Loftmyndir opna nýtt og einstakt þrívíddarkort af Íslandi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. október 2024 08:04 Karl segir vonir standa til að þrívíddarkortið muni geta gagnast ýmsum aðilum sem til að mynda standa í framkvæmdum. „Við erum mjög stolt af þessu. Þetta er nýtt í þessum þrönga geira sem kortabransinn er,“ segir Karl Arnar Arnarson, framkvæmdastjóri Loftmynda ehf., um nýtt þrívíddarkort af Íslandi. Loftmyndir hafa safnað þrívíðum hæðargögnum eftir loftmyndum í 30 ár og lagt mikla vinnu í það undanfarin ár að þétta líkanið, þannig að upplausnin á 3d.map.is er nú 2,5 metrar. Karl segir gögn í þessum gæðum ekki hafa verið til en þau hafa nú verið birt og eru opin öllum. „Þarna ertu í fyrsta skipti að horfa á allt Ísland í mjög mikilli nákvæmni,“ segir Karl. „Það má líkja þessu við að það sé lagt hálfgert net yfir landið. Möskvastærðin er tveir og hálfur metri og það er eitthvað sem er alveg nýtt.“ Hér fyrir neðan má sjá myndskeið af fyrirhuguðum Búrfellslundi, unnið á 3d.map.is Þrívíddarkortið, sem er gagnvirkt, byggir meðal annars á kortum og loftmyndum sem Loftmyndir hafa safnað í gegnum árin og uppfæra reglulega. Karl segir önnur þrívíddarkort gjarnan unnin með gervihnattamyndum en kort Loftmynda er unnið upp úr myndum teknum úr flugvél í um 30 metra hæð, sem geri nákvæmnina og þéttleikann meiri. Það tók Loftmyndir níu ár að ná myndum af landinu öllu, sem eru eins og fyrr segir uppfærðar reglulega og verður þrívíddarkortið uppfært í kjölfarið. Þá er síðan sem nú er komin í loftið hálfgerð beta-útgáfa en Karl segir enn unnið að því að bæta viðmótið. Hér fyrir neðan má sjá myndskeið af Heimaey, unnið á 3d.map.is. Hann segir vonir standa til að þrívíddarkortið muni reynast mörgum vel, bæði til skemmtunar og gagns. „Þetta er mjög spennandi því þetta opnar á þann möguleika að setja alls konar verklegar frmakvæmdir og skipulagsáætlanir sem erfitt er að skilja á hefðbundnum kortum í þrívídd,“ segir Karl. Hann segir gríðarlega mikilvægt að viðhalda gagnagrunnum á borð við þann sem Loftmyndir búa nú að og bendir á að landið sé stöðugt að breytast, bæði af mannavöldum og til dæmis náttúruhamfara. Þá segir hann þrívíddarkortið vonandi munu nýtast aðilum á borð við verkfræðifyrirtækjum og Veðurstofunni en einnig mætti sjá fyrir sér að það gæti nýst björgunaraðilum og fleirum. Vísindi Tækni Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Loftmyndir hafa safnað þrívíðum hæðargögnum eftir loftmyndum í 30 ár og lagt mikla vinnu í það undanfarin ár að þétta líkanið, þannig að upplausnin á 3d.map.is er nú 2,5 metrar. Karl segir gögn í þessum gæðum ekki hafa verið til en þau hafa nú verið birt og eru opin öllum. „Þarna ertu í fyrsta skipti að horfa á allt Ísland í mjög mikilli nákvæmni,“ segir Karl. „Það má líkja þessu við að það sé lagt hálfgert net yfir landið. Möskvastærðin er tveir og hálfur metri og það er eitthvað sem er alveg nýtt.“ Hér fyrir neðan má sjá myndskeið af fyrirhuguðum Búrfellslundi, unnið á 3d.map.is Þrívíddarkortið, sem er gagnvirkt, byggir meðal annars á kortum og loftmyndum sem Loftmyndir hafa safnað í gegnum árin og uppfæra reglulega. Karl segir önnur þrívíddarkort gjarnan unnin með gervihnattamyndum en kort Loftmynda er unnið upp úr myndum teknum úr flugvél í um 30 metra hæð, sem geri nákvæmnina og þéttleikann meiri. Það tók Loftmyndir níu ár að ná myndum af landinu öllu, sem eru eins og fyrr segir uppfærðar reglulega og verður þrívíddarkortið uppfært í kjölfarið. Þá er síðan sem nú er komin í loftið hálfgerð beta-útgáfa en Karl segir enn unnið að því að bæta viðmótið. Hér fyrir neðan má sjá myndskeið af Heimaey, unnið á 3d.map.is. Hann segir vonir standa til að þrívíddarkortið muni reynast mörgum vel, bæði til skemmtunar og gagns. „Þetta er mjög spennandi því þetta opnar á þann möguleika að setja alls konar verklegar frmakvæmdir og skipulagsáætlanir sem erfitt er að skilja á hefðbundnum kortum í þrívídd,“ segir Karl. Hann segir gríðarlega mikilvægt að viðhalda gagnagrunnum á borð við þann sem Loftmyndir búa nú að og bendir á að landið sé stöðugt að breytast, bæði af mannavöldum og til dæmis náttúruhamfara. Þá segir hann þrívíddarkortið vonandi munu nýtast aðilum á borð við verkfræðifyrirtækjum og Veðurstofunni en einnig mætti sjá fyrir sér að það gæti nýst björgunaraðilum og fleirum.
Vísindi Tækni Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira