„Það er af og frá að ég hafi brotið lög“ Lovísa Arnardóttir skrifar 7. október 2024 15:54 Guðrún Hafsteinsdóttir frestaði ákvörðun um brottvísun Yazans í síðasta mánuði. Ekki gafst tími til að skipuleggja annan brottflutning. Nokkrum dögum síðar gat Yazan og fjölskylda hans sótt um að umsókn þeirra yrði tekin til efnislegrar meðferðar. Vísir/Vilhelm og Arnar Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist ekki hafa brotið lög þegar hún frestaði brottvísun Yazans Tamimi í síðasta mánuði. Þá segir hún yfirlýsingar nýs formanns Vinstri grænna um að þingflokkur VG styðji ekki frekari breytingar á útlendingalögum ekki breyta neinu fyrir hana. Hún muni leggja fram þau mál sem eru á hennar þingmálaskrá. „Það er af og frá að ég hafi brotið lög. Ég ætla að fá að leiðrétta það hér og nú,“ sagði Guðrún á þingi í dag í umræðum um óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra. Guðrún frestaði brottflutningi Yazans um miðjan síðasta mánuð. Hún sagði í kjölfarið að hún hafi ekki talið sig hafa lagaheimild fyrir ákvörðuninni en að hún hafi tekið þessa ákvörðun að beiðni Guðmundar Inga Guðbrandssonar, ráðherra VG. Hún sagði síðar í viðtali að ákvörðunin hafi verið henni þvert um geð. Sjá einnig: Viðurkennir að hafa ekki haft heimild til að stíga inn Guðrún sagði á þingi í dag að samkvæmt lögum gæti hún stöðvað brottflutning ef upp kæmi réttmætur vafi um lögmæti aðgerðarinnar. „Það var það sem ég framkvæmdi þennan örlagaríka morgun,“ sagði Guðrún og minnti á að henni höfðu á þessum tíma borist athugasemdir frá Guðmundi Inga Guðbrandssyni, félags- og vinnumarkaðsráðherra, um brottvísunina en málefni fatlaðs fólks er á hans borði. „Þá stóð ég frammi fyrir því að annaðhvort taka óafturkræfa ákvörðun að hafna þeirri beiðni. Án þess að heyra þau sjónarmið sem lágu að baki efasemdum ráðherra fatlaðs fólks. Þannig að ég ákvað að gera það,“ sagði Guðrún. Guðmundur Ingi yrði svo sjálfur að svara því hvaða efasemdir þetta yrðu. Guðrún svaraði þarna fyrirspurn frá Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar, um stjórnleysi á landinu og ýmsa málaflokka sem falla undir stjórn dómsmálaráðherra. Þingmálaskráin standi Guðrún svaraði einnig fyrirspurn frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, um það hvernig hún ætli að bregðast við yfirlýsingum nýs formanns Vinstri grænna, Svandísar Svavarsdóttur, um að þingflokkur VG muni ekki styðja frekari breytingar á útlendingalögum. Sem og tillögu hennar um lokað búsetuúrræði fyrir hæliseitendur. Guðrún sagði í svari sínu þingmálaskrá sína standa. „Ég hef lagt fram þingmálaskrá mína. Þar eru ýmis mál og ég hef farið gaumgæfilega yfir hana. Þau mál væru ekki á minni þingmálaskrá ef ég ætlaði mér ekki að leggja þau fram. Þannig að ég hef fullan hug á því að leggja fram þau mál sem eru á minni þingmálaskrá,“ sagði Guðrún. Mál Yazans Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Tengdar fréttir Yazan afar létt að vera ekki vísað frá landi Yazan Tamimi og fjölskylda hans geta á morgun sótt um að umsókn þeirra um alþjóðlega vernd verði tekin til efnismeðferðar hjá Útlendingastofnun. Þá verður umsókn þeirra metin með tilliti til aðstæðna í heimaríki þeirra, Palestínu, en ekki til aðstæðna á Spáni, þaðan sem þau höfðu viðkomu á leið til landsins. 20. september 2024 06:52 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sjá meira
„Það er af og frá að ég hafi brotið lög. Ég ætla að fá að leiðrétta það hér og nú,“ sagði Guðrún á þingi í dag í umræðum um óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra. Guðrún frestaði brottflutningi Yazans um miðjan síðasta mánuð. Hún sagði í kjölfarið að hún hafi ekki talið sig hafa lagaheimild fyrir ákvörðuninni en að hún hafi tekið þessa ákvörðun að beiðni Guðmundar Inga Guðbrandssonar, ráðherra VG. Hún sagði síðar í viðtali að ákvörðunin hafi verið henni þvert um geð. Sjá einnig: Viðurkennir að hafa ekki haft heimild til að stíga inn Guðrún sagði á þingi í dag að samkvæmt lögum gæti hún stöðvað brottflutning ef upp kæmi réttmætur vafi um lögmæti aðgerðarinnar. „Það var það sem ég framkvæmdi þennan örlagaríka morgun,“ sagði Guðrún og minnti á að henni höfðu á þessum tíma borist athugasemdir frá Guðmundi Inga Guðbrandssyni, félags- og vinnumarkaðsráðherra, um brottvísunina en málefni fatlaðs fólks er á hans borði. „Þá stóð ég frammi fyrir því að annaðhvort taka óafturkræfa ákvörðun að hafna þeirri beiðni. Án þess að heyra þau sjónarmið sem lágu að baki efasemdum ráðherra fatlaðs fólks. Þannig að ég ákvað að gera það,“ sagði Guðrún. Guðmundur Ingi yrði svo sjálfur að svara því hvaða efasemdir þetta yrðu. Guðrún svaraði þarna fyrirspurn frá Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar, um stjórnleysi á landinu og ýmsa málaflokka sem falla undir stjórn dómsmálaráðherra. Þingmálaskráin standi Guðrún svaraði einnig fyrirspurn frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, um það hvernig hún ætli að bregðast við yfirlýsingum nýs formanns Vinstri grænna, Svandísar Svavarsdóttur, um að þingflokkur VG muni ekki styðja frekari breytingar á útlendingalögum. Sem og tillögu hennar um lokað búsetuúrræði fyrir hæliseitendur. Guðrún sagði í svari sínu þingmálaskrá sína standa. „Ég hef lagt fram þingmálaskrá mína. Þar eru ýmis mál og ég hef farið gaumgæfilega yfir hana. Þau mál væru ekki á minni þingmálaskrá ef ég ætlaði mér ekki að leggja þau fram. Þannig að ég hef fullan hug á því að leggja fram þau mál sem eru á minni þingmálaskrá,“ sagði Guðrún.
Mál Yazans Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Tengdar fréttir Yazan afar létt að vera ekki vísað frá landi Yazan Tamimi og fjölskylda hans geta á morgun sótt um að umsókn þeirra um alþjóðlega vernd verði tekin til efnismeðferðar hjá Útlendingastofnun. Þá verður umsókn þeirra metin með tilliti til aðstæðna í heimaríki þeirra, Palestínu, en ekki til aðstæðna á Spáni, þaðan sem þau höfðu viðkomu á leið til landsins. 20. september 2024 06:52 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sjá meira
Yazan afar létt að vera ekki vísað frá landi Yazan Tamimi og fjölskylda hans geta á morgun sótt um að umsókn þeirra um alþjóðlega vernd verði tekin til efnismeðferðar hjá Útlendingastofnun. Þá verður umsókn þeirra metin með tilliti til aðstæðna í heimaríki þeirra, Palestínu, en ekki til aðstæðna á Spáni, þaðan sem þau höfðu viðkomu á leið til landsins. 20. september 2024 06:52