Aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna á fundum í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 13. september 2024 19:22 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra og Kurt Campbell aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna að loknum fundi í morgun. Stöð 2/HMP Utanríkisráðherra og aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna funduðu í dag í Reykjavík um tvíhliða samskipti þjóðanna, stöðu átakanna í Úkraínu og á Gaza. Bandaríski ráðherrann segir stöðuna á Indo-Kyrrhafssvæðinu snerta Evrópubúa þar sem Kína og Norður Kórea styðji stríðsrekstur Rússa í Úkraínu með beinum hætti. Kurt Campbell aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna kom við í Reykjavík og á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli í dag í lok funda hans víðs vegar um Evrópu, þar sem aðallega hefur verið fjallað um málefni Indo-Kyrrahafssvæðisins. Hann átti meðal annars um klukkustundar langan fund með Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur utanríkisráðherra í morgun, þar sem staðan í Úkraínu var einnig rædd. Kurt Campbell aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna fer með málefni Indo_Kyrrahafssvæðisins í ríkisstjórn Joe Biden. Hann segir stöðu mála á því svæði snerta hagsmuni Norður Ameríkum og Evrópu.Stöð 2/Ívar Fannar „Ég vil undirstrika að Bandaríkin eru staðföst í að útvega nauðsynleg vopn og svæðisbundinn stuðning til að tryggja að Úkraínumenn séu í bestri aðstöðu til árangursríkrar baráttu á vígvellinum. Sá tími og einbeiting sem forsetinn og okkar teymi setjum í þetta, ætti ekki að láta nokkurn mann efast um staðfestu okkar með Úkraínu," segir Campbell. Campbell hefur boðið Þórdísi Kolbrúnu til fjölþjóðafundar á Hawai síðar á árinu um málefni Indo-Kyrrahafssvæðisins. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir mikilvægt að hafa fundað með aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna á þessum tímapunkti.Stöð 2/Einar „Þessi tvíhliða fundur okkar var auðvitað um ýmis mál. Tvíhliða málefni á sviði öryggis- og varnarmála. En líka frekari tækifæri til samvinnu á sviði tækni og nýsköpunar sem ég er mjög spennt fyrir. Sömuleiðis ræddum við auðvitað stöðuna í Úkraínu og framgöngu Rússa, ekki bara þar heldur sömuleiðis í öðrum ríkjum. Við ræddum ástandið á Gaza og hvað þessir stóru lykilaðilar geta gert í því,” sagði Þórdís Kolbrún al loknum fundi ráðherranna. Campbell og sendinefnd hans fundaði einnig með utanríkismálanefnd Alþingis, þar sem Bjarni Jónsson varaformaður nefndarinnar tók á móti honum. Hann leggur áherslu á að það sem gerist á Indo-Kyrrahafssvæðinu snerti hagsmuni Norður Ameríku og Evrópuþjóðir. Enda styðji stjórndvöld í Kína og Norður Kóreu stríðsrekstur Rússa í Úkraínu með beinum hætti. Það hafi gjörbreytt stöðu mála. Kurt Campbell (annar frá hægri) og Bjarni Jónsson (annar frá vinstri) á fundi utanríkismálanefndar í morgun.Stöð 2/HMP „Þetta eru ekki aðskilin mál, þau eru mjög tengd. Og þar sem Íslensk stjórnvöld hafa lýst áhuga á að vera virkur þáttakandi í heiminum og vildu dýpri viðræður um Indo-Kyrrahafssvæðið, erum við reiðubúin að vinna nánar með þeim að þessum málum," sagði Kurt Campbell að loknum fundi með utanríkisráðherra í dag. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Átök í Ísrael og Palestínu Suður-Kínahaf Íslandsvinir Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Kurt Campbell aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna kom við í Reykjavík og á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli í dag í lok funda hans víðs vegar um Evrópu, þar sem aðallega hefur verið fjallað um málefni Indo-Kyrrahafssvæðisins. Hann átti meðal annars um klukkustundar langan fund með Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur utanríkisráðherra í morgun, þar sem staðan í Úkraínu var einnig rædd. Kurt Campbell aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna fer með málefni Indo_Kyrrahafssvæðisins í ríkisstjórn Joe Biden. Hann segir stöðu mála á því svæði snerta hagsmuni Norður Ameríkum og Evrópu.Stöð 2/Ívar Fannar „Ég vil undirstrika að Bandaríkin eru staðföst í að útvega nauðsynleg vopn og svæðisbundinn stuðning til að tryggja að Úkraínumenn séu í bestri aðstöðu til árangursríkrar baráttu á vígvellinum. Sá tími og einbeiting sem forsetinn og okkar teymi setjum í þetta, ætti ekki að láta nokkurn mann efast um staðfestu okkar með Úkraínu," segir Campbell. Campbell hefur boðið Þórdísi Kolbrúnu til fjölþjóðafundar á Hawai síðar á árinu um málefni Indo-Kyrrahafssvæðisins. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir mikilvægt að hafa fundað með aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna á þessum tímapunkti.Stöð 2/Einar „Þessi tvíhliða fundur okkar var auðvitað um ýmis mál. Tvíhliða málefni á sviði öryggis- og varnarmála. En líka frekari tækifæri til samvinnu á sviði tækni og nýsköpunar sem ég er mjög spennt fyrir. Sömuleiðis ræddum við auðvitað stöðuna í Úkraínu og framgöngu Rússa, ekki bara þar heldur sömuleiðis í öðrum ríkjum. Við ræddum ástandið á Gaza og hvað þessir stóru lykilaðilar geta gert í því,” sagði Þórdís Kolbrún al loknum fundi ráðherranna. Campbell og sendinefnd hans fundaði einnig með utanríkismálanefnd Alþingis, þar sem Bjarni Jónsson varaformaður nefndarinnar tók á móti honum. Hann leggur áherslu á að það sem gerist á Indo-Kyrrahafssvæðinu snerti hagsmuni Norður Ameríku og Evrópuþjóðir. Enda styðji stjórndvöld í Kína og Norður Kóreu stríðsrekstur Rússa í Úkraínu með beinum hætti. Það hafi gjörbreytt stöðu mála. Kurt Campbell (annar frá hægri) og Bjarni Jónsson (annar frá vinstri) á fundi utanríkismálanefndar í morgun.Stöð 2/HMP „Þetta eru ekki aðskilin mál, þau eru mjög tengd. Og þar sem Íslensk stjórnvöld hafa lýst áhuga á að vera virkur þáttakandi í heiminum og vildu dýpri viðræður um Indo-Kyrrahafssvæðið, erum við reiðubúin að vinna nánar með þeim að þessum málum," sagði Kurt Campbell að loknum fundi með utanríkisráðherra í dag.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Átök í Ísrael og Palestínu Suður-Kínahaf Íslandsvinir Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira