Senda vopnaða menn á svæðið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. september 2024 14:59 Vopnaðir lögreglumenn voru sendir á staðinn með bolvíska björgunarbátnum Kobba Láka. Þá eru sérþjálfaðir menn á vegum Landhelgisgæslunnar á leið á vettvang með þyrlu. Landsbjörg Sá sem tilkynnti um að hvítabjörn hefði gengið á land á Höfðaströnd í Jökulfjörðum var staddur í sumarhúsi á svæðinu, og er einn eftir því sem lögregla kemst næst. Ekki hefur náðst aftur í viðkomandi. Lögreglumenn eru á leið á svæðið ásamt mönnum frá Landhelgisgæslunni sem eru sérþjálfaðir í meðferð skotvopna. Þetta segir Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, í samtali við fréttastofu. „Tilkynningin barst rétt fyrir klukkan tvö frá einstaklingi sem er þarna í sumarhúsi. Við teljum upplýsingarnar réttar, en við höfum ekki náð aftur í viðkomandi. En reiknum með því að þetta sé rétt þar til annað kemur í ljós“ segir Helgi. Samkvæmt upplýsingum lögreglu sé viðkomandi einn í húsinu. Senda vopnaða menn á sjó og í lofti Tveir lögreglumenn frá Ísafirði hafa verið sendir á svæðið með bolvískum björgunarbáti, auk þess sem sérþjálfaðir menn eru á leið á vettvang með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Þeir eru, líkt og lögreglumennirnir, vopnaðir og við öllu búnir að sögn Helga. Hann segir ekki ljóst á þessari stundu hvort sá sem tilkynnti um dýrið, né aðrir, séu í bráðri hættu. „Við getum ekki svarað því. Vonandi ekki.“ Umhverfisstofnun gert viðvart Helgi segir alltaf haft samband við Umhverfisstofnun þegar grunur kvikni um að hvítabirnir hafi gengið á land. „Hvort þeir geti gert ráðstafanir til að bjarga viðkomandi dýri. Í þessu tilfelli er það ekki hægt.“ Lögregla sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu vegna málsins klukkan 14:13: Tilkynning um hvítabjörn. Nú fyrir skömmu síðan fékk lögreglan tilkynningu um að hvítabjörn hafi gengið á land á Höfðaströnd í Jökulfjörðum. Lögreglan á Vestfjörðum hefur, að höfðu samráði við Umhverfisstofnun, kallað út þyrlu LHG ásamt því að björgunarbáturinn Kobbi Láka er nú þegar farinn af stað með tvo lögreglumenn frá Ísafirði. Ætlunin er að tryggja öryggi þess fólks sem kann að vera á svæðinu. Fólk sem er á svæðinu er hvatt til þess að halda sig innandyra og hafa varann á sér þar til lögreglan gefur út frekari tilkynningar. Lögreglan mun senda frá sér tilkynningu um framvindu málsins. Ísafjarðarbær Dýr Hornstrandir Landhelgisgæslan Lögreglumál Björgunarsveitir Ísbirnir Tengdar fréttir Tilkynnt um ísbjörn og þyrla gæslunnar ræst út Lögreglan á Vestfjörðum fékk fyrir skömmu tilkynningu um að hvítabjörn hafi gengið á land á Höfðaströnd í Jökulfjörðum. 19. september 2024 14:26 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Þetta segir Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, í samtali við fréttastofu. „Tilkynningin barst rétt fyrir klukkan tvö frá einstaklingi sem er þarna í sumarhúsi. Við teljum upplýsingarnar réttar, en við höfum ekki náð aftur í viðkomandi. En reiknum með því að þetta sé rétt þar til annað kemur í ljós“ segir Helgi. Samkvæmt upplýsingum lögreglu sé viðkomandi einn í húsinu. Senda vopnaða menn á sjó og í lofti Tveir lögreglumenn frá Ísafirði hafa verið sendir á svæðið með bolvískum björgunarbáti, auk þess sem sérþjálfaðir menn eru á leið á vettvang með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Þeir eru, líkt og lögreglumennirnir, vopnaðir og við öllu búnir að sögn Helga. Hann segir ekki ljóst á þessari stundu hvort sá sem tilkynnti um dýrið, né aðrir, séu í bráðri hættu. „Við getum ekki svarað því. Vonandi ekki.“ Umhverfisstofnun gert viðvart Helgi segir alltaf haft samband við Umhverfisstofnun þegar grunur kvikni um að hvítabirnir hafi gengið á land. „Hvort þeir geti gert ráðstafanir til að bjarga viðkomandi dýri. Í þessu tilfelli er það ekki hægt.“ Lögregla sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu vegna málsins klukkan 14:13: Tilkynning um hvítabjörn. Nú fyrir skömmu síðan fékk lögreglan tilkynningu um að hvítabjörn hafi gengið á land á Höfðaströnd í Jökulfjörðum. Lögreglan á Vestfjörðum hefur, að höfðu samráði við Umhverfisstofnun, kallað út þyrlu LHG ásamt því að björgunarbáturinn Kobbi Láka er nú þegar farinn af stað með tvo lögreglumenn frá Ísafirði. Ætlunin er að tryggja öryggi þess fólks sem kann að vera á svæðinu. Fólk sem er á svæðinu er hvatt til þess að halda sig innandyra og hafa varann á sér þar til lögreglan gefur út frekari tilkynningar. Lögreglan mun senda frá sér tilkynningu um framvindu málsins.
Tilkynning um hvítabjörn. Nú fyrir skömmu síðan fékk lögreglan tilkynningu um að hvítabjörn hafi gengið á land á Höfðaströnd í Jökulfjörðum. Lögreglan á Vestfjörðum hefur, að höfðu samráði við Umhverfisstofnun, kallað út þyrlu LHG ásamt því að björgunarbáturinn Kobbi Láka er nú þegar farinn af stað með tvo lögreglumenn frá Ísafirði. Ætlunin er að tryggja öryggi þess fólks sem kann að vera á svæðinu. Fólk sem er á svæðinu er hvatt til þess að halda sig innandyra og hafa varann á sér þar til lögreglan gefur út frekari tilkynningar. Lögreglan mun senda frá sér tilkynningu um framvindu málsins.
Ísafjarðarbær Dýr Hornstrandir Landhelgisgæslan Lögreglumál Björgunarsveitir Ísbirnir Tengdar fréttir Tilkynnt um ísbjörn og þyrla gæslunnar ræst út Lögreglan á Vestfjörðum fékk fyrir skömmu tilkynningu um að hvítabjörn hafi gengið á land á Höfðaströnd í Jökulfjörðum. 19. september 2024 14:26 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Tilkynnt um ísbjörn og þyrla gæslunnar ræst út Lögreglan á Vestfjörðum fékk fyrir skömmu tilkynningu um að hvítabjörn hafi gengið á land á Höfðaströnd í Jökulfjörðum. 19. september 2024 14:26