Ógn Rússa við Norðurlönd og Eystrasaltsríki rædd í HR Heimir Már Pétursson skrifar 23. september 2024 11:54 Slökkviliðsmenn berjast við eld í fjölbýlishúsi í Kharkiv eftir að Rússar skutu eldflaug á húsið. AP/Andrii Marienko Norðurlönd og Eystrasaltsríkin finna mjög mikið fyrir ógninni frá Rússlandi og standa þétt saman í öryggis- og varnarmálum, að sögn Diljar Mist Einarsdóttur alþingismanns. Þessi ríki þekki það á eigin skinni að verja þurfi friðinn með kjafti og klóm. Diljá Mist tekur þátt í pallborðsumræðum á málþingi á vegum Varðbergs, samtaka um vestræna samvinnu, í Háskólanum í Reykjavík nú í hádeginu ásamt formönnum utanríkismálanefnda þjóðþinga Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. Fundinum er streymt beint á Vísi. Ræddar verða alþjóðlegau áskoranir, t.d. vegna innrásar Rússa í Úkraínu, sem ríkin standa frammi fyrir, sem og áhrifin af inngöngu Finna og Svía í Atlantshafsbandalagið og samstarf ríkjanna í öryggis- og varnarmálum. Diljá Mist Einarsdóttir segir hin Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin finna mjög mikið fyrir ógninni af Rússum enda eigi þessar þjóðir blóðuga sögu af yfirráðum Rússa og Sovétríkjanna innan landamæra þeirra.Vísir/Vilhelm Diljá Mist segir Norðurlöndini og Eystrasaltsríkin nánustu bandalags- og vinaþjóðir Íslendinga og samstarf þeirra væri náið. Þótt almenningur á Íslandi væri mjög vel upplýstur um stöðu mála til að mynda í Úkraínu, væri viss fjarlægð hér frá atburðunum sem ekki væri í hinum ríkjunum. „Og mér þótti mjög mikilvægt að þeirra raddir myndu heyrast inni í umræðunni á Íslandi,“ segir Diljá Mist sem lét af formennsku í utanríkismálanefnd Alþingis við hrókeringar á formönnum nefnda á Alþingi nú í haust. Mörg þessara ríkja hefðu landamæri að Rússlandi. „Við finnum það meðal annars hjá vinum okkar á Norðurlöndunum að þeir eru byrjaðir að setja sig í stellingar og gera ráð fyrir að átökin geti breiðst út,“ segir Diljá Mist. Greina mætti þungar áhyggjur af þessu innan Eystrasaltsríkjanna en einnig innan Norðurlandanna. Ekki hvað síst hjá Svíum sem væru mjög uggandi yfir stöðunni. Þetta væru þjóðir sem ættu langa sögu af blóðugum átökum og yfirráð Rússa og Sovétríkjanna. Úkraínumenn þrýsta mikið á leyfi Bandaríkjanna til að skjóta langdrægum bandarískum eldflaugum á skotmörk innan landamæra Rússlands.AP/John Hamilton Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin hafa verið mjög einörð innan Evrópusambandsins og Atlantshafsbandalagsins varðandi stuðninginn við Úkraínu. Þau þrýsta til að mynda mjög á að ákalli Úkraínu um að fá að nýta vestræn vopn til árása innan landamæra Rússlands verði svarað. Þannig að þau geti skotið á hergagnageymslur, flugvelli og skotpalla sem nýttir væru til eldflaugaárása á óbreytta borgara, skóla og sjúkrahús í borgum og bæjum Úkraínu. Diljá Mist segir þessar þjóðir þekkja það á eigin skinni, jafnvel í nýlegri sögu sinni, að verja þurfi friðiðinn. „Friðurinn er ekki sjálfgefinn. Honum verður ekki viðhaldið með því að aðhafast ekkert. Heldur einmitt með því að verja friðinn með kjafti og klóm. Það er það sem ég vonast til að þau leggi inn í umræðuna á þessum fundi í dag,“ segir Diljá Mist Einarsdóttir. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína NATO Evrópusambandið Alþingi Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Bein útsending: Hnattrænar áskoranir Norðurlanda Pallborð um hnattrænar áskoranir og öryggis- og varnarsamstarf með þátttöku formanna utanríkisnefnda þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna. 23. september 2024 11:03 Selenskíj heimsótti lykilríki og þakkaði fyrir vopnin Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, þakkaði starfsmönnum vopnaverksmiðju í Pennsylvaníu fyrir skotfæri sem þeir framleiða fyrir Úkraínuher í heimsókn í gær. Pennsylvanía gæti ráðið úrslitum um hver verður næsti forseti Bandaríkjanna. 23. september 2024 10:47 Varpa sprengjum á fjölbýlishús í Karkív Að minnsta kosti 21 er særður eftir að sprengjum var varpað á fjölbýlishús í Karkív í Úkraínu í nótt. Þetta var aðra nóttina í röð sem Rússar varpa sprengjum á fjölbýlishús í borginni, sem hefur lengi orðið fyrir sambærilegum árásum. 22. september 2024 10:31 Senda svifsprengjur fyrir F-16 Yfirvöld í Bandaríkjunum íhuga að senda Úkraínumönnum nýjar svifsprengjur sem hægt er að varpa með F-16 orrustuþotum, sem Úkraínumenn hafa þegar fengið. Enn er verið að leggja lokahönd á næsta hergagnapakka sem Bandaríkjamenn ætla að senda en hann á að vera metinn á um 375 milljónir dala. 21. september 2024 14:55 Önnur vopnageymsla í ljósum logum í Rússlandi Önnur stór vopnageymsla í Rússlandi stendur í ljósum logum eftir árás Úkraínumanna í nótt. Stórar sprengingar urðu í vopnageymslunni í nótt og hafa fleiri sést í morgun. 21. september 2024 07:58 Útlendingum á Íslandi fjölgar hratt Erlendum ríkisborgurum á Íslandi fjölgaði fimm sinnum hraðar en Íslendingum á milli ára. Þá fjölgaði Íslendingum erlendis um á annað þúsund á milli ára. Á síðustu fimm árum hefur útlendingum á Íslandi fjölgað um þrjátíu þúsund en Íslendingum um ellefu þúsund. Ástæðuna má að mestu rekja til mikillar eftirspurnar eftir vinnuafli á Íslandi sem viðhaldið hefur hagvexti undanfarin ár. 19. september 2024 11:40 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Diljá Mist tekur þátt í pallborðsumræðum á málþingi á vegum Varðbergs, samtaka um vestræna samvinnu, í Háskólanum í Reykjavík nú í hádeginu ásamt formönnum utanríkismálanefnda þjóðþinga Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. Fundinum er streymt beint á Vísi. Ræddar verða alþjóðlegau áskoranir, t.d. vegna innrásar Rússa í Úkraínu, sem ríkin standa frammi fyrir, sem og áhrifin af inngöngu Finna og Svía í Atlantshafsbandalagið og samstarf ríkjanna í öryggis- og varnarmálum. Diljá Mist Einarsdóttir segir hin Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin finna mjög mikið fyrir ógninni af Rússum enda eigi þessar þjóðir blóðuga sögu af yfirráðum Rússa og Sovétríkjanna innan landamæra þeirra.Vísir/Vilhelm Diljá Mist segir Norðurlöndini og Eystrasaltsríkin nánustu bandalags- og vinaþjóðir Íslendinga og samstarf þeirra væri náið. Þótt almenningur á Íslandi væri mjög vel upplýstur um stöðu mála til að mynda í Úkraínu, væri viss fjarlægð hér frá atburðunum sem ekki væri í hinum ríkjunum. „Og mér þótti mjög mikilvægt að þeirra raddir myndu heyrast inni í umræðunni á Íslandi,“ segir Diljá Mist sem lét af formennsku í utanríkismálanefnd Alþingis við hrókeringar á formönnum nefnda á Alþingi nú í haust. Mörg þessara ríkja hefðu landamæri að Rússlandi. „Við finnum það meðal annars hjá vinum okkar á Norðurlöndunum að þeir eru byrjaðir að setja sig í stellingar og gera ráð fyrir að átökin geti breiðst út,“ segir Diljá Mist. Greina mætti þungar áhyggjur af þessu innan Eystrasaltsríkjanna en einnig innan Norðurlandanna. Ekki hvað síst hjá Svíum sem væru mjög uggandi yfir stöðunni. Þetta væru þjóðir sem ættu langa sögu af blóðugum átökum og yfirráð Rússa og Sovétríkjanna. Úkraínumenn þrýsta mikið á leyfi Bandaríkjanna til að skjóta langdrægum bandarískum eldflaugum á skotmörk innan landamæra Rússlands.AP/John Hamilton Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin hafa verið mjög einörð innan Evrópusambandsins og Atlantshafsbandalagsins varðandi stuðninginn við Úkraínu. Þau þrýsta til að mynda mjög á að ákalli Úkraínu um að fá að nýta vestræn vopn til árása innan landamæra Rússlands verði svarað. Þannig að þau geti skotið á hergagnageymslur, flugvelli og skotpalla sem nýttir væru til eldflaugaárása á óbreytta borgara, skóla og sjúkrahús í borgum og bæjum Úkraínu. Diljá Mist segir þessar þjóðir þekkja það á eigin skinni, jafnvel í nýlegri sögu sinni, að verja þurfi friðiðinn. „Friðurinn er ekki sjálfgefinn. Honum verður ekki viðhaldið með því að aðhafast ekkert. Heldur einmitt með því að verja friðinn með kjafti og klóm. Það er það sem ég vonast til að þau leggi inn í umræðuna á þessum fundi í dag,“ segir Diljá Mist Einarsdóttir.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína NATO Evrópusambandið Alþingi Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Bein útsending: Hnattrænar áskoranir Norðurlanda Pallborð um hnattrænar áskoranir og öryggis- og varnarsamstarf með þátttöku formanna utanríkisnefnda þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna. 23. september 2024 11:03 Selenskíj heimsótti lykilríki og þakkaði fyrir vopnin Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, þakkaði starfsmönnum vopnaverksmiðju í Pennsylvaníu fyrir skotfæri sem þeir framleiða fyrir Úkraínuher í heimsókn í gær. Pennsylvanía gæti ráðið úrslitum um hver verður næsti forseti Bandaríkjanna. 23. september 2024 10:47 Varpa sprengjum á fjölbýlishús í Karkív Að minnsta kosti 21 er særður eftir að sprengjum var varpað á fjölbýlishús í Karkív í Úkraínu í nótt. Þetta var aðra nóttina í röð sem Rússar varpa sprengjum á fjölbýlishús í borginni, sem hefur lengi orðið fyrir sambærilegum árásum. 22. september 2024 10:31 Senda svifsprengjur fyrir F-16 Yfirvöld í Bandaríkjunum íhuga að senda Úkraínumönnum nýjar svifsprengjur sem hægt er að varpa með F-16 orrustuþotum, sem Úkraínumenn hafa þegar fengið. Enn er verið að leggja lokahönd á næsta hergagnapakka sem Bandaríkjamenn ætla að senda en hann á að vera metinn á um 375 milljónir dala. 21. september 2024 14:55 Önnur vopnageymsla í ljósum logum í Rússlandi Önnur stór vopnageymsla í Rússlandi stendur í ljósum logum eftir árás Úkraínumanna í nótt. Stórar sprengingar urðu í vopnageymslunni í nótt og hafa fleiri sést í morgun. 21. september 2024 07:58 Útlendingum á Íslandi fjölgar hratt Erlendum ríkisborgurum á Íslandi fjölgaði fimm sinnum hraðar en Íslendingum á milli ára. Þá fjölgaði Íslendingum erlendis um á annað þúsund á milli ára. Á síðustu fimm árum hefur útlendingum á Íslandi fjölgað um þrjátíu þúsund en Íslendingum um ellefu þúsund. Ástæðuna má að mestu rekja til mikillar eftirspurnar eftir vinnuafli á Íslandi sem viðhaldið hefur hagvexti undanfarin ár. 19. september 2024 11:40 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Bein útsending: Hnattrænar áskoranir Norðurlanda Pallborð um hnattrænar áskoranir og öryggis- og varnarsamstarf með þátttöku formanna utanríkisnefnda þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna. 23. september 2024 11:03
Selenskíj heimsótti lykilríki og þakkaði fyrir vopnin Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, þakkaði starfsmönnum vopnaverksmiðju í Pennsylvaníu fyrir skotfæri sem þeir framleiða fyrir Úkraínuher í heimsókn í gær. Pennsylvanía gæti ráðið úrslitum um hver verður næsti forseti Bandaríkjanna. 23. september 2024 10:47
Varpa sprengjum á fjölbýlishús í Karkív Að minnsta kosti 21 er særður eftir að sprengjum var varpað á fjölbýlishús í Karkív í Úkraínu í nótt. Þetta var aðra nóttina í röð sem Rússar varpa sprengjum á fjölbýlishús í borginni, sem hefur lengi orðið fyrir sambærilegum árásum. 22. september 2024 10:31
Senda svifsprengjur fyrir F-16 Yfirvöld í Bandaríkjunum íhuga að senda Úkraínumönnum nýjar svifsprengjur sem hægt er að varpa með F-16 orrustuþotum, sem Úkraínumenn hafa þegar fengið. Enn er verið að leggja lokahönd á næsta hergagnapakka sem Bandaríkjamenn ætla að senda en hann á að vera metinn á um 375 milljónir dala. 21. september 2024 14:55
Önnur vopnageymsla í ljósum logum í Rússlandi Önnur stór vopnageymsla í Rússlandi stendur í ljósum logum eftir árás Úkraínumanna í nótt. Stórar sprengingar urðu í vopnageymslunni í nótt og hafa fleiri sést í morgun. 21. september 2024 07:58
Útlendingum á Íslandi fjölgar hratt Erlendum ríkisborgurum á Íslandi fjölgaði fimm sinnum hraðar en Íslendingum á milli ára. Þá fjölgaði Íslendingum erlendis um á annað þúsund á milli ára. Á síðustu fimm árum hefur útlendingum á Íslandi fjölgað um þrjátíu þúsund en Íslendingum um ellefu þúsund. Ástæðuna má að mestu rekja til mikillar eftirspurnar eftir vinnuafli á Íslandi sem viðhaldið hefur hagvexti undanfarin ár. 19. september 2024 11:40