Tilkynnti of seint um fatastyrki til konunnar sinnar Lovísa Arnardóttir skrifar 15. september 2024 08:23 Keir Starmer og eiginkona hans Victoria Starmer á leið til að kjósa í Camden í London í júlí. Vísir/EPA Þingmenn Íhaldsflokksins í Bretlandi vilja að framkvæmd verði rannsókn á tengslum Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, og fjölmiðlamannsins Waheed Alli. Samkvæmt reglum þingsins á að tilkynna um allar gjafir innan 28 daga frá kosningum en Starmer tilkynnti ekki fyrr en á þriðjudag um ýmsar gjafir frá Alli til konunnar sinnar. Í frétt Guardian segir að Starmer hafi þannig brotið á reglum þingsins sem gildi um gjafir og styrki. Þar kemur einnig fram að talsmaður forsætisráðuneytisins segir lista um styrki og gjafir hafa verið uppfærða um leið og þau fengu uppfærðar leiðbeiningar um hvað ætti að vera á listanum. Styrkirnir sem hann þáði frá Alli nægðu fyrir persónulegum aðstoðarmanni við innkaup fyrir konu hans, fötum og breytingum á fötunum í aðdraganda og eftir kosningar í júlí. Þingmenn Íhaldsflokksins í Bretlandi hafa krafist þess að rannsókn verði gerð á tengslum Alli og Starmer en Alli hefur styrkt Verkamannaflokkinn um hálfa milljón punda frá 2020. Þá er haft eftir talsmanni forsætisráðuneytisins í frétt Guardian að þau hefðu leitað til yfirvalda með leiðbeiningar þegar þau tóku við völdum og að þau hafi talið sig vera að fylgja reglunum. Eftir frekara samtal hafi þau tilkynnt um fleiri gjafir og styrki. Þá kemur fram í fréttinni að Alli hafi í síðasta mánuði fengið öryggispassa að skrifstofu og heimili forsætisráðherrans við Downing-stræti án þess þó að hafa nokkuð hlutverk innan ríkisstjórnarinnar. Málið vakti nokkra athygli og var sagt í fréttum að Alli hefði fengið „passa fyrir gler“ vegna þess að hann hafði styrkt flokkinn um klæðnað, húsnæði og gleraugu. Það er þó tekið fram í grein Guardian að ekki sé útlit fyrir brot á neinum reglum hvað það varðar. Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Sjá meira
Í frétt Guardian segir að Starmer hafi þannig brotið á reglum þingsins sem gildi um gjafir og styrki. Þar kemur einnig fram að talsmaður forsætisráðuneytisins segir lista um styrki og gjafir hafa verið uppfærða um leið og þau fengu uppfærðar leiðbeiningar um hvað ætti að vera á listanum. Styrkirnir sem hann þáði frá Alli nægðu fyrir persónulegum aðstoðarmanni við innkaup fyrir konu hans, fötum og breytingum á fötunum í aðdraganda og eftir kosningar í júlí. Þingmenn Íhaldsflokksins í Bretlandi hafa krafist þess að rannsókn verði gerð á tengslum Alli og Starmer en Alli hefur styrkt Verkamannaflokkinn um hálfa milljón punda frá 2020. Þá er haft eftir talsmanni forsætisráðuneytisins í frétt Guardian að þau hefðu leitað til yfirvalda með leiðbeiningar þegar þau tóku við völdum og að þau hafi talið sig vera að fylgja reglunum. Eftir frekara samtal hafi þau tilkynnt um fleiri gjafir og styrki. Þá kemur fram í fréttinni að Alli hafi í síðasta mánuði fengið öryggispassa að skrifstofu og heimili forsætisráðherrans við Downing-stræti án þess þó að hafa nokkuð hlutverk innan ríkisstjórnarinnar. Málið vakti nokkra athygli og var sagt í fréttum að Alli hefði fengið „passa fyrir gler“ vegna þess að hann hafði styrkt flokkinn um klæðnað, húsnæði og gleraugu. Það er þó tekið fram í grein Guardian að ekki sé útlit fyrir brot á neinum reglum hvað það varðar.
Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Sjá meira