„Öllum ljóst að Ölfusárbrú verði að rísa“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. október 2024 19:15 Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra. Vísir/Vilhelm Innviðaráðherra segist vongóð um að hægt verði að klára síðustu skref í átt að verksamningi um Ölfusárbrú á næstu dögum og vikum. Brúin verði að rísa sem allra fyrst. Í kvöldfréttum okkar í gær sagði fulltrúi Vegagerðarinnar allt til reiðu hjá stofnuninni til að skrifa undir verksamning um Ölfusárbrú, sem upphaflega átti að gera í júlí, en beðið væri eftir ráðuneytunum. Innviðaráðherra segist hafa átt í miklum samskiptum við fjármálaráðherra vegna málsins. „Næsta skref er að hitta umhverfis- og samgöngunefnd og fjárlaganefnd þingsins. Það skiptir miklu máli að vera í þéttu samstarfi við þingið um þessi skref. En ég held að okkur sé öllum ljóst að Ölfusárbrú verði að rísa, hana verður að byggja. Þetta er ein mikilvægasta samgönguframkvæmd samtímans. Ég vonast til að við sjáum það hreyfast á næstu dögum og vikum,“ sagði Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Kostnaður við nýja brú er áætlaður um fjórtán milljarðar króna, en hún verður fjármögnuð með veggjöldum, en sérfræðingar ríkisábyrgðarsjóðs efast um að dæmið gangi upp. „Þetta eru útreikningar sem liggja til grundvallar og margar breytur inn í framtíðina bæði er varðar notkun, gjaldtöku og svo framvegis. Það eru ýmis sjónarmið sem þarf að horfa til þar. En við teljum að við höfum leið til að leysa það og munum kynna fyrir nefndum þingsins á næstu dögum.“ Bæjarstjóri Árborgar sagði tafir á framkvæmdinni ekki góðar fyrir sveitarfélagið eða svæðin í kring. „Ég er bara sammála því,“ segir Svandís. „Við eigum ekki að bíða lengur eftir því að byrja að byggja Ölfusárbrú.“ Samgöngur Ný Ölfusárbrú Vegagerð Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Árborg Flóahreppur Tengdar fréttir Vill hætta við nýja brú yfir Ölfusá og spara milljarða króna Bæjarstjóri í Ölfusi leggur til að hætt verði við byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusár. Hann leggur til að vegur um Þrengsli verði bættur og Eyrarbakkavegur sveigður suður fyrir Selfoss. Þannig sparist milljarðar króna. 4. október 2024 11:22 Vísar orðum Jóns um nýja Ölfusárbrú á bug Framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni vísar gagnrýni fyrrverandi Samgönguráðherra á fyrirhugaða Ölfusársbrú á bug, og segir Vegagerðina í stellingum til að hefja verkið. Boltinn sé nú hjá ráðherrum ríkisstjórnarinnar. 3. október 2024 22:07 Höfum ekki efni á svona stórkarlalegri Ölfusárbrú Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra, segir nýja Ölfusárbrú allt of dýra í þeirri mynd sem hún er áformuð og fullyrðir að hægt sé að smíða einfaldari brú á mun skemmri tíma fyrir þriðjung af kostnaðinum. 2. október 2024 20:20 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Í kvöldfréttum okkar í gær sagði fulltrúi Vegagerðarinnar allt til reiðu hjá stofnuninni til að skrifa undir verksamning um Ölfusárbrú, sem upphaflega átti að gera í júlí, en beðið væri eftir ráðuneytunum. Innviðaráðherra segist hafa átt í miklum samskiptum við fjármálaráðherra vegna málsins. „Næsta skref er að hitta umhverfis- og samgöngunefnd og fjárlaganefnd þingsins. Það skiptir miklu máli að vera í þéttu samstarfi við þingið um þessi skref. En ég held að okkur sé öllum ljóst að Ölfusárbrú verði að rísa, hana verður að byggja. Þetta er ein mikilvægasta samgönguframkvæmd samtímans. Ég vonast til að við sjáum það hreyfast á næstu dögum og vikum,“ sagði Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Kostnaður við nýja brú er áætlaður um fjórtán milljarðar króna, en hún verður fjármögnuð með veggjöldum, en sérfræðingar ríkisábyrgðarsjóðs efast um að dæmið gangi upp. „Þetta eru útreikningar sem liggja til grundvallar og margar breytur inn í framtíðina bæði er varðar notkun, gjaldtöku og svo framvegis. Það eru ýmis sjónarmið sem þarf að horfa til þar. En við teljum að við höfum leið til að leysa það og munum kynna fyrir nefndum þingsins á næstu dögum.“ Bæjarstjóri Árborgar sagði tafir á framkvæmdinni ekki góðar fyrir sveitarfélagið eða svæðin í kring. „Ég er bara sammála því,“ segir Svandís. „Við eigum ekki að bíða lengur eftir því að byrja að byggja Ölfusárbrú.“
Samgöngur Ný Ölfusárbrú Vegagerð Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Árborg Flóahreppur Tengdar fréttir Vill hætta við nýja brú yfir Ölfusá og spara milljarða króna Bæjarstjóri í Ölfusi leggur til að hætt verði við byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusár. Hann leggur til að vegur um Þrengsli verði bættur og Eyrarbakkavegur sveigður suður fyrir Selfoss. Þannig sparist milljarðar króna. 4. október 2024 11:22 Vísar orðum Jóns um nýja Ölfusárbrú á bug Framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni vísar gagnrýni fyrrverandi Samgönguráðherra á fyrirhugaða Ölfusársbrú á bug, og segir Vegagerðina í stellingum til að hefja verkið. Boltinn sé nú hjá ráðherrum ríkisstjórnarinnar. 3. október 2024 22:07 Höfum ekki efni á svona stórkarlalegri Ölfusárbrú Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra, segir nýja Ölfusárbrú allt of dýra í þeirri mynd sem hún er áformuð og fullyrðir að hægt sé að smíða einfaldari brú á mun skemmri tíma fyrir þriðjung af kostnaðinum. 2. október 2024 20:20 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Vill hætta við nýja brú yfir Ölfusá og spara milljarða króna Bæjarstjóri í Ölfusi leggur til að hætt verði við byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusár. Hann leggur til að vegur um Þrengsli verði bættur og Eyrarbakkavegur sveigður suður fyrir Selfoss. Þannig sparist milljarðar króna. 4. október 2024 11:22
Vísar orðum Jóns um nýja Ölfusárbrú á bug Framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni vísar gagnrýni fyrrverandi Samgönguráðherra á fyrirhugaða Ölfusársbrú á bug, og segir Vegagerðina í stellingum til að hefja verkið. Boltinn sé nú hjá ráðherrum ríkisstjórnarinnar. 3. október 2024 22:07
Höfum ekki efni á svona stórkarlalegri Ölfusárbrú Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra, segir nýja Ölfusárbrú allt of dýra í þeirri mynd sem hún er áformuð og fullyrðir að hægt sé að smíða einfaldari brú á mun skemmri tíma fyrir þriðjung af kostnaðinum. 2. október 2024 20:20