Borgarstjóri New York lýsir yfir sakleysi sínu Kjartan Kjartansson skrifar 27. september 2024 18:50 Eric Adams, borgarstjóri New York, þegar hann yfirgaf alríkisdómshús á Manhattan í dag. AP/Yuki Iwamura Eric Adams, borgarstjóri New York, neitaði sök þegar hann kom fyrir alríkisdóm á Manhattan í dag. Adams er meðal annars ákærður fyrir mútuþægni, fjársvik og að þiggja ólögleg kosningaframlög frá erlendum einstaklingum. Saksóknarar segja að borgarstjórinn gæti átt allt að tuttugu ára fangelsisdóm yfir höfði sér verði hann fundinn sekur í alvarlegust ákæruliðunum. „Ég er saklaus, herra dómari,“ sagði Adams þegar dómarinn spurði hann um afstöðu hans gagnvart sakarefninu. Adams er sakaður um að notfæra sér sambönd sín við einstaklinga sem tengjast tyrkneskum stjórnvöldum og þiggja ókeypis flugferðir, gistingu á íburðarmiklum hótelum og jafnvel framlög í kosningasjóði sína þegar hann bauð sig fram til forseta. Erlendir ríkisborgarar mega ekki styrkja frambjóðendur í bandarískum kosningum. Í staðinn er Adams sagður hafa gert tyrkneskum bakhjörlum sínum ýmsa greiða. Verjandi Adams sagði dómara að hann hygðist fara fram á að málinu gegn borgarstjóranum yrði vísað frá í næstu viku. Hann sagði að þær sporslur sem Adams hlaut hafi verið alvanalegar fyrir fólk í hans stöðu. Adams sjálfur hefur sagt að aðstoð sem hann veitti fólki hafi aðeins verið hluti af starfi hans sem borgarstjóra. Pólitísk framtíð Adams er óljós. Hann hefur þvertekið fyrir að segja af sér vegna sakamálsins og helstu leiðtogar Demókrataflokks hans í New York hafa enn sem komið er ekki kallað eftir því. Kathy Hochul, ríkisstjóri New York og demókrati, hefur völd til þess að leysa Adams frá störfum, segist vera að meta stöðuna. Glundroði ríkir í stjórn Adams í New York en fjöldi embættismanna og náinna ráðgjafa hans sæta nú rannsókn fyrir aðrar sakir, þar á meðal lögreglustjórinn og tveir varaborgarstjórar. Bandaríkin Erlend sakamál Tyrkland Tengdar fréttir Lögðu hald á síma borgarstjórans Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna, framkvæmdu í morgun húsleit hjá Eric Adams, borgarstjóra New York, og lögðu meðal annars hald á síma hans. Hann hefur verið ákærður af svokölluðum ákærudómstól en efni ákæranna verður opinberað klukkan hálf fjögur í dag. 26. september 2024 14:04 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira
Saksóknarar segja að borgarstjórinn gæti átt allt að tuttugu ára fangelsisdóm yfir höfði sér verði hann fundinn sekur í alvarlegust ákæruliðunum. „Ég er saklaus, herra dómari,“ sagði Adams þegar dómarinn spurði hann um afstöðu hans gagnvart sakarefninu. Adams er sakaður um að notfæra sér sambönd sín við einstaklinga sem tengjast tyrkneskum stjórnvöldum og þiggja ókeypis flugferðir, gistingu á íburðarmiklum hótelum og jafnvel framlög í kosningasjóði sína þegar hann bauð sig fram til forseta. Erlendir ríkisborgarar mega ekki styrkja frambjóðendur í bandarískum kosningum. Í staðinn er Adams sagður hafa gert tyrkneskum bakhjörlum sínum ýmsa greiða. Verjandi Adams sagði dómara að hann hygðist fara fram á að málinu gegn borgarstjóranum yrði vísað frá í næstu viku. Hann sagði að þær sporslur sem Adams hlaut hafi verið alvanalegar fyrir fólk í hans stöðu. Adams sjálfur hefur sagt að aðstoð sem hann veitti fólki hafi aðeins verið hluti af starfi hans sem borgarstjóra. Pólitísk framtíð Adams er óljós. Hann hefur þvertekið fyrir að segja af sér vegna sakamálsins og helstu leiðtogar Demókrataflokks hans í New York hafa enn sem komið er ekki kallað eftir því. Kathy Hochul, ríkisstjóri New York og demókrati, hefur völd til þess að leysa Adams frá störfum, segist vera að meta stöðuna. Glundroði ríkir í stjórn Adams í New York en fjöldi embættismanna og náinna ráðgjafa hans sæta nú rannsókn fyrir aðrar sakir, þar á meðal lögreglustjórinn og tveir varaborgarstjórar.
Bandaríkin Erlend sakamál Tyrkland Tengdar fréttir Lögðu hald á síma borgarstjórans Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna, framkvæmdu í morgun húsleit hjá Eric Adams, borgarstjóra New York, og lögðu meðal annars hald á síma hans. Hann hefur verið ákærður af svokölluðum ákærudómstól en efni ákæranna verður opinberað klukkan hálf fjögur í dag. 26. september 2024 14:04 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira
Lögðu hald á síma borgarstjórans Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna, framkvæmdu í morgun húsleit hjá Eric Adams, borgarstjóra New York, og lögðu meðal annars hald á síma hans. Hann hefur verið ákærður af svokölluðum ákærudómstól en efni ákæranna verður opinberað klukkan hálf fjögur í dag. 26. september 2024 14:04