„Við viljum þetta ekki“ Lovísa Arnardóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 17. september 2024 10:11 Mótmælendur syngja hátt fyrir utan fund ríkisstjórnarinnar. Þau syngja Myndina hennar Lísu, Vikivaka, Smávini fagra og fleiri lög. Vísir/Vilhelm Mótmælendur á Hverfisgötu segja kröfu sína einfalda. Að Yazan og fjölskylda hans fái að vera á Íslandi. Það verði rof á þjónustu með brottflutningi til Spánar sem geti stytt ævi hans. Mótmælt hefur verið fyrir utan ríkisstjórnarinnar frá því klukkan átta í morgun. Vísa átti Yazan og fjölskyldu hans úr landi í gær en Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra fyrirskipaði að fresta ætti flutningi hans. Það gerði hún að beiðni Guðmundar Ingi Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra og formanni VG. Jafnvel hættulegt að flytja Yazan núna Stefán Már Gunnlaugsson formaður Duchenne á Íslandi segir hættulegt fyrir Yazan að ferðast til Spánar. „Yazan á heima hér,“ segir Stefán Már spurður um kröfu mótmælenda. Að hann fái að vera hér, eiga heima hér og fá þjónustu hér. „Það verður rof á þjónustu ef hann verður fluttur til Spánar,“ segir Stefán og að það rof gæti varað í allt að nokkra mánuði. Fyrir barn í hans stöðu, með alvarlegan vöðvarýrnunarsjúkdóm, sé það jafnvel hættulegt. Hvað varðar þjónustuna sem Yazan þarf á Spáni segir Stefán allt líta vel út á blaði. Staðan sé samt sú að Yazan og fjölskylda hans eru ekki með alþjóðlega vernd þar heldur eiga eftir að fara í gegnum umsóknarferlið þar. Um tvö hundruð manns mótmæla við Hverfisgötu þar sem ríkisstjórnin fundar núna. Mál Yazans er eitt þeirra sem er á dagskrá. Stefán segir mál hans snerta okkur öll. Fólk vilji meiri mannúð en samt reki kerfið 11 ára dreng í hjólastól úr landi. „Við viljum þetta ekki,“ segir Stefán. Sólveig Arnarsdóttir leikkona er ein þeirra sem mótmælir við Hverfisgötuna. Hún segir íslenskum stjórnvöldum ekki skylt að senda Yazan til Spánar. Dyflinnarreglugerðin sé viðmið en ekki lög. Hún segir Yazan andlega og líkamlega kominn að þolmörkum sínum en eins og fram hefur komið er Yazan með Duchenne-heilkennið. „Hann á heima hér og hér á hann að vera,“ segir Sólveig í samtali við fréttamann okkar á staðnum. Askur Hrafn Hannesson aðgerðarsinni er meðal mótmælenda fyrir utan ríkisstjórnarfund. Kröfurnar eru þær að Yazan og fjölskylda fái alþjóðlega vernd. „Ég held að alþjóð ætti að vita núna að það bíður þeirra ekkert á Spáni. Þau eru ekki með dvalarleyfi og vegabréfsáritunin þeirra þar rennur út efitt 20 daga. Þau munu ekki hafa aðgang að aviðeigandi læknisþjónustu,“ segir Askur og það hafi verið færð rök fyrir því, af læknum, að brottvísunin muni stytta líf hans. Meðalaldur þeirra sem ekki fái þjónustu sé 19 ár. Askur segir að ríkisstjórnin eigi að axla ábyrgð á þessu. Hann segir mótmælendur nota söng til að reyna að ná til ríkisstjórnarinnar en mótmælendur hafa sungið Vikivaka, Smávini fagra, Myndina hennar Lísu og Maístjörnuna. Þess á milli hrópa þau „Yazan á heima hér. Öll börn eru okkar börn,“ hrópa mótmælendur fyrir utan fund ríkisstjórnarinnar. Bein útsending frá mótmælum Bein útsending er frá fundi ríkisstjórnarinnar og hægt að fylgjast með hér að neðan. Berghildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður Stöðvar 2 er á staðnum og tekur mótmælendur tali. Mál Yazans Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Hundruð mótmæla brottvísun Yazan Um tvö hundrað manns mótmæla fyrirhuguðum brottflutningi Yazan Tamini, ellefu ára langveiks drengs frá Palestínu, við Hverfisgötu. Ríkisstjórnin fundar þar núna í morgunsárið á sínum reglulega þriðjudagsfundi og er mál Yazans eitt þeirra sem er á dagskrá fundarins. Búið er að loka Hverfisgötunni við Lækjargötu vegna mótmælanna. 17. september 2024 08:24 Viðurkennir að hafa ekki haft heimild til að stíga inn Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra kveðst ekki hafa haft lagaheimild til þess að stíga inn í mál Yazans Tamimi, ellefu ára langveiks drengs frá Palestínu, sem til stóð að vísa úr landi í morgun. Frá því var horfið þegar Guðrún fyrirskipaði að brottvísun hans yrði frestað, að ósk Guðmundar Inga Guðbrandssonar félagsmálaráðherra. 16. september 2024 23:50 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira
Vísa átti Yazan og fjölskyldu hans úr landi í gær en Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra fyrirskipaði að fresta ætti flutningi hans. Það gerði hún að beiðni Guðmundar Ingi Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra og formanni VG. Jafnvel hættulegt að flytja Yazan núna Stefán Már Gunnlaugsson formaður Duchenne á Íslandi segir hættulegt fyrir Yazan að ferðast til Spánar. „Yazan á heima hér,“ segir Stefán Már spurður um kröfu mótmælenda. Að hann fái að vera hér, eiga heima hér og fá þjónustu hér. „Það verður rof á þjónustu ef hann verður fluttur til Spánar,“ segir Stefán og að það rof gæti varað í allt að nokkra mánuði. Fyrir barn í hans stöðu, með alvarlegan vöðvarýrnunarsjúkdóm, sé það jafnvel hættulegt. Hvað varðar þjónustuna sem Yazan þarf á Spáni segir Stefán allt líta vel út á blaði. Staðan sé samt sú að Yazan og fjölskylda hans eru ekki með alþjóðlega vernd þar heldur eiga eftir að fara í gegnum umsóknarferlið þar. Um tvö hundruð manns mótmæla við Hverfisgötu þar sem ríkisstjórnin fundar núna. Mál Yazans er eitt þeirra sem er á dagskrá. Stefán segir mál hans snerta okkur öll. Fólk vilji meiri mannúð en samt reki kerfið 11 ára dreng í hjólastól úr landi. „Við viljum þetta ekki,“ segir Stefán. Sólveig Arnarsdóttir leikkona er ein þeirra sem mótmælir við Hverfisgötuna. Hún segir íslenskum stjórnvöldum ekki skylt að senda Yazan til Spánar. Dyflinnarreglugerðin sé viðmið en ekki lög. Hún segir Yazan andlega og líkamlega kominn að þolmörkum sínum en eins og fram hefur komið er Yazan með Duchenne-heilkennið. „Hann á heima hér og hér á hann að vera,“ segir Sólveig í samtali við fréttamann okkar á staðnum. Askur Hrafn Hannesson aðgerðarsinni er meðal mótmælenda fyrir utan ríkisstjórnarfund. Kröfurnar eru þær að Yazan og fjölskylda fái alþjóðlega vernd. „Ég held að alþjóð ætti að vita núna að það bíður þeirra ekkert á Spáni. Þau eru ekki með dvalarleyfi og vegabréfsáritunin þeirra þar rennur út efitt 20 daga. Þau munu ekki hafa aðgang að aviðeigandi læknisþjónustu,“ segir Askur og það hafi verið færð rök fyrir því, af læknum, að brottvísunin muni stytta líf hans. Meðalaldur þeirra sem ekki fái þjónustu sé 19 ár. Askur segir að ríkisstjórnin eigi að axla ábyrgð á þessu. Hann segir mótmælendur nota söng til að reyna að ná til ríkisstjórnarinnar en mótmælendur hafa sungið Vikivaka, Smávini fagra, Myndina hennar Lísu og Maístjörnuna. Þess á milli hrópa þau „Yazan á heima hér. Öll börn eru okkar börn,“ hrópa mótmælendur fyrir utan fund ríkisstjórnarinnar. Bein útsending frá mótmælum Bein útsending er frá fundi ríkisstjórnarinnar og hægt að fylgjast með hér að neðan. Berghildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður Stöðvar 2 er á staðnum og tekur mótmælendur tali.
Mál Yazans Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Hundruð mótmæla brottvísun Yazan Um tvö hundrað manns mótmæla fyrirhuguðum brottflutningi Yazan Tamini, ellefu ára langveiks drengs frá Palestínu, við Hverfisgötu. Ríkisstjórnin fundar þar núna í morgunsárið á sínum reglulega þriðjudagsfundi og er mál Yazans eitt þeirra sem er á dagskrá fundarins. Búið er að loka Hverfisgötunni við Lækjargötu vegna mótmælanna. 17. september 2024 08:24 Viðurkennir að hafa ekki haft heimild til að stíga inn Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra kveðst ekki hafa haft lagaheimild til þess að stíga inn í mál Yazans Tamimi, ellefu ára langveiks drengs frá Palestínu, sem til stóð að vísa úr landi í morgun. Frá því var horfið þegar Guðrún fyrirskipaði að brottvísun hans yrði frestað, að ósk Guðmundar Inga Guðbrandssonar félagsmálaráðherra. 16. september 2024 23:50 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira
Hundruð mótmæla brottvísun Yazan Um tvö hundrað manns mótmæla fyrirhuguðum brottflutningi Yazan Tamini, ellefu ára langveiks drengs frá Palestínu, við Hverfisgötu. Ríkisstjórnin fundar þar núna í morgunsárið á sínum reglulega þriðjudagsfundi og er mál Yazans eitt þeirra sem er á dagskrá fundarins. Búið er að loka Hverfisgötunni við Lækjargötu vegna mótmælanna. 17. september 2024 08:24
Viðurkennir að hafa ekki haft heimild til að stíga inn Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra kveðst ekki hafa haft lagaheimild til þess að stíga inn í mál Yazans Tamimi, ellefu ára langveiks drengs frá Palestínu, sem til stóð að vísa úr landi í morgun. Frá því var horfið þegar Guðrún fyrirskipaði að brottvísun hans yrði frestað, að ósk Guðmundar Inga Guðbrandssonar félagsmálaráðherra. 16. september 2024 23:50