Ísland mun taka þátt í Eurovision Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. september 2024 15:18 Hera Björk var fulltrúi Íslands í síðustu Eurovision keppni. Vísir/Hulda Margrét Ísland mun taka þátt í Eurovision á næsta ári. Þetta kemur fram í svörum frá Ríkisútvarpinu til fréttastofu. Áður hafði ákvörðun um þátttöku í keppninni verið frestað. Fram kemur að fyrirkomulag á vali á framlagi Íslands verði kynnt síðar. „Ákvörðunin um þátttöku byggist fyrst og fremst á því að um er að ræða viðburð sem hefur mikið gildi í íslensku samfélagi, er uppspretta gleði og ánægju hjá stórum hluta þjóðarinnar og vettvangur dýrmætra samverustunda fjölskyldna um land allt,“ að því er segir í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu til Vísis. „Keppnin hefur mikla og óumdeilda þýðingu fyrir íslenskt tónlistarlíf. Eurovision og Söngvakeppnin hafa getið af sér ótal margar íslenskar söngperlur og lagt grunninn að glæstum ferli fjölda tónlistarfólks. Áhorf á úrslitakvöld Eurovision mældist 60% í ár þótt Ísland væri fallið úr keppni. Einungis stærstu íþróttaviðburðir og Áramótaskaupið komast nálægt þessu áhorfi.“ Eins og flestir muna reyndist Eurovision keppnin afar umdeild í ár vegna þátttöku Ísraels í keppninni og stríðsins á Gasa. Fjölmargir hvöttu til sniðgöngu og var reglulega í aðdraganda keppninnar mótmælt við RÚV. Þá hríðféll áhorf á úrslit keppninnar miðað við það sem það hefur verið síðustu ár. Sigurvegari keppninnar í ár var Sviss og fer keppnin fram 17. maí á næsta ári í Basel. Nú þegar hafa 27 ríki staðfest að þau taki þátt í keppninni, þar á meðal eru öll hin Norðurlöndin og Ísrael. Enn eiga ellefu lönd, sem tóku þátt í ár, eftir að tilkynna um þátttöku. Auk Íslands eru það Armenía, Eistland, Ástralía, Grikkland, Írland, Moldóva, Holland, Pólland, Slóvenía og Úkraína. Eina ríkið sem hefur staðfest að það taki þátt á næsta ári, en tók ekki þátt í ár, er Svartfjallaland sem snýr aftur eftir tveggja ára hlé. Samtökin farið í umfangsmikla vinnu Í tilkynningu frá RÚV segir að Samtök Evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hafi ákveðið að fara í umfangsmikla vinnu til þess að bregðast við gagnrýni í tengslum við keppnina í ár og ýmsar skipulagsbreytingar eru í umræðunni sem eiga meðal annars að leggja áherslu á að vernda ópólitíska ásýnd keppninnar, skapa fjölskylduvænan viðburð og styrkja stoðir Eurovision til framtíðar. „Nú eru níu vinnuhópar að störfum og stefnt er að því að þeir skili niðurstöðum úr vinnunni á næstu mánuðum. Ríkisútvarpið hefur komið sínum athugasemdum að í þeirri úttekt þar sem m.a. var greint frá afar neikvæðri umræðu hér á landi fyrir síðustu keppni. Nú þegar hafa nánast allar þjóðir tilkynnt þátttöku í Sviss á næsta ári.“ Ekki enn ákveðið hvernig framlagið verður valið Þá segir í tilkynningunni að það hafi enn ekki verið ákveðið hvernig framlag Íslands í Eurovision 2025 verði valið. Síðustu ár hafi sigurvegari Söngvakeppninnar haldið utan fyrir Íslands hönd í keppninni. Segir þar að ákvörðun um fyrirkomulagið verði tekin á næstu vikum. Einungis í örfá skipti hefur Söngvakeppnin ekki verið haldin síðan Ísland hóf þátttöku í Eurovision árið 1986, eða í sex skipti talsins. Síðast árið 2021 þegar Daði og gagnamagnið var valið til þátttöku eftir að Eurovision árið 2020 var aflýst vegna heimsfaraldurs. Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Eurovision 2025 Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Sjá meira
„Ákvörðunin um þátttöku byggist fyrst og fremst á því að um er að ræða viðburð sem hefur mikið gildi í íslensku samfélagi, er uppspretta gleði og ánægju hjá stórum hluta þjóðarinnar og vettvangur dýrmætra samverustunda fjölskyldna um land allt,“ að því er segir í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu til Vísis. „Keppnin hefur mikla og óumdeilda þýðingu fyrir íslenskt tónlistarlíf. Eurovision og Söngvakeppnin hafa getið af sér ótal margar íslenskar söngperlur og lagt grunninn að glæstum ferli fjölda tónlistarfólks. Áhorf á úrslitakvöld Eurovision mældist 60% í ár þótt Ísland væri fallið úr keppni. Einungis stærstu íþróttaviðburðir og Áramótaskaupið komast nálægt þessu áhorfi.“ Eins og flestir muna reyndist Eurovision keppnin afar umdeild í ár vegna þátttöku Ísraels í keppninni og stríðsins á Gasa. Fjölmargir hvöttu til sniðgöngu og var reglulega í aðdraganda keppninnar mótmælt við RÚV. Þá hríðféll áhorf á úrslit keppninnar miðað við það sem það hefur verið síðustu ár. Sigurvegari keppninnar í ár var Sviss og fer keppnin fram 17. maí á næsta ári í Basel. Nú þegar hafa 27 ríki staðfest að þau taki þátt í keppninni, þar á meðal eru öll hin Norðurlöndin og Ísrael. Enn eiga ellefu lönd, sem tóku þátt í ár, eftir að tilkynna um þátttöku. Auk Íslands eru það Armenía, Eistland, Ástralía, Grikkland, Írland, Moldóva, Holland, Pólland, Slóvenía og Úkraína. Eina ríkið sem hefur staðfest að það taki þátt á næsta ári, en tók ekki þátt í ár, er Svartfjallaland sem snýr aftur eftir tveggja ára hlé. Samtökin farið í umfangsmikla vinnu Í tilkynningu frá RÚV segir að Samtök Evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hafi ákveðið að fara í umfangsmikla vinnu til þess að bregðast við gagnrýni í tengslum við keppnina í ár og ýmsar skipulagsbreytingar eru í umræðunni sem eiga meðal annars að leggja áherslu á að vernda ópólitíska ásýnd keppninnar, skapa fjölskylduvænan viðburð og styrkja stoðir Eurovision til framtíðar. „Nú eru níu vinnuhópar að störfum og stefnt er að því að þeir skili niðurstöðum úr vinnunni á næstu mánuðum. Ríkisútvarpið hefur komið sínum athugasemdum að í þeirri úttekt þar sem m.a. var greint frá afar neikvæðri umræðu hér á landi fyrir síðustu keppni. Nú þegar hafa nánast allar þjóðir tilkynnt þátttöku í Sviss á næsta ári.“ Ekki enn ákveðið hvernig framlagið verður valið Þá segir í tilkynningunni að það hafi enn ekki verið ákveðið hvernig framlag Íslands í Eurovision 2025 verði valið. Síðustu ár hafi sigurvegari Söngvakeppninnar haldið utan fyrir Íslands hönd í keppninni. Segir þar að ákvörðun um fyrirkomulagið verði tekin á næstu vikum. Einungis í örfá skipti hefur Söngvakeppnin ekki verið haldin síðan Ísland hóf þátttöku í Eurovision árið 1986, eða í sex skipti talsins. Síðast árið 2021 þegar Daði og gagnamagnið var valið til þátttöku eftir að Eurovision árið 2020 var aflýst vegna heimsfaraldurs.
Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Eurovision 2025 Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Sjá meira