Kristian ekki spilað nóg en fer í U21 Sindri Sverrisson skrifar 2. október 2024 14:47 Kristian Nökkvi Hlynsson er miðjumaður hollenska stórliðsins Ajax og styrkir U21-landsliðið mikið ef hann er klár í slaginn. Getty/Peter Lous Kristian Nökkvi Hlynsson, miðjumaður Ajax, er í U21-landsliðshópnum fyrir komandi leiki í undankeppni EM eftir að hafa ekki verið valinn í A-landsliðið sem spilar á sama tíma. U21-hópinn, sem mætir Litáen og Danmörku 10. og 15. október, má sjá hér neðar í greininni. Åge Hareide, þjálfari A-landsliðsins, sagðist á blaðamannafundi í dag vilja að Kristian næði sér betur á strik með Ajax, eftir meiðsli, áður en hann yrði valinn í A-landsliðið að nýju. „Við erum alltaf með hann í huga. En við viljum líka að sambandið við félagsliðin sé gott og að við séum ekki að ofnota leikmenn eða valda þeim meiðslum. Það skapar vandamál fyrir Ajax og íslenska landsliðið,“ sagði Hareide. Þarf að spila meira áður en hann snýr aftur Hinn tvítugi Kristian kom inn á gegn Besiktas í Evrópudeildinni 26. september og er í hópnum sem mætir Slavia Prag í Tékklandi á morgun. „Kristian glímdi við minniháttar meiðsli í aðdraganda síðustu landsleikja. Hann hefur ekki verið að spila mikið með Ajax. Hann spilaði með varaliðinu en fór af velli eftir 55-60 mínútur, og svo kom hann inn á í Evrópuleik í síðustu umferð. Hann þarf að byggja sig upp aftur svo kannski væri best að hann spili með U21-landsliðinu, til að fá mínútur í lappirnar. Svo verðum við að sjá hvort hann ráði við það. Ég ræddi við hann í dag, á leið með Ajax í Evrópukeppni, og vonandi fær hann mínútur þar og leiki með U21-landsliðinu. Það er mikilvægt fyrir okkur,“ sagði Hareide. Geta enn barist um sæti á EM Ólafur Ingi Skúlason valdi 21 leikmann í U21-landsliðið fyrir leikina við Litáen á Víkingsvelli 10. október, og við Danmörku á Vejle Stadion fimm dögum síðar. Átta þeirra spila hér á landi í Bestu deildinni. Ísland getur með sigri í leikjunum blandað sér af fullum þunga í baráttuna um sæti á EM. Fyrir leikina er Ísland í 3. sæti síns riðils með níu stig eftir sex leiki, en Danmörk og Wales eru með 14 stig eftir sjö leiki af tíu. U21-hópurinn gegn Litáen og Danmörku Adam Ingi Benediktsson - Östersund - 6 leikirLúkas J. Blöndal Petersson - Hoffenheim - 6 leikirAndri Fannar Baldursson - Elfsborg - 20 leikir,Kristall Máni Ingason - SönderjyskE - 19 leikir, 11 mörkÓlafur Guðmundsson - FH - 11 leikirValgeir Valgeirsson - Örebro - 10 leikirÍsak Andri Sigurgeirsson - IFK Norrköping - 10 leikirKristian Nökkvi Hlynsson - Ajax - 10 leikir, 6 mörkLogi Hrafn Róbertsson - FH - 10 leikirÓli Valur Ómarsson - Stjarnan - 7 leikir, 1 markDavíð Snær Jóhannsson - Álasund - 7 leikir, 2 mörkAri Sigurpálsson - Víkingur R. - 7 leikir, 2 mörkHlynur Freyr Karlsson - Brommapojkarna - 7 leikirAnton Logi Lúðvíksson - Haugasund - 6 leikirEggert Aron Guðmundsson - Elfsborg - 6 leikirHilmir Rafn Mikaelsson - Kristiansund - 6 leikirOliver Stefánsson - ÍA - 4 leikirBenoný Breki Andrésson - KR - 3 leikirDaníel Freyr Kristjánsson - FC Frederica - 3 leikirArnór Gauti Jónsson - Breiðablik - 1 leikurGísli Gottskálk Þórðarson - Víkingur R. - 1 leikur Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir „Þetta má ekki gerast í svona mikilvægum leik“ Fyrirliði íslenska U-21 árs landslið drengja, Andri Fannar Baldursson, var niðurlútur í leikslok eftir 2-1 tap á móti Wales. Leikurinn var hluti af undankeppni Evrópumótsins 2025 og situr íslenska liðið í þriðja sæti riðilsins eftir tapið. 10. september 2024 19:15 „Við náðum aldrei almennilegum tökum á leiknum“ Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landslið drengja í knattspyrnu, beið lægri hlut gegn liði Wales í Víkinni í dag. Leikurinn fór 2-1, gestunum í vil, og með sigrinum nær velska liðið að bæta stöðu sína í undanriðlinum. Wales og Danmörk sitja á toppi riðilsins með 14 stig á meðan Ísland er enn með 9 stig en á þó leik til góða. 10. september 2024 20:00 Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Sjá meira
U21-hópinn, sem mætir Litáen og Danmörku 10. og 15. október, má sjá hér neðar í greininni. Åge Hareide, þjálfari A-landsliðsins, sagðist á blaðamannafundi í dag vilja að Kristian næði sér betur á strik með Ajax, eftir meiðsli, áður en hann yrði valinn í A-landsliðið að nýju. „Við erum alltaf með hann í huga. En við viljum líka að sambandið við félagsliðin sé gott og að við séum ekki að ofnota leikmenn eða valda þeim meiðslum. Það skapar vandamál fyrir Ajax og íslenska landsliðið,“ sagði Hareide. Þarf að spila meira áður en hann snýr aftur Hinn tvítugi Kristian kom inn á gegn Besiktas í Evrópudeildinni 26. september og er í hópnum sem mætir Slavia Prag í Tékklandi á morgun. „Kristian glímdi við minniháttar meiðsli í aðdraganda síðustu landsleikja. Hann hefur ekki verið að spila mikið með Ajax. Hann spilaði með varaliðinu en fór af velli eftir 55-60 mínútur, og svo kom hann inn á í Evrópuleik í síðustu umferð. Hann þarf að byggja sig upp aftur svo kannski væri best að hann spili með U21-landsliðinu, til að fá mínútur í lappirnar. Svo verðum við að sjá hvort hann ráði við það. Ég ræddi við hann í dag, á leið með Ajax í Evrópukeppni, og vonandi fær hann mínútur þar og leiki með U21-landsliðinu. Það er mikilvægt fyrir okkur,“ sagði Hareide. Geta enn barist um sæti á EM Ólafur Ingi Skúlason valdi 21 leikmann í U21-landsliðið fyrir leikina við Litáen á Víkingsvelli 10. október, og við Danmörku á Vejle Stadion fimm dögum síðar. Átta þeirra spila hér á landi í Bestu deildinni. Ísland getur með sigri í leikjunum blandað sér af fullum þunga í baráttuna um sæti á EM. Fyrir leikina er Ísland í 3. sæti síns riðils með níu stig eftir sex leiki, en Danmörk og Wales eru með 14 stig eftir sjö leiki af tíu. U21-hópurinn gegn Litáen og Danmörku Adam Ingi Benediktsson - Östersund - 6 leikirLúkas J. Blöndal Petersson - Hoffenheim - 6 leikirAndri Fannar Baldursson - Elfsborg - 20 leikir,Kristall Máni Ingason - SönderjyskE - 19 leikir, 11 mörkÓlafur Guðmundsson - FH - 11 leikirValgeir Valgeirsson - Örebro - 10 leikirÍsak Andri Sigurgeirsson - IFK Norrköping - 10 leikirKristian Nökkvi Hlynsson - Ajax - 10 leikir, 6 mörkLogi Hrafn Róbertsson - FH - 10 leikirÓli Valur Ómarsson - Stjarnan - 7 leikir, 1 markDavíð Snær Jóhannsson - Álasund - 7 leikir, 2 mörkAri Sigurpálsson - Víkingur R. - 7 leikir, 2 mörkHlynur Freyr Karlsson - Brommapojkarna - 7 leikirAnton Logi Lúðvíksson - Haugasund - 6 leikirEggert Aron Guðmundsson - Elfsborg - 6 leikirHilmir Rafn Mikaelsson - Kristiansund - 6 leikirOliver Stefánsson - ÍA - 4 leikirBenoný Breki Andrésson - KR - 3 leikirDaníel Freyr Kristjánsson - FC Frederica - 3 leikirArnór Gauti Jónsson - Breiðablik - 1 leikurGísli Gottskálk Þórðarson - Víkingur R. - 1 leikur
U21-hópurinn gegn Litáen og Danmörku Adam Ingi Benediktsson - Östersund - 6 leikirLúkas J. Blöndal Petersson - Hoffenheim - 6 leikirAndri Fannar Baldursson - Elfsborg - 20 leikir,Kristall Máni Ingason - SönderjyskE - 19 leikir, 11 mörkÓlafur Guðmundsson - FH - 11 leikirValgeir Valgeirsson - Örebro - 10 leikirÍsak Andri Sigurgeirsson - IFK Norrköping - 10 leikirKristian Nökkvi Hlynsson - Ajax - 10 leikir, 6 mörkLogi Hrafn Róbertsson - FH - 10 leikirÓli Valur Ómarsson - Stjarnan - 7 leikir, 1 markDavíð Snær Jóhannsson - Álasund - 7 leikir, 2 mörkAri Sigurpálsson - Víkingur R. - 7 leikir, 2 mörkHlynur Freyr Karlsson - Brommapojkarna - 7 leikirAnton Logi Lúðvíksson - Haugasund - 6 leikirEggert Aron Guðmundsson - Elfsborg - 6 leikirHilmir Rafn Mikaelsson - Kristiansund - 6 leikirOliver Stefánsson - ÍA - 4 leikirBenoný Breki Andrésson - KR - 3 leikirDaníel Freyr Kristjánsson - FC Frederica - 3 leikirArnór Gauti Jónsson - Breiðablik - 1 leikurGísli Gottskálk Þórðarson - Víkingur R. - 1 leikur
Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir „Þetta má ekki gerast í svona mikilvægum leik“ Fyrirliði íslenska U-21 árs landslið drengja, Andri Fannar Baldursson, var niðurlútur í leikslok eftir 2-1 tap á móti Wales. Leikurinn var hluti af undankeppni Evrópumótsins 2025 og situr íslenska liðið í þriðja sæti riðilsins eftir tapið. 10. september 2024 19:15 „Við náðum aldrei almennilegum tökum á leiknum“ Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landslið drengja í knattspyrnu, beið lægri hlut gegn liði Wales í Víkinni í dag. Leikurinn fór 2-1, gestunum í vil, og með sigrinum nær velska liðið að bæta stöðu sína í undanriðlinum. Wales og Danmörk sitja á toppi riðilsins með 14 stig á meðan Ísland er enn með 9 stig en á þó leik til góða. 10. september 2024 20:00 Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Sjá meira
„Þetta má ekki gerast í svona mikilvægum leik“ Fyrirliði íslenska U-21 árs landslið drengja, Andri Fannar Baldursson, var niðurlútur í leikslok eftir 2-1 tap á móti Wales. Leikurinn var hluti af undankeppni Evrópumótsins 2025 og situr íslenska liðið í þriðja sæti riðilsins eftir tapið. 10. september 2024 19:15
„Við náðum aldrei almennilegum tökum á leiknum“ Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landslið drengja í knattspyrnu, beið lægri hlut gegn liði Wales í Víkinni í dag. Leikurinn fór 2-1, gestunum í vil, og með sigrinum nær velska liðið að bæta stöðu sína í undanriðlinum. Wales og Danmörk sitja á toppi riðilsins með 14 stig á meðan Ísland er enn með 9 stig en á þó leik til góða. 10. september 2024 20:00