Kona á níræðisaldri sá björninn í þriggja metra fjarlægð Jón Þór Stefánsson skrifar 19. september 2024 17:25 Ásthildur Gunnarsdóttir hefur komið á Höfðaströnd í Jökulfjörðum á sumrin allt sitt líf. Á myndinni til hægri má sjá björninn í fjörunni eftir að hann var felldur. Katrín Gyða/Lögreglan á Vestfjörðum Ásthildur Gunnarsdóttir, kona á níræðisaldri, var nýkomin inn í sumarbústað á Höfðaströnd í Jökulfjörðum þegar hún sá hvítabjörn örskammt frá. Frá þessu greinir barnabarn Ásthildar, Katrín Gyða Guðjónsdóttir, í samtali við fréttastofu. Þegar fréttastofa náði tali af henni hafði Katrín ekki náð tali af ömmu sinni, sem er 83 ára gömul, en var búin að heyra hvað átti sér stað. „Hún var nýkomin inn í hús og þá sér hún björninn út um gluggann, bara mjög stutt frá, hjá þvottasnúrunum. Það er held ég í þriggja metra fjarlægð frá húsinu,“ segir Katrín. Hvítabjörninn hafi verið að þefa af tauinu hennar og Ásthildur horfði beint á hann. „Þannig þegar hún hefur verið úti þá hefur ísbjörninn verið mjög nálægt henni.“ Hér má sjá bústaðinn á Höfðaströnd. Björninn var að þefa af þvottasnúrunum þegar Ásthildur sá hann.Katrín Gyða Inni í húsinu er sími og þannig náði hún að ná sambandi við dóttur sína og láta vita af birninum. „Það er bara eins gott að hún var ekki einhversstaðar annars staðar,“ segir Katrín. Greint var frá því fyrr í dag að vopnaðir lögreglumenn og séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar hefðu fellt björninn. Sjá nánar: Hvítabjörninn felldur „Björninn fannst skammt frá þeim stað sem hann sást, rétt hjá sumarhúsi sem kona var einsömul í. Við áttum því engan annan kost en að fella dýrið,“ sagði Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, í samtali við fréttastofu. Ásthildur, Katrín og systir hennar á góðri stundu.Katrín Gyða Katrín segir að faðir hennar ætli að sækja Ásthildi á morgun. Þau munu næst fara vestur í maí á næsta ári. Hún útskýrir að öll föðurfjölskylda hennar hafi farið á Höfðaströnd í Jökulfjörðum á sumrin. Ásthildur hafi komið þangað allt sitt líf og verið allt sumarið. Hún hafi byrjað að koma sem unglingur til frændfólks síns, Eggja-Gríms og Gunnu systur hans. Hér má sjá björninn í fjörunni við bústaðinn.Lögreglan á Vestfjörðum Hornstrandir Dýr Ísbirnir Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Frá þessu greinir barnabarn Ásthildar, Katrín Gyða Guðjónsdóttir, í samtali við fréttastofu. Þegar fréttastofa náði tali af henni hafði Katrín ekki náð tali af ömmu sinni, sem er 83 ára gömul, en var búin að heyra hvað átti sér stað. „Hún var nýkomin inn í hús og þá sér hún björninn út um gluggann, bara mjög stutt frá, hjá þvottasnúrunum. Það er held ég í þriggja metra fjarlægð frá húsinu,“ segir Katrín. Hvítabjörninn hafi verið að þefa af tauinu hennar og Ásthildur horfði beint á hann. „Þannig þegar hún hefur verið úti þá hefur ísbjörninn verið mjög nálægt henni.“ Hér má sjá bústaðinn á Höfðaströnd. Björninn var að þefa af þvottasnúrunum þegar Ásthildur sá hann.Katrín Gyða Inni í húsinu er sími og þannig náði hún að ná sambandi við dóttur sína og láta vita af birninum. „Það er bara eins gott að hún var ekki einhversstaðar annars staðar,“ segir Katrín. Greint var frá því fyrr í dag að vopnaðir lögreglumenn og séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar hefðu fellt björninn. Sjá nánar: Hvítabjörninn felldur „Björninn fannst skammt frá þeim stað sem hann sást, rétt hjá sumarhúsi sem kona var einsömul í. Við áttum því engan annan kost en að fella dýrið,“ sagði Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, í samtali við fréttastofu. Ásthildur, Katrín og systir hennar á góðri stundu.Katrín Gyða Katrín segir að faðir hennar ætli að sækja Ásthildi á morgun. Þau munu næst fara vestur í maí á næsta ári. Hún útskýrir að öll föðurfjölskylda hennar hafi farið á Höfðaströnd í Jökulfjörðum á sumrin. Ásthildur hafi komið þangað allt sitt líf og verið allt sumarið. Hún hafi byrjað að koma sem unglingur til frændfólks síns, Eggja-Gríms og Gunnu systur hans. Hér má sjá björninn í fjörunni við bústaðinn.Lögreglan á Vestfjörðum
Hornstrandir Dýr Ísbirnir Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira