Aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna á fundum í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 13. september 2024 19:22 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra og Kurt Campbell aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna að loknum fundi í morgun. Stöð 2/HMP Utanríkisráðherra og aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna funduðu í dag í Reykjavík um tvíhliða samskipti þjóðanna, stöðu átakanna í Úkraínu og á Gaza. Bandaríski ráðherrann segir stöðuna á Indo-Kyrrhafssvæðinu snerta Evrópubúa þar sem Kína og Norður Kórea styðji stríðsrekstur Rússa í Úkraínu með beinum hætti. Kurt Campbell aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna kom við í Reykjavík og á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli í dag í lok funda hans víðs vegar um Evrópu, þar sem aðallega hefur verið fjallað um málefni Indo-Kyrrahafssvæðisins. Hann átti meðal annars um klukkustundar langan fund með Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur utanríkisráðherra í morgun, þar sem staðan í Úkraínu var einnig rædd. Kurt Campbell aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna fer með málefni Indo_Kyrrahafssvæðisins í ríkisstjórn Joe Biden. Hann segir stöðu mála á því svæði snerta hagsmuni Norður Ameríkum og Evrópu.Stöð 2/Ívar Fannar „Ég vil undirstrika að Bandaríkin eru staðföst í að útvega nauðsynleg vopn og svæðisbundinn stuðning til að tryggja að Úkraínumenn séu í bestri aðstöðu til árangursríkrar baráttu á vígvellinum. Sá tími og einbeiting sem forsetinn og okkar teymi setjum í þetta, ætti ekki að láta nokkurn mann efast um staðfestu okkar með Úkraínu," segir Campbell. Campbell hefur boðið Þórdísi Kolbrúnu til fjölþjóðafundar á Hawai síðar á árinu um málefni Indo-Kyrrahafssvæðisins. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir mikilvægt að hafa fundað með aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna á þessum tímapunkti.Stöð 2/Einar „Þessi tvíhliða fundur okkar var auðvitað um ýmis mál. Tvíhliða málefni á sviði öryggis- og varnarmála. En líka frekari tækifæri til samvinnu á sviði tækni og nýsköpunar sem ég er mjög spennt fyrir. Sömuleiðis ræddum við auðvitað stöðuna í Úkraínu og framgöngu Rússa, ekki bara þar heldur sömuleiðis í öðrum ríkjum. Við ræddum ástandið á Gaza og hvað þessir stóru lykilaðilar geta gert í því,” sagði Þórdís Kolbrún al loknum fundi ráðherranna. Campbell og sendinefnd hans fundaði einnig með utanríkismálanefnd Alþingis, þar sem Bjarni Jónsson varaformaður nefndarinnar tók á móti honum. Hann leggur áherslu á að það sem gerist á Indo-Kyrrahafssvæðinu snerti hagsmuni Norður Ameríku og Evrópuþjóðir. Enda styðji stjórndvöld í Kína og Norður Kóreu stríðsrekstur Rússa í Úkraínu með beinum hætti. Það hafi gjörbreytt stöðu mála. Kurt Campbell (annar frá hægri) og Bjarni Jónsson (annar frá vinstri) á fundi utanríkismálanefndar í morgun.Stöð 2/HMP „Þetta eru ekki aðskilin mál, þau eru mjög tengd. Og þar sem Íslensk stjórnvöld hafa lýst áhuga á að vera virkur þáttakandi í heiminum og vildu dýpri viðræður um Indo-Kyrrahafssvæðið, erum við reiðubúin að vinna nánar með þeim að þessum málum," sagði Kurt Campbell að loknum fundi með utanríkisráðherra í dag. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Átök í Ísrael og Palestínu Suður-Kínahaf Íslandsvinir Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Kurt Campbell aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna kom við í Reykjavík og á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli í dag í lok funda hans víðs vegar um Evrópu, þar sem aðallega hefur verið fjallað um málefni Indo-Kyrrahafssvæðisins. Hann átti meðal annars um klukkustundar langan fund með Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur utanríkisráðherra í morgun, þar sem staðan í Úkraínu var einnig rædd. Kurt Campbell aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna fer með málefni Indo_Kyrrahafssvæðisins í ríkisstjórn Joe Biden. Hann segir stöðu mála á því svæði snerta hagsmuni Norður Ameríkum og Evrópu.Stöð 2/Ívar Fannar „Ég vil undirstrika að Bandaríkin eru staðföst í að útvega nauðsynleg vopn og svæðisbundinn stuðning til að tryggja að Úkraínumenn séu í bestri aðstöðu til árangursríkrar baráttu á vígvellinum. Sá tími og einbeiting sem forsetinn og okkar teymi setjum í þetta, ætti ekki að láta nokkurn mann efast um staðfestu okkar með Úkraínu," segir Campbell. Campbell hefur boðið Þórdísi Kolbrúnu til fjölþjóðafundar á Hawai síðar á árinu um málefni Indo-Kyrrahafssvæðisins. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir mikilvægt að hafa fundað með aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna á þessum tímapunkti.Stöð 2/Einar „Þessi tvíhliða fundur okkar var auðvitað um ýmis mál. Tvíhliða málefni á sviði öryggis- og varnarmála. En líka frekari tækifæri til samvinnu á sviði tækni og nýsköpunar sem ég er mjög spennt fyrir. Sömuleiðis ræddum við auðvitað stöðuna í Úkraínu og framgöngu Rússa, ekki bara þar heldur sömuleiðis í öðrum ríkjum. Við ræddum ástandið á Gaza og hvað þessir stóru lykilaðilar geta gert í því,” sagði Þórdís Kolbrún al loknum fundi ráðherranna. Campbell og sendinefnd hans fundaði einnig með utanríkismálanefnd Alþingis, þar sem Bjarni Jónsson varaformaður nefndarinnar tók á móti honum. Hann leggur áherslu á að það sem gerist á Indo-Kyrrahafssvæðinu snerti hagsmuni Norður Ameríku og Evrópuþjóðir. Enda styðji stjórndvöld í Kína og Norður Kóreu stríðsrekstur Rússa í Úkraínu með beinum hætti. Það hafi gjörbreytt stöðu mála. Kurt Campbell (annar frá hægri) og Bjarni Jónsson (annar frá vinstri) á fundi utanríkismálanefndar í morgun.Stöð 2/HMP „Þetta eru ekki aðskilin mál, þau eru mjög tengd. Og þar sem Íslensk stjórnvöld hafa lýst áhuga á að vera virkur þáttakandi í heiminum og vildu dýpri viðræður um Indo-Kyrrahafssvæðið, erum við reiðubúin að vinna nánar með þeim að þessum málum," sagði Kurt Campbell að loknum fundi með utanríkisráðherra í dag.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Átök í Ísrael og Palestínu Suður-Kínahaf Íslandsvinir Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels