Fresta ákvörðun um þátttöku í Eurovision Lovísa Arnardóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa 6. september 2024 15:10 Frá úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í ár. Vísir/Hulda Margrét Ákvörðun um þátttöku Íslands í Eurovision á næsta ári hefur verið frestað þar til í næstu viku. Rúnar Freyr Gíslason, framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar og fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins, sagði fyrr í vikunni að ákvörðunin yrði tekin í þessari viku en henni hefur verið frestað þar til eftir helgi. Ísland lenti í seinasta sæti á Eurovision í ár. „Við erum enn að fara yfir málin, þar á meðal á fundi sem fulltrúar okkar og hinna þjóðanna sækja með forsvarsmönnum Eurovision eftir helgi. Fresturinn til að staðfesta þátttöku í Eurovision rennur út 15. september. Við munum tilkynna okkar ákvörðun fyrir þann tíma,“ segir Rúnar Freyr í svari til fréttastofu um málið. 15. september er sunnudagurinn í næstu viku. Áður hefur komið fram að á sama tíma og tilkynnt verður um þátttöku í Eurovision verður tilkynnt um fyrirkomulag Söngvakeppninnar og væntanlega dagsetningar um hvenær listamenn geta sent inn atriði og fleira. Keppnin og þátttaka Íslands var afar umdeild í ár vegna þátttöku Ísrael og stríðsins á Gasa. Fjölmargir hvöttu til sniðgöngu og var reglulega í aðdraganda keppninnar mótmælt við RÚV. Þá hríðféll áhorf á úrslit keppninnar miðað við það sem það hefur verið síðustu ár. Sjá einnig: Áhorf á úrslit Eurovision hríðféll Framlag Íslands, í flutningi Heru Bjarkar Þórhallsdóttur, komst ekki á úrslitakvöldið. Ísland lenti í síðasta sæti keppninnar með framlagið Scared of Heights. Gunna Dís sá um að lýsa keppninni í stað Gísla Marteins Baldurssonar sem hætti við að lýsa vegna framgöngu Ísraela á Gasa. 27 lönd hafi staðfest þátttöku Sigurvegari keppninnar í ár var Sviss og fer keppnin fram 17. maí í Basel. Nú þegar hafa 27 ríki staðfest að þau taki þátt í keppninni, þar á meðal eru öll hin Norðurlöndin og Ísrael. Enn eiga ellefu lönd, sem tóku þátt í ár, eftir að tilkynna um þátttöku. Auk Íslands eru það Armenía, Eistland, Ástralía, Grikkland, Írland, Moldóva, Holland, Pólland, Slóvenía og Úkraína. Eina ríkið sem hefur staðfest að það taki þátt á næsta ári, en tók ekki þátt í ár, er Svartfjallaland sem snýr aftur eftir tveggja ára hlé. Eftir keppnina í ár sagði Rúnar Freyr að þátttaka Ísraela hafi haft neikvæð áhrif á keppnina. Hún hafi ekki verið sá sameiningarvettvangur sem hún á að vera. Hann sagðist gera ráð fyrir því að Ísland tæki þátt aftur á næsta ári en það væri alls ekkert staðfest. Eins og fram kom að ofan verður tilkynnt um þá ákvörðun í næstu viku. Eurovision Ríkisútvarpið Sviss Átök í Ísrael og Palestínu Eurovision 2025 Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
„Við erum enn að fara yfir málin, þar á meðal á fundi sem fulltrúar okkar og hinna þjóðanna sækja með forsvarsmönnum Eurovision eftir helgi. Fresturinn til að staðfesta þátttöku í Eurovision rennur út 15. september. Við munum tilkynna okkar ákvörðun fyrir þann tíma,“ segir Rúnar Freyr í svari til fréttastofu um málið. 15. september er sunnudagurinn í næstu viku. Áður hefur komið fram að á sama tíma og tilkynnt verður um þátttöku í Eurovision verður tilkynnt um fyrirkomulag Söngvakeppninnar og væntanlega dagsetningar um hvenær listamenn geta sent inn atriði og fleira. Keppnin og þátttaka Íslands var afar umdeild í ár vegna þátttöku Ísrael og stríðsins á Gasa. Fjölmargir hvöttu til sniðgöngu og var reglulega í aðdraganda keppninnar mótmælt við RÚV. Þá hríðféll áhorf á úrslit keppninnar miðað við það sem það hefur verið síðustu ár. Sjá einnig: Áhorf á úrslit Eurovision hríðféll Framlag Íslands, í flutningi Heru Bjarkar Þórhallsdóttur, komst ekki á úrslitakvöldið. Ísland lenti í síðasta sæti keppninnar með framlagið Scared of Heights. Gunna Dís sá um að lýsa keppninni í stað Gísla Marteins Baldurssonar sem hætti við að lýsa vegna framgöngu Ísraela á Gasa. 27 lönd hafi staðfest þátttöku Sigurvegari keppninnar í ár var Sviss og fer keppnin fram 17. maí í Basel. Nú þegar hafa 27 ríki staðfest að þau taki þátt í keppninni, þar á meðal eru öll hin Norðurlöndin og Ísrael. Enn eiga ellefu lönd, sem tóku þátt í ár, eftir að tilkynna um þátttöku. Auk Íslands eru það Armenía, Eistland, Ástralía, Grikkland, Írland, Moldóva, Holland, Pólland, Slóvenía og Úkraína. Eina ríkið sem hefur staðfest að það taki þátt á næsta ári, en tók ekki þátt í ár, er Svartfjallaland sem snýr aftur eftir tveggja ára hlé. Eftir keppnina í ár sagði Rúnar Freyr að þátttaka Ísraela hafi haft neikvæð áhrif á keppnina. Hún hafi ekki verið sá sameiningarvettvangur sem hún á að vera. Hann sagðist gera ráð fyrir því að Ísland tæki þátt aftur á næsta ári en það væri alls ekkert staðfest. Eins og fram kom að ofan verður tilkynnt um þá ákvörðun í næstu viku.
Eurovision Ríkisútvarpið Sviss Átök í Ísrael og Palestínu Eurovision 2025 Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira