá verður aftur á móti líklega bjart og fallegt veður á austanverðu landinu. Á sunnudaginn fer líklega heldur að hlýna,“ segir Birgir. Veðurhorfu á landinu næstu daga: Á föstudag: Norðvestan 10-18 m/s, en hægari vestanlands. Bjart með köflum, en stöku él á Norður- og Austurlandi og einnig við vesturströndina um kvöldið. Hiti um eða rétt yfir frostmarki að deginum. Á laugardag: Fremur hæg breytileg átt, en norðvestan 8-15 austantil fram eftir degi. Slydda eða snjókoma með köflum vestanlands, annars víða bjartviðri. Hiti breytist lítið. Á sunnudag: Breytileg átt 3-10 og bjart með köflum, en stöku skúrir eða él vestantil. Heldur hlýnandi. Á mánudag: Vaxandi austanátt sunnanlands og hlýnar, rigning eða slydda með köflum þar síðdegis. Hægari vindur fyrir norðan, yfirleitt þurrt og áfram svalt í veðri. Á þriðjudag: Suðaustan- og austanátt og rigning með köflum. Hiti 3 til 9 stig. Á miðvikudag: Breytileg átt og allvíða rigning. Veður Mest lesið Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok Erlent Var hótað eftir útgáfu bókarinnar Innlent Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi Innlent Ráðamenn uggandi vegna væntanlegrar niðurstöðu starfshóps Innlent Íslendingur handtekinn í Rússlandi Erlent Telja flokkana þrjá geta fundið sterka sameiginlega samnefnara Innlent Veðurviðvaranir í kortunum næstu daga Innlent Talin hafa yfirgefið borgina um borð í rútu Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Kastaði hundi í lögreglumann Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir í kortunum næstu daga Telja flokkana þrjá geta fundið sterka sameiginlega samnefnara Kastaði hundi í lögreglumann Var hótað eftir útgáfu bókarinnar Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi Steindi, Elliði og Bárður eru í Hrútaskránni Ráðamenn uggandi vegna væntanlegrar niðurstöðu starfshóps Reykjavíkurborg salti auðan stíg en ekki flughálan Hafró og Fiskistofa skiluðu umsögnum um hvalveiðar fyrir kosningar Landris hafið enn eina ferðina í Svartsengi Leyniupptaka, hálkuslys og fengitími Olíuflutningabíll endaði utan vegar Hafa þegar afgreitt ýmis ágreiningsefni Meirihluti barna á Íslandi hefur heyrt um Barnasáttmálann Um 60 á bráðamóttöku í gær vegna hálkuslysa Engin endurtalning í Kraganum Tilnefningum til manns ársins rignir inn Hætta rannsókn á kæru þriggja starfsmanna MAST um meinta mútuþægni Framtíð Kristjáns Þórðar hjá RSÍ ræðst í janúar Eining um hvalveiðar innan starfsstjórnar Allir í viðbragðsstöðu í Kaplakrika vegna endurtalningar Ákveða á mánudag hvort faðirinn verði ákærður Fá engin svör og íhuga réttarstöðu sína Grunaðir um vopnað rán í íbúð í Breiðholti Arndís Anna og Brynjar vilja dómarasæti Hvalveiðar ræddar í ríkisstjórn og enn setið við stjórnarmyndun Ætlar að vera formaður í stjórnarandstöðu „Ég hef átt ákveðin samtöl“ Landris virðist hafið að nýju Sagðist ekki eiga að stoppa þegar maðurinn bað hann um að stoppa Sjá meira
Útlit er fyrir éljagang á Norðurlandi í dag, en smálægðin sem valdið hefur snjókomu á suðvesturhorninu í morgun ætti að færast suður með hádeginu, að sögn veðurfræðings. Eftir hádegi ætti því að vera orðið þurrt á höfuðborgarsvæðinu, en áfram verður éljagangur á Norðurlandi fram eftir degi. Þannig að hérna á suðvesturhorninu þá ætti þetta ekki að hafa teljandi áhrif á umferð eða hvað? „Ekki eins og þetta lítur út núna. Þetta er frekar hófleg snjókoma og ólíklegt að þetta setjist á vegi,“ segir Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni. Hlýnar með helginni Næstu daga sé útlit fyrir fremur svalt og úrkomulítið veður á landinu. „Á morgun er úrkomulítið á landinu, víða þurrt og bjartviðri á Suður- og Vesturlandi og frekar svalt. En á laugardaginn gæti snjóað eitthvað aftur á vesturhluta landsins en þá verður aftur á móti líklega bjart og fallegt veður á austanverðu landinu. Á sunnudaginn fer líklega heldur að hlýna,“ segir Birgir. Veðurhorfu á landinu næstu daga: Á föstudag: Norðvestan 10-18 m/s, en hægari vestanlands. Bjart með köflum, en stöku él á Norður- og Austurlandi og einnig við vesturströndina um kvöldið. Hiti um eða rétt yfir frostmarki að deginum. Á laugardag: Fremur hæg breytileg átt, en norðvestan 8-15 austantil fram eftir degi. Slydda eða snjókoma með köflum vestanlands, annars víða bjartviðri. Hiti breytist lítið. Á sunnudag: Breytileg átt 3-10 og bjart með köflum, en stöku skúrir eða él vestantil. Heldur hlýnandi. Á mánudag: Vaxandi austanátt sunnanlands og hlýnar, rigning eða slydda með köflum þar síðdegis. Hægari vindur fyrir norðan, yfirleitt þurrt og áfram svalt í veðri. Á þriðjudag: Suðaustan- og austanátt og rigning með köflum. Hiti 3 til 9 stig. Á miðvikudag: Breytileg átt og allvíða rigning.
Veður Mest lesið Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok Erlent Var hótað eftir útgáfu bókarinnar Innlent Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi Innlent Ráðamenn uggandi vegna væntanlegrar niðurstöðu starfshóps Innlent Íslendingur handtekinn í Rússlandi Erlent Telja flokkana þrjá geta fundið sterka sameiginlega samnefnara Innlent Veðurviðvaranir í kortunum næstu daga Innlent Talin hafa yfirgefið borgina um borð í rútu Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Kastaði hundi í lögreglumann Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir í kortunum næstu daga Telja flokkana þrjá geta fundið sterka sameiginlega samnefnara Kastaði hundi í lögreglumann Var hótað eftir útgáfu bókarinnar Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi Steindi, Elliði og Bárður eru í Hrútaskránni Ráðamenn uggandi vegna væntanlegrar niðurstöðu starfshóps Reykjavíkurborg salti auðan stíg en ekki flughálan Hafró og Fiskistofa skiluðu umsögnum um hvalveiðar fyrir kosningar Landris hafið enn eina ferðina í Svartsengi Leyniupptaka, hálkuslys og fengitími Olíuflutningabíll endaði utan vegar Hafa þegar afgreitt ýmis ágreiningsefni Meirihluti barna á Íslandi hefur heyrt um Barnasáttmálann Um 60 á bráðamóttöku í gær vegna hálkuslysa Engin endurtalning í Kraganum Tilnefningum til manns ársins rignir inn Hætta rannsókn á kæru þriggja starfsmanna MAST um meinta mútuþægni Framtíð Kristjáns Þórðar hjá RSÍ ræðst í janúar Eining um hvalveiðar innan starfsstjórnar Allir í viðbragðsstöðu í Kaplakrika vegna endurtalningar Ákveða á mánudag hvort faðirinn verði ákærður Fá engin svör og íhuga réttarstöðu sína Grunaðir um vopnað rán í íbúð í Breiðholti Arndís Anna og Brynjar vilja dómarasæti Hvalveiðar ræddar í ríkisstjórn og enn setið við stjórnarmyndun Ætlar að vera formaður í stjórnarandstöðu „Ég hef átt ákveðin samtöl“ Landris virðist hafið að nýju Sagðist ekki eiga að stoppa þegar maðurinn bað hann um að stoppa Sjá meira