Sport

Fannar Ólafsson til liðs við KR

Körfuknattleiksdeild KR hefur gert tveggja ára samning við landsliðsmiðherjann Fannar Ólafsson. Fannar er klárlega einn af bestu miðherjum landsins, en undanfarin tvö ár hefur hann leikið á Grikklandi og nú síðast með þýska liðinu Ulm. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Á heimasíðunni stendur ennfremur. "Augljóslega styrkist KR mikið með tilkomu Fannars, enda þar á ferðinni kröftugur leikmaður sem lætur til sín taka á vellinum. Eldur Ólafsson, yngri bróðir Fannars, hefur leikið með yngri flokkum KR undanfarin ár og hefur verið að banka á dyrnar hjá meistaraflokki undanfarin tímabil, hver veit nema þeir bræðurnir eigi eftir að leiða liðið í sameiningu á komandi árum. Við bjóðum Fannar hjartanlega velkominn í Vesturbæinn." Fannar varð Íslandsmeistari með Keflavík 1999 og 2004 og lék síðast hér á landi veturinn 2003-2004 þegar að hann skoraði 13,6 stig og tók 6,6 fráköst á aðeins 19,6 mínútum að meðaltali í leik í deildarkeppninni. Í úrslitakeppnnni vorið 2004 var Fannar með 12,3 stig og 10,5 fráköst að meðaltali og átti stóran þátt í að Keflavík vann titilinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×