Kallaður hinn íslenski Forrest Gump af stóra bróður Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. september 2024 16:02 Eldur Ólafsson fer mikinn í Grænlandi þessa dagana. Eldur Ólafsson, forstjóri Amaroq Minerals, segir að hann hafi lagt lítið á sig í námi allt þar til að hann skráði sig í nám í jarðfræði í Háskóla Íslands. Þar hafi hann fundið fjölina sína en hann átti lengi vel þann draum að verða landsliðsmaður í körfubolta. Sá draumur rann út í sandinn en þar hafði það sín áhrif að Eldur fæddist með klumbufót. Þetta er meðal þess sem fram kemur í viðtali við Eld í hlaðvarpinu Chess after Dark, í umsjón þeirra Leifs Þorsteinssonar og Birkis Karls Sigurðssonar. Þar fer Eldur um víðan völl, ræðir menntaskólaárin og hvernig námugröftur í Grænlandi varð að atvinnu. Ekki langt að sækja körfuboltaáhugann Eldur er einn helsti sérfræðingur Íslands í námuvinnslu og hefur nú unnið að gullgreftri í Grænlandi ásamt kollegum sínum undanfarin ár. Fyrirtækið er á barmi þess að hefja framleiðslu í svokallaðri Nalunaq-námu ytra og starfa rúmlega 100 starfsmenn á vöktum allan sólarhringinn við að ljúka framkvæmdum við búnað fyrir gullvinnslu. Markmiðið er að hefja vinnsluna fyrir árslok. Fram undir lok menntaskólans var þó ekki útlit fyrir að Eldur myndi endilega feta menntaveginn. Ástæðan var ástríða hans fyrir körfubolta en þann áhuga á Eldur ekki langt að sækja, eldri bróðir hans er Fannar Ólafsson, margfaldur Íslandsmeistari og landsliðsmaður. „Hópefli fyrir alla nema einn“ „Ég æfði og æfði og æfði og ætlaði að verða landsliðsmaður í körfubolta. Ég var í Menntaskólanum í Sund og gerði ekki handtak,” segir Eldur. Körfuboltadraumurinn hafi hins vegar runnið út í sandinn. Ekki síst vegna þess að Eldur fæddist með klumbufót. Það þýðir að vinstri fótur hans sneri öfugt þegar hann fæddist og það hafði meðal annars þau áhrif að vöðvauppbyggingin á fætinum er lítil sem er eðlilega mikill galli í körfubolta. Það hafði ekki mikil áhrif í yngri flokkunum en hafði mikið að segja þegar komið var á efsta stig í meistaraflokki. „Meistaraflokkur KR kallaði mig Kálfinn og ég grenjaði mig í koddann á hverju kvöldi,” segir Eldur og hlær. „Þetta var svona hópefli fyrir alla nema einn,“ segir hann. Eldur var í spelku til sjö ára aldurs og þá hafi eldri bróðir hans gengið á lagið og kallað hann hinn íslenska Forrest Gump. „Nema ég hljóp aldrei upp úr spelkunni,” segir Eldur léttur. Moldi sáði mikilvægum fræjum Þegar farið var að vera útséð með körfubolta drauminn lagði Eldur alla áherslu á jarðfræðinámið. Kennslan í faginu í MS hafði verið góð og áhugaverð, sérstaklega þökk sé kennara sem kallaður var Moldi, og hafði mikið um að segja að Eldur fetaði þessa braut. Að náminu loknu hafði hann þó meiri áhuga á hagnýttri jarðfræði en vísindastarfi og það leiddi til þess að hann hóf störf hjá Geysi Green Energy og fór að byggja jarðhitavirkjanir um allan heim, meðal annars í Kína. Þar hafi áhugi hans á Grænlandi kviknað. „Þegar ég var í Kína þá áttaði ég mig á því hvað Grænland var mikilvægt Kínverjum,“ segir Eldur. Kínverjar stýra að hans sögn, málmgreftri í heiminum og því vakti fókus þeirra á Grænlandi athygli hans. Kínverjar eigi nokkur rannsóknarleyfi í Grænlandi og það gerði það að verkum að Eldur fór að skoða Grænland ásamt samstarfsfólki sínu. Það leiddi svo til stofnun Amaroq Minerals sem nú er á barmi þess að hefja framleiðslu. Amaroq Minerals Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í viðtali við Eld í hlaðvarpinu Chess after Dark, í umsjón þeirra Leifs Þorsteinssonar og Birkis Karls Sigurðssonar. Þar fer Eldur um víðan völl, ræðir menntaskólaárin og hvernig námugröftur í Grænlandi varð að atvinnu. Ekki langt að sækja körfuboltaáhugann Eldur er einn helsti sérfræðingur Íslands í námuvinnslu og hefur nú unnið að gullgreftri í Grænlandi ásamt kollegum sínum undanfarin ár. Fyrirtækið er á barmi þess að hefja framleiðslu í svokallaðri Nalunaq-námu ytra og starfa rúmlega 100 starfsmenn á vöktum allan sólarhringinn við að ljúka framkvæmdum við búnað fyrir gullvinnslu. Markmiðið er að hefja vinnsluna fyrir árslok. Fram undir lok menntaskólans var þó ekki útlit fyrir að Eldur myndi endilega feta menntaveginn. Ástæðan var ástríða hans fyrir körfubolta en þann áhuga á Eldur ekki langt að sækja, eldri bróðir hans er Fannar Ólafsson, margfaldur Íslandsmeistari og landsliðsmaður. „Hópefli fyrir alla nema einn“ „Ég æfði og æfði og æfði og ætlaði að verða landsliðsmaður í körfubolta. Ég var í Menntaskólanum í Sund og gerði ekki handtak,” segir Eldur. Körfuboltadraumurinn hafi hins vegar runnið út í sandinn. Ekki síst vegna þess að Eldur fæddist með klumbufót. Það þýðir að vinstri fótur hans sneri öfugt þegar hann fæddist og það hafði meðal annars þau áhrif að vöðvauppbyggingin á fætinum er lítil sem er eðlilega mikill galli í körfubolta. Það hafði ekki mikil áhrif í yngri flokkunum en hafði mikið að segja þegar komið var á efsta stig í meistaraflokki. „Meistaraflokkur KR kallaði mig Kálfinn og ég grenjaði mig í koddann á hverju kvöldi,” segir Eldur og hlær. „Þetta var svona hópefli fyrir alla nema einn,“ segir hann. Eldur var í spelku til sjö ára aldurs og þá hafi eldri bróðir hans gengið á lagið og kallað hann hinn íslenska Forrest Gump. „Nema ég hljóp aldrei upp úr spelkunni,” segir Eldur léttur. Moldi sáði mikilvægum fræjum Þegar farið var að vera útséð með körfubolta drauminn lagði Eldur alla áherslu á jarðfræðinámið. Kennslan í faginu í MS hafði verið góð og áhugaverð, sérstaklega þökk sé kennara sem kallaður var Moldi, og hafði mikið um að segja að Eldur fetaði þessa braut. Að náminu loknu hafði hann þó meiri áhuga á hagnýttri jarðfræði en vísindastarfi og það leiddi til þess að hann hóf störf hjá Geysi Green Energy og fór að byggja jarðhitavirkjanir um allan heim, meðal annars í Kína. Þar hafi áhugi hans á Grænlandi kviknað. „Þegar ég var í Kína þá áttaði ég mig á því hvað Grænland var mikilvægt Kínverjum,“ segir Eldur. Kínverjar stýra að hans sögn, málmgreftri í heiminum og því vakti fókus þeirra á Grænlandi athygli hans. Kínverjar eigi nokkur rannsóknarleyfi í Grænlandi og það gerði það að verkum að Eldur fór að skoða Grænland ásamt samstarfsfólki sínu. Það leiddi svo til stofnun Amaroq Minerals sem nú er á barmi þess að hefja framleiðslu.
Amaroq Minerals Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira