Alvarleg staða á leikskólunum sem þurfi að taka á tafarlaust Bjarki Sigurðsson skrifar 8. október 2024 12:18 Marta segir manneklu á leikskólunum alvarlegt mál. Vísir/Vilhelm Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir mikla starfsmannaveltu á leikskólum borgarinnar vera alvarlegt vandamál sem þurfi að taka á tafarlaust. Hún vill að leitað verði nýrra leiða í leikskólamálum og Kópavogsmódelið tekið upp. Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að samkvæmt nýlegum tölum aukist starfsmannavelta á leikskólum borgarinnar ár frá ári. Reynslumiklir starfsmenn fari úr starfi vegna álags og slæmra vinnuaðstæðna sem meðal annars megi rekja til manneklu á leikskólunum. Þegar ítrekað sé verið að ráða inn nýja starfsmenn fyrir þá sem leita annað tapist mikil þekking og mikill tími fari í þjálfun og aðlögun starfsmanna. „Þetta kemur niður á inntöku barna í leikskóla. Það hefur þurft að loka deildum og senda börnin fyrr heim. Þessi mikla starfsmannavelta og mannekla í leikskólunum hefur líka orðið til þess að það er ekki hægt að nýta 140 pláss. Síðan hefur ekki verið hægt að nýta 363 pláss á leikskólum vegna viðhaldsleysis og framkvæmda. Þetta gerir um fimm hundruð pláss sem við getum ekki nýtt og það samsvarar því að allt að sjö leikskólar væru ekki starfandi eða lokaðir,“ segir Marta. Marta Guðjónsdóttir er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Mikið álag bætist á starfsmenn þegar manneklan er eins mikil og hún er á leikskólunum. „Starfsumhverfið í leikskólunum hefur verið ansi dapurt. Við höfum heyrt ansi margar fréttir af mjög slæmu ástandi leikskóla og loka hefur þurft leikskólum,“ segir Marta. Marta hefur lagt fram tillögur til að taka á vandanum hjá ráðum borgarinnar en þær ávallt felldar. „Það hefur ekki verið vilji til þess að prófa nýjar lausnir og leiðir þrátt fyrir að það hafi gefist vel í öðrum sveitarfélögum, eins og til að mynda í Kópavogi. Þar hefur það gefið góða raun og það hefur verið hægt að opna deildir þar sem hafa verið lokaðar. Staðan er alvarleg og það verður að taka á þessu vandamáli tafarlaust,“ segir Marta. Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Vinnumarkaður Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að samkvæmt nýlegum tölum aukist starfsmannavelta á leikskólum borgarinnar ár frá ári. Reynslumiklir starfsmenn fari úr starfi vegna álags og slæmra vinnuaðstæðna sem meðal annars megi rekja til manneklu á leikskólunum. Þegar ítrekað sé verið að ráða inn nýja starfsmenn fyrir þá sem leita annað tapist mikil þekking og mikill tími fari í þjálfun og aðlögun starfsmanna. „Þetta kemur niður á inntöku barna í leikskóla. Það hefur þurft að loka deildum og senda börnin fyrr heim. Þessi mikla starfsmannavelta og mannekla í leikskólunum hefur líka orðið til þess að það er ekki hægt að nýta 140 pláss. Síðan hefur ekki verið hægt að nýta 363 pláss á leikskólum vegna viðhaldsleysis og framkvæmda. Þetta gerir um fimm hundruð pláss sem við getum ekki nýtt og það samsvarar því að allt að sjö leikskólar væru ekki starfandi eða lokaðir,“ segir Marta. Marta Guðjónsdóttir er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Mikið álag bætist á starfsmenn þegar manneklan er eins mikil og hún er á leikskólunum. „Starfsumhverfið í leikskólunum hefur verið ansi dapurt. Við höfum heyrt ansi margar fréttir af mjög slæmu ástandi leikskóla og loka hefur þurft leikskólum,“ segir Marta. Marta hefur lagt fram tillögur til að taka á vandanum hjá ráðum borgarinnar en þær ávallt felldar. „Það hefur ekki verið vilji til þess að prófa nýjar lausnir og leiðir þrátt fyrir að það hafi gefist vel í öðrum sveitarfélögum, eins og til að mynda í Kópavogi. Þar hefur það gefið góða raun og það hefur verið hægt að opna deildir þar sem hafa verið lokaðar. Staðan er alvarleg og það verður að taka á þessu vandamáli tafarlaust,“ segir Marta.
Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Vinnumarkaður Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira