Fólk hafi samband við lögreglu í stað þess að deila sögum á netinu Vésteinn Örn Pétursson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 18. september 2024 16:21 Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar. Vísir/Arnar Maðurinn sem grunaður er um að hafa banað tíu ára dóttur sinni á sunnudag var yfirheyrður nú síðdegis. Yfirlögregluþjónn hvetur fólk sem hefur haldbærar upplýsingar, sem hafi þýðingu fyrir rannsókn málsins, til að koma með þær til lögreglu. Þar eigi þær heima, en ekki í sögusögnum sem gangi manna á milli á internetinu. „Við töluðum við hann í dag. Hann var yfirheyrður nú fyrir stuttu,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar í samtali við fréttastofu. Hann segir yfirheyrslur hafa gengið ágætlega, án þess að geta farið nánar út í framburð mannsins. Spurður hvort maðurinn hafi játað að hafa orðið dóttur sinni að bana ítrekaði Grímur að hann gæti ekki farið út í það sem fram hefði komið við yfirheyrslur. „En eins og ég hef sagt áður, þá hringdi hann sjálfur inn með upplýsingar á sunnudaginn,“ segir Grímur. Kanna hvað manninum gekk til Hann segir að bifreið sem talið sé að maðurinn hafi verið á hafi fundist nálægt vettvanginum þar sem maðurinn var handtekinn. Verið sé að rannsaka hvar verknaðurinn sjálfur átti sér stað. Hluti af rannsókninni sé að upplýsa um ásetning mannsins, og rannsókninni miði ágætlega. „Það er ekki tímabært að fara neitt út í það hver var ásetningur eða afstaða þess sem grunaður er til þessa verknaðar.“ Byggja á staðreyndum Sögusagnir hafa gengið manna á milli, um að málið tengist skipulagðri glæpastarfsemi, og fleiri eigi þátt í málinu en maðurinn sem er í haldi lögreglu. Grímur segir engar upplýsingar um aðkomu annarra en mannsins hafa borist lögreglu, sem hægt sé að telja til staðreynda. „Ég verð að segja það almennt séð um sögusagnir, að við getum ekki leyft okkur að eyða tíma í að elta þær. Hins vegar segi ég það að ef fólk hefur upplýsingar um að einhver annar tengist þessu máli heldur en sá sem við höfum handtekið, þá hvet ég fólk til að koma með slíkar upplýsingar til lögreglunnar. Þar eiga þær heima, en ekki í sögusögnum á internetinu.“ Við rannsóknir á sakamálum geti komið upp upplýsingar sem beini þeim í aðrar áttir. „En á þessu stigi höfum við engar upplýsingar um það að aðrir séu viðriðnir þetta mál en sá sem hefur verið handtekinn.“ Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Lögreglumál Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira
„Við töluðum við hann í dag. Hann var yfirheyrður nú fyrir stuttu,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar í samtali við fréttastofu. Hann segir yfirheyrslur hafa gengið ágætlega, án þess að geta farið nánar út í framburð mannsins. Spurður hvort maðurinn hafi játað að hafa orðið dóttur sinni að bana ítrekaði Grímur að hann gæti ekki farið út í það sem fram hefði komið við yfirheyrslur. „En eins og ég hef sagt áður, þá hringdi hann sjálfur inn með upplýsingar á sunnudaginn,“ segir Grímur. Kanna hvað manninum gekk til Hann segir að bifreið sem talið sé að maðurinn hafi verið á hafi fundist nálægt vettvanginum þar sem maðurinn var handtekinn. Verið sé að rannsaka hvar verknaðurinn sjálfur átti sér stað. Hluti af rannsókninni sé að upplýsa um ásetning mannsins, og rannsókninni miði ágætlega. „Það er ekki tímabært að fara neitt út í það hver var ásetningur eða afstaða þess sem grunaður er til þessa verknaðar.“ Byggja á staðreyndum Sögusagnir hafa gengið manna á milli, um að málið tengist skipulagðri glæpastarfsemi, og fleiri eigi þátt í málinu en maðurinn sem er í haldi lögreglu. Grímur segir engar upplýsingar um aðkomu annarra en mannsins hafa borist lögreglu, sem hægt sé að telja til staðreynda. „Ég verð að segja það almennt séð um sögusagnir, að við getum ekki leyft okkur að eyða tíma í að elta þær. Hins vegar segi ég það að ef fólk hefur upplýsingar um að einhver annar tengist þessu máli heldur en sá sem við höfum handtekið, þá hvet ég fólk til að koma með slíkar upplýsingar til lögreglunnar. Þar eiga þær heima, en ekki í sögusögnum á internetinu.“ Við rannsóknir á sakamálum geti komið upp upplýsingar sem beini þeim í aðrar áttir. „En á þessu stigi höfum við engar upplýsingar um það að aðrir séu viðriðnir þetta mál en sá sem hefur verið handtekinn.“
Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Lögreglumál Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira