Ekkert nema styrkleikamerki að birta öryggisveikleika Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. október 2024 12:02 Theódór Gíslason, tæknistjóri Syndis, vill að samfélagið fari í auknum mæli að líta á öryggisveikleika sem styrkleika og til forvarna. Valgarður Gíslason Stofnandi Defend Iceland vill knýja fram viðhorfsbreytingu um öryggisveikleika. Hann fullyrðir að þeir séu jákvæðir ef þeir eru meðhöndlaðir á ábyrgan hátt; tilkynntir og birtir í forvarnaskyni. Sumum finnist óþægilegt að sýna veikleikamerki en ef veikleikinn er meðhöndlaður sé það ekkert annað en styrkleikamerki. Theódór Gíslason er stofnandi Defend Iceland, netöryggisráðgjafi og tæknistjóri Syndis. Hann er einn af fyrirlesurum á ráðstefnu Fjarskiptastofu um netöryggismál á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Erindið kallast „einum veikleika frá ‚Game over‘“ eða búið spil. Þar færir hann rök fyrir því að öryggisveikleikar séu á vissan hátt jákvæðir. „Öryggisveikleiki sem er misnotaður er náttúrulega mjög alvarlegur og getur haft gríðarlega alvarlegar afleiðingar alveg eins og margir hafa séð. Hugmyndin er sem sagt sú að ef öryggisveikleiki finnst á ábyrgan hátt og er tilkynntur á ábyrgan hátt og meðhöndlaður á ábyrgan hátt og birtur á ábyrgan hátt, þá erum við öll ábyrgari sem samfélag. Alveg eins og að við viljum vita hvernig veðrið er, hvort það séu sprungur í jarðskorpunni í jörðinni undir okkur og allt þetta.“ Theódór segir sögur frá Defend Iceland þar sem svokallaðir heiðarlegir hakkarar eru farnir að tilkynna öryggisveikleika og þannig efla öryggismenningu í netheimum. „Birting er það sem á ensku kallast „responsible disclosure“ eða ábyrg birting á veikleikum. Þetta tíðkast erlendis og er yfirleitt álitið traustmerki. Til að byrja með er ég að tala um að vinna með háskólanum og að við nýtum þetta í menntun og hjá tölvunarfræðingum og þeim sem eru í tölvugeiranum svo við megum læra af þessum veikleikum þó að þeir verði ekki misnotaðir. Þetta er hugarfarsbreyting af því að fólki finnst óþægilegt að ræða þessa hluti, að sýna á sér veikleikamerki en öryggisveikleiki sem er meðhöndlaður ábyrgt er ekkert annað en styrkleikamerki.“ Netöryggi Tækni Tengdar fréttir Ábyrgð stjórnenda á netöryggi og NIS2 Á tímum hraðrar stafrænnar þróunar, þegar fyrirtæki reiða sig sífellt meira á tækni í daglegum rekstri, er netöryggi orðið lykilþáttur í rekstraráhættu fyrirtækja. 6. október 2024 13:31 Ísland mælist meðal fremstu ríkja í netöryggismálum Ísland er komið í hóp þeirra ríkja sem þykja standa sig hvað best í netöryggismálum á heimsvísu samkvæmt nýrri alþjóðlegri úttekt. Mikilvægt er að gefa ekkert eftir þar sem ógnin fer vaxandi að sögn iðnaðarráðherra. Aukin áhersla verður lögð á netöryggi barna í aðgerðaráætlun stjórnvalda í netöryggismálum. 14. september 2024 15:19 Æfðu viðbragð við netárásum sem fjölgar um hundruð prósenta Í dag fór fram fjölmenn netárásaræfing á vegum Syndis og Origo. Þetta er í annað sinn sem slík æfing er haldin á Íslandi en leikarar aðstoðuðu við að láta atburðina líta eins raunverulega út og hægt er. 29. ágúst 2024 21:31 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira
Theódór Gíslason er stofnandi Defend Iceland, netöryggisráðgjafi og tæknistjóri Syndis. Hann er einn af fyrirlesurum á ráðstefnu Fjarskiptastofu um netöryggismál á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Erindið kallast „einum veikleika frá ‚Game over‘“ eða búið spil. Þar færir hann rök fyrir því að öryggisveikleikar séu á vissan hátt jákvæðir. „Öryggisveikleiki sem er misnotaður er náttúrulega mjög alvarlegur og getur haft gríðarlega alvarlegar afleiðingar alveg eins og margir hafa séð. Hugmyndin er sem sagt sú að ef öryggisveikleiki finnst á ábyrgan hátt og er tilkynntur á ábyrgan hátt og meðhöndlaður á ábyrgan hátt og birtur á ábyrgan hátt, þá erum við öll ábyrgari sem samfélag. Alveg eins og að við viljum vita hvernig veðrið er, hvort það séu sprungur í jarðskorpunni í jörðinni undir okkur og allt þetta.“ Theódór segir sögur frá Defend Iceland þar sem svokallaðir heiðarlegir hakkarar eru farnir að tilkynna öryggisveikleika og þannig efla öryggismenningu í netheimum. „Birting er það sem á ensku kallast „responsible disclosure“ eða ábyrg birting á veikleikum. Þetta tíðkast erlendis og er yfirleitt álitið traustmerki. Til að byrja með er ég að tala um að vinna með háskólanum og að við nýtum þetta í menntun og hjá tölvunarfræðingum og þeim sem eru í tölvugeiranum svo við megum læra af þessum veikleikum þó að þeir verði ekki misnotaðir. Þetta er hugarfarsbreyting af því að fólki finnst óþægilegt að ræða þessa hluti, að sýna á sér veikleikamerki en öryggisveikleiki sem er meðhöndlaður ábyrgt er ekkert annað en styrkleikamerki.“
Netöryggi Tækni Tengdar fréttir Ábyrgð stjórnenda á netöryggi og NIS2 Á tímum hraðrar stafrænnar þróunar, þegar fyrirtæki reiða sig sífellt meira á tækni í daglegum rekstri, er netöryggi orðið lykilþáttur í rekstraráhættu fyrirtækja. 6. október 2024 13:31 Ísland mælist meðal fremstu ríkja í netöryggismálum Ísland er komið í hóp þeirra ríkja sem þykja standa sig hvað best í netöryggismálum á heimsvísu samkvæmt nýrri alþjóðlegri úttekt. Mikilvægt er að gefa ekkert eftir þar sem ógnin fer vaxandi að sögn iðnaðarráðherra. Aukin áhersla verður lögð á netöryggi barna í aðgerðaráætlun stjórnvalda í netöryggismálum. 14. september 2024 15:19 Æfðu viðbragð við netárásum sem fjölgar um hundruð prósenta Í dag fór fram fjölmenn netárásaræfing á vegum Syndis og Origo. Þetta er í annað sinn sem slík æfing er haldin á Íslandi en leikarar aðstoðuðu við að láta atburðina líta eins raunverulega út og hægt er. 29. ágúst 2024 21:31 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira
Ábyrgð stjórnenda á netöryggi og NIS2 Á tímum hraðrar stafrænnar þróunar, þegar fyrirtæki reiða sig sífellt meira á tækni í daglegum rekstri, er netöryggi orðið lykilþáttur í rekstraráhættu fyrirtækja. 6. október 2024 13:31
Ísland mælist meðal fremstu ríkja í netöryggismálum Ísland er komið í hóp þeirra ríkja sem þykja standa sig hvað best í netöryggismálum á heimsvísu samkvæmt nýrri alþjóðlegri úttekt. Mikilvægt er að gefa ekkert eftir þar sem ógnin fer vaxandi að sögn iðnaðarráðherra. Aukin áhersla verður lögð á netöryggi barna í aðgerðaráætlun stjórnvalda í netöryggismálum. 14. september 2024 15:19
Æfðu viðbragð við netárásum sem fjölgar um hundruð prósenta Í dag fór fram fjölmenn netárásaræfing á vegum Syndis og Origo. Þetta er í annað sinn sem slík æfing er haldin á Íslandi en leikarar aðstoðuðu við að láta atburðina líta eins raunverulega út og hægt er. 29. ágúst 2024 21:31