Orðinn „kokhraustur kvenhatari“ og tækifærissinni Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. október 2024 19:06 Jón Gnarr furðar sig á fréttaflutningi um sigurvissu sína fyrir prófkjör Viðreisnar í Reykjavík fyrir næstu Alþingskosningar. Hann sé enginn kvenhatari. Vísir/Vilhelm/Grafík Jón Gnarr segir fréttamiðla mála ranga mynd af sér og snúa sigurvissu hans fyrir prófkjör Viðreisnar upp í yfirgang. Þingmaður Viðreisnar hafi tekið fréttaflutninginn gagnrýnilaust upp, skammað hann og gefið í skyn að hann væri tækifærissinni. Þetta kemur fram í færslu Jóns á Facebook í dag þar sem hann svarar fyrir yfirlýsingar sínar í Spursmálum hjá Stefáni Einari Stefánssyni í síðustu viku. „Ég er ekki orðinn pólitíkus, bara búinn að tilkynna ákvörðun og strax farinn að vekja áhuga og jafnvel ugg. Þarf greinilega að muna eftir Miranda aðvöruninni,“ segir hann í færslunni. Þar vísar hann til Miranda-réttinda sem bandarískir lögreglumenn lesa upp fyrir þá sem þeir handtaka. Hinn grunaði er þá varaður við því að hann hafi rétt á að þaga og að allt sem hann segi megi nota gegn honum fyrir dómi. Í færslunni segir Jón að hann sé skyndilega orðinn „kokhraustur kvenhatari sem ræðst á konur með yfirgangi og frekju“ og telur hann það ólíkt sér. Óánægður með flokksfélaga sinn En Jón virðist ekki bara óánægður með fyrirsagnir fréttamiðlanna heldur einnig viðbrögð flokksfélaga síns, Hönnu Katrínar Friðrikssons, Reykjavíkurþingmanns og þingflokksformanns Viðreisnar, við fréttunum. „Starfandi þingmaður er búinn að senda mér tóninn líka og snupra mig, segir að ég sé nú ekki fyrsti freki kallinn sem vill fá rauðan dregil og allt gert fyrir sig og gefur líka í skyn að ég sé tækifærissinni sem sé að reyna að nýta mér þann gríðarlega meðbyr sem sé með Viðreisn núna,“ segir Jón. Þá tekur hann sérstaklega fram að hann sé bara sjálfstætt starfandi listamaður ekki forstjóri fyrirtækis, forsvarsmaður samtaka, þingmaður eða í annarri opinberri valdastöðu. Þar að auki séu kosningar ekki áætlaðar fyrr en eftir átta til tíu mánuði. „Kannski kall en samt bara kall útí bæ,“ segir hann svo. Allt í lagi að kitla en ekki að hrinda Færsluna endar hana svo á leikritsuppsetningu á hluta viðtalsins í Spursmálum þar sem Stefán Einar spurði hann út í væntanlegar Alþingiskosningar og prófkjör. „Blaðamaður: Heldur þú að þú vinnir þetta auðveldlega? Ég: Ég vonast til þess já. Og ég vil reyna að komast út úr þessu, gegnum þetta án þess að valda einhverjum sárindum eða stíga á einhverjar tær. Mér finnst allt í lagi að pikka í fólk og kitla það en mér finnst annað að hrinda fólki. Ég geri stóran mun þarna á. Mér finnst þetta bara spennandi. Ég hef aldrei tekið þátt í svona.“ Jón spyr svo hvað felist í þessum orðum sem gefi tilefni til slíkra viðbragða. Viðreisn Fjölmiðlar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu Jóns á Facebook í dag þar sem hann svarar fyrir yfirlýsingar sínar í Spursmálum hjá Stefáni Einari Stefánssyni í síðustu viku. „Ég er ekki orðinn pólitíkus, bara búinn að tilkynna ákvörðun og strax farinn að vekja áhuga og jafnvel ugg. Þarf greinilega að muna eftir Miranda aðvöruninni,“ segir hann í færslunni. Þar vísar hann til Miranda-réttinda sem bandarískir lögreglumenn lesa upp fyrir þá sem þeir handtaka. Hinn grunaði er þá varaður við því að hann hafi rétt á að þaga og að allt sem hann segi megi nota gegn honum fyrir dómi. Í færslunni segir Jón að hann sé skyndilega orðinn „kokhraustur kvenhatari sem ræðst á konur með yfirgangi og frekju“ og telur hann það ólíkt sér. Óánægður með flokksfélaga sinn En Jón virðist ekki bara óánægður með fyrirsagnir fréttamiðlanna heldur einnig viðbrögð flokksfélaga síns, Hönnu Katrínar Friðrikssons, Reykjavíkurþingmanns og þingflokksformanns Viðreisnar, við fréttunum. „Starfandi þingmaður er búinn að senda mér tóninn líka og snupra mig, segir að ég sé nú ekki fyrsti freki kallinn sem vill fá rauðan dregil og allt gert fyrir sig og gefur líka í skyn að ég sé tækifærissinni sem sé að reyna að nýta mér þann gríðarlega meðbyr sem sé með Viðreisn núna,“ segir Jón. Þá tekur hann sérstaklega fram að hann sé bara sjálfstætt starfandi listamaður ekki forstjóri fyrirtækis, forsvarsmaður samtaka, þingmaður eða í annarri opinberri valdastöðu. Þar að auki séu kosningar ekki áætlaðar fyrr en eftir átta til tíu mánuði. „Kannski kall en samt bara kall útí bæ,“ segir hann svo. Allt í lagi að kitla en ekki að hrinda Færsluna endar hana svo á leikritsuppsetningu á hluta viðtalsins í Spursmálum þar sem Stefán Einar spurði hann út í væntanlegar Alþingiskosningar og prófkjör. „Blaðamaður: Heldur þú að þú vinnir þetta auðveldlega? Ég: Ég vonast til þess já. Og ég vil reyna að komast út úr þessu, gegnum þetta án þess að valda einhverjum sárindum eða stíga á einhverjar tær. Mér finnst allt í lagi að pikka í fólk og kitla það en mér finnst annað að hrinda fólki. Ég geri stóran mun þarna á. Mér finnst þetta bara spennandi. Ég hef aldrei tekið þátt í svona.“ Jón spyr svo hvað felist í þessum orðum sem gefi tilefni til slíkra viðbragða.
Viðreisn Fjölmiðlar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira