Níu ára stúlka sem féll niður loftræstistokk á rétt á skaðabótum Jón Þór Stefánsson skrifar 4. október 2024 11:00 Atvikið sem málið varðar átti sér stað í Þverholti í Mosfellsbæ árið 2015 Vísir/Vilhelm Barnung stúlka féll niður loftræstistokk við Þverholt í Mosfellsbæ árið 2015 og hlaut skaða af. Landsréttur staðfesti í gær dóm héraðsdóms um að eigandi fasteignarinnar þar sem slysið átti sér stað bæri skaðabótaábyrgð á slysinu. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að stúlkan, sem var þá níu ára gömul, hafi verið að leika sér með frænku sinni við Þverholt 2, þar sem er rekin verslunar- og þjónustumiðstöð. Skopparabolti sem þær hafi verið að leika sér með hafi dottið niður í loftræstiop með járngrind ofan á. Þegar stúlkan steig ofan á grindina til að huga að boltanum gaf grindin sig og stúlkan féll tvo metra niður loftræstiopið. Fyrir vikið hlaut hún innkýlt höfuðkúpubrot og þurfti að gangast undir aðgerð á Landspítalanum. Fram kemur í dómnum að hún hafi fundið fyrir afleiðingum slyssins síðan, en hún hefur verið metin með tólf prósent varanlega örorku. Frágangurinn hafi skaðað hættu Árið 2022, sjö árum síðar, höfðaði stúlkan mál á hendur eiganda fasteignarinnar Reitum – verslun ehf., og til vara á hendur húsfélaginu í Þverholti 2. Dómsmálið varðaði að miklu leyti hvort Reitir eða húsfélagið bæri skaðabótaábyrgð, en í héraði var viðurkennd skaðabótaskylda Reita, en húsfélagið sýknað. Reitir áfrýjuðu til Landsréttar. Í niðurstöðukafla Landsréttar kemur fram að í máli sínu hafi stúlkan vísað til laga sem varða varnir við slys á lóð. Þar segir: „Öll op eða gryfjur, á eða við lóðir bygginga, sem eru aðgengilegar og fólk kemst að og getur hugsanlega fallið niður um skulu lokuð með handriði, grindum eða þar til gerðum lokum. Sama á við um alla stoðveggi við mishæðir og annars staðar þar sem fallhætta er á lóð. Þessar hindranir skulu festar tryggilega svo barn geti ekki fjarlægt þær og hafa nægan styrk til að þola fyrirhugað álag.“ Dómurinn féll í Landsrétti.Vísir/Vilhelm Í dómi Landsréttar segir að það sé ljóst af atvikum másins að áður en stúlkan steig á stálgreindina hafi boltafesting, sem átti að halda henni í falsi yfir loftræstiopinu, gefið sig. Grindin hefði færst þannig að hún gæti gefið eftir þegar stigið væri á hana. Frágangur hafi því verið í ósamræmi við ofangreint lagaákvæði. Í húsnæðinu væri rekin ýmis konar þjónustustarfsemi sem laði til sín fólk. Frágangurinn hafi skapað hættu, einkum fyrir börn sem áttu leið um lóðina, en opið var skammt frá aðalinngangi Þverholts. „Hættan sem stafaði af ófullnægjandi frágangi við loftræstiopið var því veruleg,“ segir í dómnum. Útilokað að frænkurnar hafi fært grindina Þar segir jafnframt að það sé útilokað að stúlkan og frænka hennar hafi fært grindina. Þá væri önnur tilgáta sem hafi komið upp við rekstur málsins afar ósennileg, en hún gekk út á að sama dag og slysið varð hefðu skemmdarverk verið unnin á grindinni sem eigendum hefði ekki verið kunnugt um. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að rekja mætti slysið til saknæmrar vanrækslu húsráðenda fasteignarinnar við viðhald á grindinni. Þá bæru Reitir ábyrgð á því vegna þess að þeir væru eigandi séreigna í fasteigninni. Landsréttur staðfesti því dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að viðurkenna skaðabótaksyldu Reita vegna slyssins. Dómsmál Mosfellsbær Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Fleiri fréttir Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að stúlkan, sem var þá níu ára gömul, hafi verið að leika sér með frænku sinni við Þverholt 2, þar sem er rekin verslunar- og þjónustumiðstöð. Skopparabolti sem þær hafi verið að leika sér með hafi dottið niður í loftræstiop með járngrind ofan á. Þegar stúlkan steig ofan á grindina til að huga að boltanum gaf grindin sig og stúlkan féll tvo metra niður loftræstiopið. Fyrir vikið hlaut hún innkýlt höfuðkúpubrot og þurfti að gangast undir aðgerð á Landspítalanum. Fram kemur í dómnum að hún hafi fundið fyrir afleiðingum slyssins síðan, en hún hefur verið metin með tólf prósent varanlega örorku. Frágangurinn hafi skaðað hættu Árið 2022, sjö árum síðar, höfðaði stúlkan mál á hendur eiganda fasteignarinnar Reitum – verslun ehf., og til vara á hendur húsfélaginu í Þverholti 2. Dómsmálið varðaði að miklu leyti hvort Reitir eða húsfélagið bæri skaðabótaábyrgð, en í héraði var viðurkennd skaðabótaskylda Reita, en húsfélagið sýknað. Reitir áfrýjuðu til Landsréttar. Í niðurstöðukafla Landsréttar kemur fram að í máli sínu hafi stúlkan vísað til laga sem varða varnir við slys á lóð. Þar segir: „Öll op eða gryfjur, á eða við lóðir bygginga, sem eru aðgengilegar og fólk kemst að og getur hugsanlega fallið niður um skulu lokuð með handriði, grindum eða þar til gerðum lokum. Sama á við um alla stoðveggi við mishæðir og annars staðar þar sem fallhætta er á lóð. Þessar hindranir skulu festar tryggilega svo barn geti ekki fjarlægt þær og hafa nægan styrk til að þola fyrirhugað álag.“ Dómurinn féll í Landsrétti.Vísir/Vilhelm Í dómi Landsréttar segir að það sé ljóst af atvikum másins að áður en stúlkan steig á stálgreindina hafi boltafesting, sem átti að halda henni í falsi yfir loftræstiopinu, gefið sig. Grindin hefði færst þannig að hún gæti gefið eftir þegar stigið væri á hana. Frágangur hafi því verið í ósamræmi við ofangreint lagaákvæði. Í húsnæðinu væri rekin ýmis konar þjónustustarfsemi sem laði til sín fólk. Frágangurinn hafi skapað hættu, einkum fyrir börn sem áttu leið um lóðina, en opið var skammt frá aðalinngangi Þverholts. „Hættan sem stafaði af ófullnægjandi frágangi við loftræstiopið var því veruleg,“ segir í dómnum. Útilokað að frænkurnar hafi fært grindina Þar segir jafnframt að það sé útilokað að stúlkan og frænka hennar hafi fært grindina. Þá væri önnur tilgáta sem hafi komið upp við rekstur málsins afar ósennileg, en hún gekk út á að sama dag og slysið varð hefðu skemmdarverk verið unnin á grindinni sem eigendum hefði ekki verið kunnugt um. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að rekja mætti slysið til saknæmrar vanrækslu húsráðenda fasteignarinnar við viðhald á grindinni. Þá bæru Reitir ábyrgð á því vegna þess að þeir væru eigandi séreigna í fasteigninni. Landsréttur staðfesti því dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að viðurkenna skaðabótaksyldu Reita vegna slyssins.
Dómsmál Mosfellsbær Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Fleiri fréttir Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Sjá meira