Nákvæmasta kortið af Vetrarbrautinni til þessa Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2024 12:00 Sýnishorn af stjörnuþokum úr kortinu af Vetrarbrautinni. Kortið er það nákvæmasta af henni í innrauðu ljósi til þessa. Frá vinstri til hægri og að ofan og niður: NGC 3576, Humarsþokan (NGC 6357), Svansþokan (Messier 17), NGC 6188, Messier 22, og NGC 3603. ESO/VVVX survey Fleiri en einn og hálfan milljarð fyrirbæra er að finna á tröllvöxnu korti af Vetrarbrautinni sem hópi stjörnufræðinga tókst að að setja saman. Kortið er það nákvæmasta sinnar tegundar og tók þrettán ár í smíðum. Tíu sinnum fleiri fyrirbæri eru á þessu nýja korti en voru á fyrri útgáfu sem sami hópur birti árið 2013. Til verksins notuðu vísindamennirnir innrauða myndavél VISTA-sjónauka evrópska stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO) í Atacama-eyðimörkinni í Síle. Í innrauðu ljósi gat sjónaukinn skyggnst í gegnum ryk og gas og komið auga á nýfæddar stjörnur og kúluþyrpingar. Hann gat einnig greint dauf fyrirbæri eins og brúna dverga og frjálsar reikistjörnur sem ganga ekki á braut um sólstjörnur, að því er kemur fram í tilkynningu frá ESO. Athuganirnar voru gerðar á 420 nóttum yfir þrettán ára tímabil, frá 2010 til fyrri hluta síðasta árs. Þetta er stærsta verkefni sem ráðist hefur verið í með sjónauka ESO. Með því að fylgjast með sama hluta næturhiminsins lengi í einu gátu stjarnfræðingarnir staðsett fyrirbæri en einnig fylgst með hreyfingum þeirra og breytingum á birtu þeirra. Lotubundnar birtubreytingar ákveðinna stjarna gerðu þeim svo kleift að mæla fjarlægðir og skapa þrívíddarkort af innri hluta Vetrarbrautarinnar sem er hulinn ryki frá jörðinni séð. Svansþokan séð í innrauðu ljósi. Hún er stjörnumyndunarsvæði í um 5.500 ljósára fjarlægð frá jörðinni í stjörnumerkinu bogmanninum.ESO/VVVX survey Fleiri en þrjú hundruð vísindagreinar hafa orðið til upp úr athugununum og búast má við því að þær verði mun fleiri eftir því sem vísindamenn plægja í gegnum gögnin sem telja um 500 terabæti. „Við gerðum svo margar uppgötvanir. Við höfum breytt sýn okkar á Vetrarbrautina til frambúðar,“ segir Dante Minniti, stjarneðlisfræðingur við Andrés Bello-háskóla í Síle sem stýrði verkefninu, í tilkynningu frá ESO. Geimurinn Vísindi Chile Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Sjá meira
Tíu sinnum fleiri fyrirbæri eru á þessu nýja korti en voru á fyrri útgáfu sem sami hópur birti árið 2013. Til verksins notuðu vísindamennirnir innrauða myndavél VISTA-sjónauka evrópska stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO) í Atacama-eyðimörkinni í Síle. Í innrauðu ljósi gat sjónaukinn skyggnst í gegnum ryk og gas og komið auga á nýfæddar stjörnur og kúluþyrpingar. Hann gat einnig greint dauf fyrirbæri eins og brúna dverga og frjálsar reikistjörnur sem ganga ekki á braut um sólstjörnur, að því er kemur fram í tilkynningu frá ESO. Athuganirnar voru gerðar á 420 nóttum yfir þrettán ára tímabil, frá 2010 til fyrri hluta síðasta árs. Þetta er stærsta verkefni sem ráðist hefur verið í með sjónauka ESO. Með því að fylgjast með sama hluta næturhiminsins lengi í einu gátu stjarnfræðingarnir staðsett fyrirbæri en einnig fylgst með hreyfingum þeirra og breytingum á birtu þeirra. Lotubundnar birtubreytingar ákveðinna stjarna gerðu þeim svo kleift að mæla fjarlægðir og skapa þrívíddarkort af innri hluta Vetrarbrautarinnar sem er hulinn ryki frá jörðinni séð. Svansþokan séð í innrauðu ljósi. Hún er stjörnumyndunarsvæði í um 5.500 ljósára fjarlægð frá jörðinni í stjörnumerkinu bogmanninum.ESO/VVVX survey Fleiri en þrjú hundruð vísindagreinar hafa orðið til upp úr athugununum og búast má við því að þær verði mun fleiri eftir því sem vísindamenn plægja í gegnum gögnin sem telja um 500 terabæti. „Við gerðum svo margar uppgötvanir. Við höfum breytt sýn okkar á Vetrarbrautina til frambúðar,“ segir Dante Minniti, stjarneðlisfræðingur við Andrés Bello-háskóla í Síle sem stýrði verkefninu, í tilkynningu frá ESO.
Geimurinn Vísindi Chile Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Sjá meira