„Það er af og frá að ég hafi brotið lög“ Lovísa Arnardóttir skrifar 7. október 2024 15:54 Guðrún Hafsteinsdóttir frestaði ákvörðun um brottvísun Yazans í síðasta mánuði. Ekki gafst tími til að skipuleggja annan brottflutning. Nokkrum dögum síðar gat Yazan og fjölskylda hans sótt um að umsókn þeirra yrði tekin til efnislegrar meðferðar. Vísir/Vilhelm og Arnar Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist ekki hafa brotið lög þegar hún frestaði brottvísun Yazans Tamimi í síðasta mánuði. Þá segir hún yfirlýsingar nýs formanns Vinstri grænna um að þingflokkur VG styðji ekki frekari breytingar á útlendingalögum ekki breyta neinu fyrir hana. Hún muni leggja fram þau mál sem eru á hennar þingmálaskrá. „Það er af og frá að ég hafi brotið lög. Ég ætla að fá að leiðrétta það hér og nú,“ sagði Guðrún á þingi í dag í umræðum um óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra. Guðrún frestaði brottflutningi Yazans um miðjan síðasta mánuð. Hún sagði í kjölfarið að hún hafi ekki talið sig hafa lagaheimild fyrir ákvörðuninni en að hún hafi tekið þessa ákvörðun að beiðni Guðmundar Inga Guðbrandssonar, ráðherra VG. Hún sagði síðar í viðtali að ákvörðunin hafi verið henni þvert um geð. Sjá einnig: Viðurkennir að hafa ekki haft heimild til að stíga inn Guðrún sagði á þingi í dag að samkvæmt lögum gæti hún stöðvað brottflutning ef upp kæmi réttmætur vafi um lögmæti aðgerðarinnar. „Það var það sem ég framkvæmdi þennan örlagaríka morgun,“ sagði Guðrún og minnti á að henni höfðu á þessum tíma borist athugasemdir frá Guðmundi Inga Guðbrandssyni, félags- og vinnumarkaðsráðherra, um brottvísunina en málefni fatlaðs fólks er á hans borði. „Þá stóð ég frammi fyrir því að annaðhvort taka óafturkræfa ákvörðun að hafna þeirri beiðni. Án þess að heyra þau sjónarmið sem lágu að baki efasemdum ráðherra fatlaðs fólks. Þannig að ég ákvað að gera það,“ sagði Guðrún. Guðmundur Ingi yrði svo sjálfur að svara því hvaða efasemdir þetta yrðu. Guðrún svaraði þarna fyrirspurn frá Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar, um stjórnleysi á landinu og ýmsa málaflokka sem falla undir stjórn dómsmálaráðherra. Þingmálaskráin standi Guðrún svaraði einnig fyrirspurn frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, um það hvernig hún ætli að bregðast við yfirlýsingum nýs formanns Vinstri grænna, Svandísar Svavarsdóttur, um að þingflokkur VG muni ekki styðja frekari breytingar á útlendingalögum. Sem og tillögu hennar um lokað búsetuúrræði fyrir hæliseitendur. Guðrún sagði í svari sínu þingmálaskrá sína standa. „Ég hef lagt fram þingmálaskrá mína. Þar eru ýmis mál og ég hef farið gaumgæfilega yfir hana. Þau mál væru ekki á minni þingmálaskrá ef ég ætlaði mér ekki að leggja þau fram. Þannig að ég hef fullan hug á því að leggja fram þau mál sem eru á minni þingmálaskrá,“ sagði Guðrún. Mál Yazans Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Tengdar fréttir Yazan afar létt að vera ekki vísað frá landi Yazan Tamimi og fjölskylda hans geta á morgun sótt um að umsókn þeirra um alþjóðlega vernd verði tekin til efnismeðferðar hjá Útlendingastofnun. Þá verður umsókn þeirra metin með tilliti til aðstæðna í heimaríki þeirra, Palestínu, en ekki til aðstæðna á Spáni, þaðan sem þau höfðu viðkomu á leið til landsins. 20. september 2024 06:52 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
„Það er af og frá að ég hafi brotið lög. Ég ætla að fá að leiðrétta það hér og nú,“ sagði Guðrún á þingi í dag í umræðum um óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra. Guðrún frestaði brottflutningi Yazans um miðjan síðasta mánuð. Hún sagði í kjölfarið að hún hafi ekki talið sig hafa lagaheimild fyrir ákvörðuninni en að hún hafi tekið þessa ákvörðun að beiðni Guðmundar Inga Guðbrandssonar, ráðherra VG. Hún sagði síðar í viðtali að ákvörðunin hafi verið henni þvert um geð. Sjá einnig: Viðurkennir að hafa ekki haft heimild til að stíga inn Guðrún sagði á þingi í dag að samkvæmt lögum gæti hún stöðvað brottflutning ef upp kæmi réttmætur vafi um lögmæti aðgerðarinnar. „Það var það sem ég framkvæmdi þennan örlagaríka morgun,“ sagði Guðrún og minnti á að henni höfðu á þessum tíma borist athugasemdir frá Guðmundi Inga Guðbrandssyni, félags- og vinnumarkaðsráðherra, um brottvísunina en málefni fatlaðs fólks er á hans borði. „Þá stóð ég frammi fyrir því að annaðhvort taka óafturkræfa ákvörðun að hafna þeirri beiðni. Án þess að heyra þau sjónarmið sem lágu að baki efasemdum ráðherra fatlaðs fólks. Þannig að ég ákvað að gera það,“ sagði Guðrún. Guðmundur Ingi yrði svo sjálfur að svara því hvaða efasemdir þetta yrðu. Guðrún svaraði þarna fyrirspurn frá Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar, um stjórnleysi á landinu og ýmsa málaflokka sem falla undir stjórn dómsmálaráðherra. Þingmálaskráin standi Guðrún svaraði einnig fyrirspurn frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, um það hvernig hún ætli að bregðast við yfirlýsingum nýs formanns Vinstri grænna, Svandísar Svavarsdóttur, um að þingflokkur VG muni ekki styðja frekari breytingar á útlendingalögum. Sem og tillögu hennar um lokað búsetuúrræði fyrir hæliseitendur. Guðrún sagði í svari sínu þingmálaskrá sína standa. „Ég hef lagt fram þingmálaskrá mína. Þar eru ýmis mál og ég hef farið gaumgæfilega yfir hana. Þau mál væru ekki á minni þingmálaskrá ef ég ætlaði mér ekki að leggja þau fram. Þannig að ég hef fullan hug á því að leggja fram þau mál sem eru á minni þingmálaskrá,“ sagði Guðrún.
Mál Yazans Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Tengdar fréttir Yazan afar létt að vera ekki vísað frá landi Yazan Tamimi og fjölskylda hans geta á morgun sótt um að umsókn þeirra um alþjóðlega vernd verði tekin til efnismeðferðar hjá Útlendingastofnun. Þá verður umsókn þeirra metin með tilliti til aðstæðna í heimaríki þeirra, Palestínu, en ekki til aðstæðna á Spáni, þaðan sem þau höfðu viðkomu á leið til landsins. 20. september 2024 06:52 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Yazan afar létt að vera ekki vísað frá landi Yazan Tamimi og fjölskylda hans geta á morgun sótt um að umsókn þeirra um alþjóðlega vernd verði tekin til efnismeðferðar hjá Útlendingastofnun. Þá verður umsókn þeirra metin með tilliti til aðstæðna í heimaríki þeirra, Palestínu, en ekki til aðstæðna á Spáni, þaðan sem þau höfðu viðkomu á leið til landsins. 20. september 2024 06:52