Uppruni stjarnanna óþekktur: „Hver andskotinn hefur verið að setja þetta inn?“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. október 2024 21:32 Framhaldsmyndin Joker: Folie á Deux hefur fengið mjög misjafna dóma. Margir gagnrýnendur lofa þó frammistöðu aðalleikaranna tveggja, Joaquin Phoenix og Lady Gaga. Auglýsing Sambíóanna hefur vakið athygli vegna fjölda fimm stjörnu dóma sem myndin Joker: Folie á Deux er sögð fá. Á síðum sem safna saman bíódómum hefur enginn gagnrýnandi gefið henni slíkan dóm. Rekstrarstjóri Sambíóanna veit ekki hvaðan stjörnurnar koma og gat ekki svarað fyrir auglýsinguna. Daníel nokkur Rósinkrans vakti fyrst athygli á auglýsingunni á X (áður Twitter). „Mikið er þetta „desperate“-múv hjá Sambíóunum að setja nokkrar fimm samanlagðar stjörnur við auglýsingu á nýja Jokernum. Ég veit ekki um einn miðil (samkvæmt metacritic & RT) sem hefur gefið henni slíka einkunn,“ skrifar hann og birtir mynd sem Sambíóin höfðu deilt á Facebook fyrr um daginn. Færslan sem Sambíóin deildu á Facebook í dag. Eins og sjá má eru aðalleikararnir Joaquin Phoenix og Lady Gaga í hlutverkum sínum á myndinni og fyrir ofan þau og neðan eru sex fimm-stjörnu-dómar. Hvergi er vísað í hvaðan stjörnurnar koma. Þegar helstu síðurnar sem safna saman kvikmyndadómum eru skoðaðar sést að viðbrögðin við myndinni eru yfirgnæfandi neikvæð. Það eru þó einhverjir gagnrýnendur ánægðir en hins vegar er enginn svo ánægður að hann gefi myndinni fullt hús eða fimm stjörnur. Stjörnurnar á myndinni eru því greinilega ekki komnar frá „yfirlýstum gagnrýnendum“. „Þetta er bara svo mikið rugl“ Fréttastofa ákvað að leita svara hjá auglýsingadeild Sambíóanna við þessari auglýsingu og ræddi við Jón Geir Sævarsson, markaðsstjóra hjá Sam-film. „Við í dreifingardeildinni vorum einmitt að tala um þetta í morgun þegar við sáum þetta: ,Hver andskotinn hefur verið að setja þetta inn?' Þetta er bara svo mikið rugl,“ sagði hann um auglýsinguna. Hann tók hins vegar fram að af því hann væri hjá Sam-film, dreifingarhluta fyrirtækisins, þá vissi hann ekki hver bæri ábyrgð á auglýsingunni. Hann vísaði því áfram á Guðnýju Alfreðsdóttur, rekstrarstjóra Sambíóanna. Gat ekki svarað fyrir stjörnurnar Blaðamaður heyrði því næst í Guðnýju rekstrarstjóra sem hafði ekki séð auglýsinguna og vissi ekki hver hafði búið hana til eða sett hana inn á síðuna. Hverjir sjá um að gera auglýsingarnar og setja þær inn? „Það er bara mismunandi hver það er,“ sagði Guðný. Hún vissi ekki hver hafði gert þessa tilteknu auglýsinguna eða hvaðan stjörnurnar á myndinni kæmu. Þá tók hún fram að í færslunni standi „Gagnrýnendur segja Joaquin Phoenix enn og aftur frábæran í aðalhlutverkinu og Lady Gaga steli senunni“. Sá texti væri tekinn frá kvikmyndasíðunni Rotten Tomatoes. Ég skil það, fólk virðist ánægt með þau tvö, en það eru aðallega þessar stjörnur sem ég er að velta fyrir mér. Einhver sem sér þessa auglýsingu á Facebook heldur kannski að myndin hafi fengið frábæra dóma. „Ég get ekki svarað fyrir það,“ sagði Guðný og sagðist hún heldur ekki geta bent á neinn sem gæti svarað fyrir auglýsinguna. Bíó og sjónvarp Hollywood Auglýsinga- og markaðsmál Kvikmyndahús Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira
Daníel nokkur Rósinkrans vakti fyrst athygli á auglýsingunni á X (áður Twitter). „Mikið er þetta „desperate“-múv hjá Sambíóunum að setja nokkrar fimm samanlagðar stjörnur við auglýsingu á nýja Jokernum. Ég veit ekki um einn miðil (samkvæmt metacritic & RT) sem hefur gefið henni slíka einkunn,“ skrifar hann og birtir mynd sem Sambíóin höfðu deilt á Facebook fyrr um daginn. Færslan sem Sambíóin deildu á Facebook í dag. Eins og sjá má eru aðalleikararnir Joaquin Phoenix og Lady Gaga í hlutverkum sínum á myndinni og fyrir ofan þau og neðan eru sex fimm-stjörnu-dómar. Hvergi er vísað í hvaðan stjörnurnar koma. Þegar helstu síðurnar sem safna saman kvikmyndadómum eru skoðaðar sést að viðbrögðin við myndinni eru yfirgnæfandi neikvæð. Það eru þó einhverjir gagnrýnendur ánægðir en hins vegar er enginn svo ánægður að hann gefi myndinni fullt hús eða fimm stjörnur. Stjörnurnar á myndinni eru því greinilega ekki komnar frá „yfirlýstum gagnrýnendum“. „Þetta er bara svo mikið rugl“ Fréttastofa ákvað að leita svara hjá auglýsingadeild Sambíóanna við þessari auglýsingu og ræddi við Jón Geir Sævarsson, markaðsstjóra hjá Sam-film. „Við í dreifingardeildinni vorum einmitt að tala um þetta í morgun þegar við sáum þetta: ,Hver andskotinn hefur verið að setja þetta inn?' Þetta er bara svo mikið rugl,“ sagði hann um auglýsinguna. Hann tók hins vegar fram að af því hann væri hjá Sam-film, dreifingarhluta fyrirtækisins, þá vissi hann ekki hver bæri ábyrgð á auglýsingunni. Hann vísaði því áfram á Guðnýju Alfreðsdóttur, rekstrarstjóra Sambíóanna. Gat ekki svarað fyrir stjörnurnar Blaðamaður heyrði því næst í Guðnýju rekstrarstjóra sem hafði ekki séð auglýsinguna og vissi ekki hver hafði búið hana til eða sett hana inn á síðuna. Hverjir sjá um að gera auglýsingarnar og setja þær inn? „Það er bara mismunandi hver það er,“ sagði Guðný. Hún vissi ekki hver hafði gert þessa tilteknu auglýsinguna eða hvaðan stjörnurnar á myndinni kæmu. Þá tók hún fram að í færslunni standi „Gagnrýnendur segja Joaquin Phoenix enn og aftur frábæran í aðalhlutverkinu og Lady Gaga steli senunni“. Sá texti væri tekinn frá kvikmyndasíðunni Rotten Tomatoes. Ég skil það, fólk virðist ánægt með þau tvö, en það eru aðallega þessar stjörnur sem ég er að velta fyrir mér. Einhver sem sér þessa auglýsingu á Facebook heldur kannski að myndin hafi fengið frábæra dóma. „Ég get ekki svarað fyrir það,“ sagði Guðný og sagðist hún heldur ekki geta bent á neinn sem gæti svarað fyrir auglýsinguna.
Bíó og sjónvarp Hollywood Auglýsinga- og markaðsmál Kvikmyndahús Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira