Manndrápstíðni áhyggjuefni þrátt fyrir sveiflur og fólksfjölgun Jón Þór Stefánsson skrifar 25. september 2024 13:17 Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðiprófessor. Vísir/Arnar Frá árinu 2016 hafa verið framin um þrjú manndráp á ári að meðaltali á Íslandi. Manndrápstíðnin á því tímabili er nálægt meðaltali margra Evrópuþjóða. Þetta kemur fram í grein sem Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, skrifar á Vísindavefinn. „Manndrápsmál hafa verið óvenjutíð á Íslandi undanfarið og því brýnt að greina þróunina og þann vanda sem við er að eiga,“ segir í grein Helga. Hann fer yfir tölfræði manndrápa frá síðustu aldamótum, en á þeim tíma hafa um sextíu slík mál verið skráð hjá lögreglu, en þar af er um tugur á síðustu tveimur árum. „Á fyrstu tveimur áratugum aldarinnar voru manndrápin rúmlega tvö á ári að meðaltali. Ef aðeins síðustu ár frá og með 2020 eru skoðuð eru um 3,6 manndráp að meðaltali á ári eða talsverð aukning frá fyrri árum.“ Helgi segir nauðsynlegt að taka mið af mannfjöldabreytingum til að meta þróunina í fjölda manndrápa. Um aldamótin hafi íbúar á Íslandi verið um 280 þúsund, en nú séu um hundrað þúsund fleiri íbúar. „Ef mannfjöldabreytingar eru teknar með í reikninginn er hlutfallsleg aukning manndrápa á Íslandi því ekki eins veruleg og virðist við fyrstu sýn þegar fjöldinn einn og sér er skoðaður,“ segir Helgi. Hann bendir einnig á að manndráp virðist koma í bylgjum. Fimm manndráp hafi verið árið 2000, önnur fimm árið 2002 og enn önnur fimm árið 2004. Slíkir toppar hafi síðan ekki sést aftur fyrr en á allra síðustu árum. Fimm manndráp hafi orðið 2023 og þá minnist hann á að sex manndráp hafi orðið fram í september á þessu ári. Þá telur hann ekki með andlát tíu ára stúlku sem varð í þessum mánuði, en faðir hennar er í gæsluvarðhaldi vegna málsins. „Ísland er fámenn þjóð og manndrápsmál eru þrátt fyrir allt fátíð hér á landi, sem betur fer. Í tilfelli fámennra þjóða og fárra mála má alltaf búast við sveiflum milli ára. Í fræðunum verður því að skoða þróunina yfir lengra tímabil en einungis eitt eða tvö ár.“ Ísland nálægt mörgum Evrópuþjóðum Hjá milljónaþjóðum sé tíðnin yfirleitt stöðugri milli einstakra ára að sögn Helga. „Ef við greinum þróunina á Íslandi frá aldamótum er tíðnin því lægri en þegar topparnir í manndrápum koma upp hjá okkur. Aftur á móti mælast topparnir hátt hjá okkur í samanburði við margar Evrópuþjóðir.“ Helgi minnist á skýrslu um manndráp á Norðurlöndum frá árinu 2007 til 2016, en þar hafi manndrápstíðnin verið lægst á Íslandi af Norðurlöndunum. Þrátt fyrir það segir Helgi að fjöldi manndrápa á Íslandi frá árinu 2016 sé samt áhyggjuefni. Hann vísar til þess að þrjú manndráp séu framin hér á landi að jafnaði sem sé nálægt meðaltali margra Evrópuþjóða. Frá 2016 til 2024 séu um að bil 0,7 manndráp á hverja hundrað þúsund íbúa. Lögreglumál Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Sjá meira
Þetta kemur fram í grein sem Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, skrifar á Vísindavefinn. „Manndrápsmál hafa verið óvenjutíð á Íslandi undanfarið og því brýnt að greina þróunina og þann vanda sem við er að eiga,“ segir í grein Helga. Hann fer yfir tölfræði manndrápa frá síðustu aldamótum, en á þeim tíma hafa um sextíu slík mál verið skráð hjá lögreglu, en þar af er um tugur á síðustu tveimur árum. „Á fyrstu tveimur áratugum aldarinnar voru manndrápin rúmlega tvö á ári að meðaltali. Ef aðeins síðustu ár frá og með 2020 eru skoðuð eru um 3,6 manndráp að meðaltali á ári eða talsverð aukning frá fyrri árum.“ Helgi segir nauðsynlegt að taka mið af mannfjöldabreytingum til að meta þróunina í fjölda manndrápa. Um aldamótin hafi íbúar á Íslandi verið um 280 þúsund, en nú séu um hundrað þúsund fleiri íbúar. „Ef mannfjöldabreytingar eru teknar með í reikninginn er hlutfallsleg aukning manndrápa á Íslandi því ekki eins veruleg og virðist við fyrstu sýn þegar fjöldinn einn og sér er skoðaður,“ segir Helgi. Hann bendir einnig á að manndráp virðist koma í bylgjum. Fimm manndráp hafi verið árið 2000, önnur fimm árið 2002 og enn önnur fimm árið 2004. Slíkir toppar hafi síðan ekki sést aftur fyrr en á allra síðustu árum. Fimm manndráp hafi orðið 2023 og þá minnist hann á að sex manndráp hafi orðið fram í september á þessu ári. Þá telur hann ekki með andlát tíu ára stúlku sem varð í þessum mánuði, en faðir hennar er í gæsluvarðhaldi vegna málsins. „Ísland er fámenn þjóð og manndrápsmál eru þrátt fyrir allt fátíð hér á landi, sem betur fer. Í tilfelli fámennra þjóða og fárra mála má alltaf búast við sveiflum milli ára. Í fræðunum verður því að skoða þróunina yfir lengra tímabil en einungis eitt eða tvö ár.“ Ísland nálægt mörgum Evrópuþjóðum Hjá milljónaþjóðum sé tíðnin yfirleitt stöðugri milli einstakra ára að sögn Helga. „Ef við greinum þróunina á Íslandi frá aldamótum er tíðnin því lægri en þegar topparnir í manndrápum koma upp hjá okkur. Aftur á móti mælast topparnir hátt hjá okkur í samanburði við margar Evrópuþjóðir.“ Helgi minnist á skýrslu um manndráp á Norðurlöndum frá árinu 2007 til 2016, en þar hafi manndrápstíðnin verið lægst á Íslandi af Norðurlöndunum. Þrátt fyrir það segir Helgi að fjöldi manndrápa á Íslandi frá árinu 2016 sé samt áhyggjuefni. Hann vísar til þess að þrjú manndráp séu framin hér á landi að jafnaði sem sé nálægt meðaltali margra Evrópuþjóða. Frá 2016 til 2024 séu um að bil 0,7 manndráp á hverja hundrað þúsund íbúa.
Lögreglumál Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent