Lopabuxur og geitavesti á tískusýningu í sveitinni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. október 2024 20:06 Sýningarnefndin frá hægri, Kristbjörg Hilmarsdóttir, Valgerður Hildibrandsdóttir og Guðný Söring Sigurðardóttir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íslenskar prjónavörur hafa sjaldan eða aldrei verið eins vinsælar og nú, enda rjúka vörurnar út eins og heitar lummur hjá prjónakonum og hönnuðum varanna. Geitaskinnsvesti eru líka að slá í gegn, svo ekki sé minnst á lopabuxur. Ullarvika Suðurlands fór fram í síðust viku en einn af hápunktum vikunnar var tískusýning prjónahönnuða, allt sunnlenskar prjónakonur, sem sýndu sig og það sem þær eru að gera með íslenska ullina á sviðinu í félagsheimilinu Þingborg í Flóa. En fyrst eru það prjónasjölin, sem eru alls staðar að slá í gegn enda komin út sérstök bók um þau á íslensku og ensku. „Þetta eru sem sagt sjöl og það er uppskriftir af nýjum sjölum og hvert sjal á sér sjalasystur þannig að samtals eru 18 myndir af sjölum í bókinni,” segir Bergrós Kjartansdóttir, höfundur bókarinnar. Og Bergrós segir að enn og aftur sé íslenska ullin að sjá í gegn. „Alveg hreint, algjörlega, íslenska ullin er bara ómótstæðileg. Hún er svo þolinmóð, það er hægt að hnjaskast með hana endalaust, það sér ekki á henni, hún er alltaf eins og ný á nýjum degi.” Bergrós með nýju bókina sína.Magnús Hlynur Hreiðarsson En þá eru það tískusýningin, sem sló algjörlega í gegn. Margrét Blöndal var kynnir og komu prjónahönnuðirnir á sviðið með sínu fólki til að kynna nýjustu tískuna, en hvað var aðallega verið að sýna? „Bara öll flottustu fötin á Íslandi úr íslenskri ull, það getur ekkert verið neitt betra og flottara. Þetta eru peysur, húfur, sjöl, buxur, dreki, geitur, húfur, sokkar, vettlingar,” segja þær Kristbjörg Hilmarsdóttir og Valgerður Hildibrandsdóttir, sem voru í sýningarnefndinni. „Þetta á eftir að slá í gegn, hér eru bara bestu hönnuðirnir og prjónakonurnar,” bætir Guðný Söring Sigurðardóttir, sem á einnig sæti í sýningarnefndinni. Tískusýningin tókst einstaklega vel og var mjög fjölsótt. Börn, unglingar og fullorðnir tóku þátt eins og ekkert væri.Magnús Hlynur Hreiðarsson En af hverju er ullin svona vinsæl? „Hún bara gerir allt fyrir okkur, hitar okkur, gerir okkur flottar, það er bara svo margt með ullina, hún er svo yndisleg, gaman að vinna úr henni, spinna úr henni, prjóna úr henni, gaman að rýja kindurnar, gaman að umgangast kindurnar, það er allt gott við ullina,” segir Kristbjörg. Geitaskinnsvesti, sem Anna María Flygenring geitabóndi gerði og hannaði vakti mikla athygli og ekki síður vasinn fyrir snjallsímann enda hringdi síminn þegar hún var uppi á sviði. Anna María talandi í símann í geitaskinnsvestinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og hönnun Sigríðar Jónsdóttur, sauðfjárbónda vakti líka athygli enda var talað um að hún væri með villtasta atriðið á sviðinu þegar hún sýndi peysuna sína, sem heitir Dreki og ekki síður þegar hún fór að fækka fötum á sviðinu þannig að það hægt væri að sjá vel og vandlega lopabuxurnar hennar, sem hún hannaði og prjónaði af sinni alkunnu snilld. Sigríður Jónsdóttir á sviðinu í Þingborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flóahreppur Sauðfé Tíska og hönnun Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO Sjá meira
Ullarvika Suðurlands fór fram í síðust viku en einn af hápunktum vikunnar var tískusýning prjónahönnuða, allt sunnlenskar prjónakonur, sem sýndu sig og það sem þær eru að gera með íslenska ullina á sviðinu í félagsheimilinu Þingborg í Flóa. En fyrst eru það prjónasjölin, sem eru alls staðar að slá í gegn enda komin út sérstök bók um þau á íslensku og ensku. „Þetta eru sem sagt sjöl og það er uppskriftir af nýjum sjölum og hvert sjal á sér sjalasystur þannig að samtals eru 18 myndir af sjölum í bókinni,” segir Bergrós Kjartansdóttir, höfundur bókarinnar. Og Bergrós segir að enn og aftur sé íslenska ullin að sjá í gegn. „Alveg hreint, algjörlega, íslenska ullin er bara ómótstæðileg. Hún er svo þolinmóð, það er hægt að hnjaskast með hana endalaust, það sér ekki á henni, hún er alltaf eins og ný á nýjum degi.” Bergrós með nýju bókina sína.Magnús Hlynur Hreiðarsson En þá eru það tískusýningin, sem sló algjörlega í gegn. Margrét Blöndal var kynnir og komu prjónahönnuðirnir á sviðið með sínu fólki til að kynna nýjustu tískuna, en hvað var aðallega verið að sýna? „Bara öll flottustu fötin á Íslandi úr íslenskri ull, það getur ekkert verið neitt betra og flottara. Þetta eru peysur, húfur, sjöl, buxur, dreki, geitur, húfur, sokkar, vettlingar,” segja þær Kristbjörg Hilmarsdóttir og Valgerður Hildibrandsdóttir, sem voru í sýningarnefndinni. „Þetta á eftir að slá í gegn, hér eru bara bestu hönnuðirnir og prjónakonurnar,” bætir Guðný Söring Sigurðardóttir, sem á einnig sæti í sýningarnefndinni. Tískusýningin tókst einstaklega vel og var mjög fjölsótt. Börn, unglingar og fullorðnir tóku þátt eins og ekkert væri.Magnús Hlynur Hreiðarsson En af hverju er ullin svona vinsæl? „Hún bara gerir allt fyrir okkur, hitar okkur, gerir okkur flottar, það er bara svo margt með ullina, hún er svo yndisleg, gaman að vinna úr henni, spinna úr henni, prjóna úr henni, gaman að rýja kindurnar, gaman að umgangast kindurnar, það er allt gott við ullina,” segir Kristbjörg. Geitaskinnsvesti, sem Anna María Flygenring geitabóndi gerði og hannaði vakti mikla athygli og ekki síður vasinn fyrir snjallsímann enda hringdi síminn þegar hún var uppi á sviði. Anna María talandi í símann í geitaskinnsvestinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og hönnun Sigríðar Jónsdóttur, sauðfjárbónda vakti líka athygli enda var talað um að hún væri með villtasta atriðið á sviðinu þegar hún sýndi peysuna sína, sem heitir Dreki og ekki síður þegar hún fór að fækka fötum á sviðinu þannig að það hægt væri að sjá vel og vandlega lopabuxurnar hennar, sem hún hannaði og prjónaði af sinni alkunnu snilld. Sigríður Jónsdóttir á sviðinu í Þingborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Flóahreppur Sauðfé Tíska og hönnun Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO Sjá meira