Flestir hlynntir inngöngu í ESB og hafa aldrei verið fleiri Kjartan Kjartansson skrifar 1. október 2024 13:55 Um tíu prósentustigum fleiri eru til í að ganga í Evrópusambandð en þeir sem eru á móti því í nýrri könnun. Vísir/EPA Aldrei hafa fleiri verið hlynntir aðild Íslands að Evrópusambandinu en í nýrri skoðanakönnun sem áhugafólk um aðild lét gera. Umtalsvert fleiri sögðust hlynntir inngöngu en mótfallnir í könnuninni. Alls sögðust 45,3 prósent svarenda í könnun sem Maskína gerði fyrir Evrópuhreyfinguna styðja aðild Íslands að ESB en 35,7 prósent sögðust andvíg. Tæpur fimmtungur tók ekki afstöðu. Hlutfall þeirra sem segjast hlynntir hefur aldrei verið hærra frá því að MMR og síðar Maskína hófu að spyrja um málið fyrir þrettán árum. Svo gott sem jafnmargir sögðust mjög hlynntir inngöngu og mjög andvígir, um 22,7 prósent. Hins vegar voru þeir sem sögðust frekar hlynnt umtalsvert fleiri en þeir frekar andvígu, 22,6 prósent gegn 12,9 prósentum. Karlar eru ákveðnari í afstöðu sinni til aðildar en konur. Af þeim segjast 46,5 prósent hlynntir inngöngu en 40,2 prósent mótfallin. Hjá konunum voru 43,8 prósent hlynnt en 30,1 prósent andvígt. Mestur stuðningur við aðild var í aldursflokknum 40-49 ára þar sem rétt tæpur helmingur sagðist hlynntur. Skammt undan var yngsti aldurshópurinn, 18-29 ára þar sem 49 prósent sögðust hlynnt og aðeins 26,9 prósent andvíg. Mesta andstaðan var í elsta aldurshópnum sextíu ára og eldri, 44,2 prósent andvíg. Þróun afstöðu svarenda til Evrópusambandsaðildar í könnun Maskínu. Bláa línan sýnir hlutfall hlynntra, sú appelsínugula andsnúinna og sú gráa þeirra sem segja hvorki né.Evrópuhreyfingin Borgarbúar áhugasamir, landsbyggðin andsnúin Mikill munur er á afstöðu fólks eftir búsetu. Meira en helmingur Reykvíkinga, 53,7 prósent sögðust hlynnt inngöngu í ESB og 47,6 prósent íbúa nágrannasveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Á landsbyggðinni var almenn andstaða gegn aðild. Íbúar Austurlands eru harðaðist á móti Evrópusambandsaðild. Þar var aðeins fjórðungur hlynntur aðild en 56 prósent andvíg. Væntanlegir kjósendur Pírata og Viðreisnar eru langáhugasamastir um aðild, yfir áttatíu prósent þeirra sem sögðust ætla að kjósa þá flokka í næstu kosningum sögðust jafnframt hlynnt ESB-aðild. Þar á eftir komu kjósendur Samfylkingarinnar, 70,9 prósent hlynnt. Kjósendur Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Miðflokks og Vinstri grænna eru mest á móti Evrópusambandinu. Af kjósendum Sjálfstæðisflokksin sögðust rúm sjötíu prósent mótfallin aðild og rúm 69 prósent kjósenda Miðflokksins. Evrópusambandið Skoðanakannanir Utanríkismál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira
Alls sögðust 45,3 prósent svarenda í könnun sem Maskína gerði fyrir Evrópuhreyfinguna styðja aðild Íslands að ESB en 35,7 prósent sögðust andvíg. Tæpur fimmtungur tók ekki afstöðu. Hlutfall þeirra sem segjast hlynntir hefur aldrei verið hærra frá því að MMR og síðar Maskína hófu að spyrja um málið fyrir þrettán árum. Svo gott sem jafnmargir sögðust mjög hlynntir inngöngu og mjög andvígir, um 22,7 prósent. Hins vegar voru þeir sem sögðust frekar hlynnt umtalsvert fleiri en þeir frekar andvígu, 22,6 prósent gegn 12,9 prósentum. Karlar eru ákveðnari í afstöðu sinni til aðildar en konur. Af þeim segjast 46,5 prósent hlynntir inngöngu en 40,2 prósent mótfallin. Hjá konunum voru 43,8 prósent hlynnt en 30,1 prósent andvígt. Mestur stuðningur við aðild var í aldursflokknum 40-49 ára þar sem rétt tæpur helmingur sagðist hlynntur. Skammt undan var yngsti aldurshópurinn, 18-29 ára þar sem 49 prósent sögðust hlynnt og aðeins 26,9 prósent andvíg. Mesta andstaðan var í elsta aldurshópnum sextíu ára og eldri, 44,2 prósent andvíg. Þróun afstöðu svarenda til Evrópusambandsaðildar í könnun Maskínu. Bláa línan sýnir hlutfall hlynntra, sú appelsínugula andsnúinna og sú gráa þeirra sem segja hvorki né.Evrópuhreyfingin Borgarbúar áhugasamir, landsbyggðin andsnúin Mikill munur er á afstöðu fólks eftir búsetu. Meira en helmingur Reykvíkinga, 53,7 prósent sögðust hlynnt inngöngu í ESB og 47,6 prósent íbúa nágrannasveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Á landsbyggðinni var almenn andstaða gegn aðild. Íbúar Austurlands eru harðaðist á móti Evrópusambandsaðild. Þar var aðeins fjórðungur hlynntur aðild en 56 prósent andvíg. Væntanlegir kjósendur Pírata og Viðreisnar eru langáhugasamastir um aðild, yfir áttatíu prósent þeirra sem sögðust ætla að kjósa þá flokka í næstu kosningum sögðust jafnframt hlynnt ESB-aðild. Þar á eftir komu kjósendur Samfylkingarinnar, 70,9 prósent hlynnt. Kjósendur Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Miðflokks og Vinstri grænna eru mest á móti Evrópusambandinu. Af kjósendum Sjálfstæðisflokksin sögðust rúm sjötíu prósent mótfallin aðild og rúm 69 prósent kjósenda Miðflokksins.
Evrópusambandið Skoðanakannanir Utanríkismál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira