Dularfullt „draugahljóð“ spillir fyrir svefni íbúa Tómas Arnar Þorláksson skrifar 12. september 2024 21:02 Laugarneshverfið er til hægri á ljósmyndinni. Vísir/Vilhelm Dularfullt ýl eða flaut hefur leikið íbúa í Laugarneshverfi grátt síðustu misseri en óvíst er hvaðan hljóðið kemur. Íbúi í hverfinu segir hljóðið spilla fyrir svefni sínum og kvartar undan aðgerðarleysi heilbrigðiseftirlitsins við heilsuspillandi hávaða. Jón Þorsteinn Sigurðsson, íbúi í hverfinu, segist ekki vita nákvæmlega hvaðan hljóðið kemur en segir helstu kenningu hans og annarra íbúa vera að þegar að vindur skellir á svölum í hverfinu verði þær að hálfgerðum munnhörpum sem gefa frá sér fínan en óbærilegan a-tón. Hljóðið gerir helst vart við sig þegar það er norðanátt en það má heyra í spilaranum hér að neðan. Hljóðið viðvarandi síðan í fyrra „Þetta vælir hérna yfir allt hverfið, já svona draugahljóð hálfpartinn sem kemur hérna oft á kvöldin og líka á daginn þegar það er mjög hvasst en aðallega á kvöldin og inn í nóttina.“ Hljóðið gerði fyrst vart við sig í fyrra um haustið en Jón vakti athygli á hljóðinu á Facebook-síðu hverfisins í gær. Hann fékk mörg viðbrögð frá nágrönnum sínum sem kvarta einnig undan hávaðanum. Jón Þorsteinn Sigurðsson, íbúi í hverfinu.Vísir/Einar Jón sendi Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur erindi vegna hávaðans í byrjun júní en fékk svar í gær þar sem sagði að málið væri í skoðun. Hann gagnrýnir seinagang stofnunarinnar og segir hljóðið spilla fyrir svefninum. „Það eru aðallega næturnar sem eru kannski erfiðar. Ef það hvessir að nóttu til þá glymur þetta og þá þarf maður að loka gluggum og setja tappa í eyrun. Jafnframt er ég með tvo hunda, þeir halda að það sé einhver að dingla eða flauta úti og halda að þetta sé einhver óboðinn gestur og taka stundum á rás og ef það er á nóttunni þá er lítið um svefn á eftir.“ Rannsókn staðið yfir síðan í byrjun árs Helgi Guðjónsson, verkefnastjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, staðfesti í samtali við fréttastofu að rannsókn á málinu hafi staðið yfir síðan í byrjun árs. Málið sé enn í skoðun og búið sé að staðsetja upptök hljóðsins þó að ekki sé staðfest hvað nákvæmlega veldur hljóðinu. Jón fagnar því að verið sé að skoða málið og vonast til þess að lausn verði fundin sem fyrst. „Ég held að það sé mikilvægt að benda á það að þegar að erindi berast svona til borgarinnar að þeim sé sinnt þannig að borgarinn fái á tilfinninguna að það sé verið að gera eitthvað. Það var svona eftir fimmta póstinn sem maður fékk áhyggjur af því að það ætti ekki að gera neitt í þessu,“ sagði Jón. Reykjavík Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Jón Þorsteinn Sigurðsson, íbúi í hverfinu, segist ekki vita nákvæmlega hvaðan hljóðið kemur en segir helstu kenningu hans og annarra íbúa vera að þegar að vindur skellir á svölum í hverfinu verði þær að hálfgerðum munnhörpum sem gefa frá sér fínan en óbærilegan a-tón. Hljóðið gerir helst vart við sig þegar það er norðanátt en það má heyra í spilaranum hér að neðan. Hljóðið viðvarandi síðan í fyrra „Þetta vælir hérna yfir allt hverfið, já svona draugahljóð hálfpartinn sem kemur hérna oft á kvöldin og líka á daginn þegar það er mjög hvasst en aðallega á kvöldin og inn í nóttina.“ Hljóðið gerði fyrst vart við sig í fyrra um haustið en Jón vakti athygli á hljóðinu á Facebook-síðu hverfisins í gær. Hann fékk mörg viðbrögð frá nágrönnum sínum sem kvarta einnig undan hávaðanum. Jón Þorsteinn Sigurðsson, íbúi í hverfinu.Vísir/Einar Jón sendi Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur erindi vegna hávaðans í byrjun júní en fékk svar í gær þar sem sagði að málið væri í skoðun. Hann gagnrýnir seinagang stofnunarinnar og segir hljóðið spilla fyrir svefninum. „Það eru aðallega næturnar sem eru kannski erfiðar. Ef það hvessir að nóttu til þá glymur þetta og þá þarf maður að loka gluggum og setja tappa í eyrun. Jafnframt er ég með tvo hunda, þeir halda að það sé einhver að dingla eða flauta úti og halda að þetta sé einhver óboðinn gestur og taka stundum á rás og ef það er á nóttunni þá er lítið um svefn á eftir.“ Rannsókn staðið yfir síðan í byrjun árs Helgi Guðjónsson, verkefnastjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, staðfesti í samtali við fréttastofu að rannsókn á málinu hafi staðið yfir síðan í byrjun árs. Málið sé enn í skoðun og búið sé að staðsetja upptök hljóðsins þó að ekki sé staðfest hvað nákvæmlega veldur hljóðinu. Jón fagnar því að verið sé að skoða málið og vonast til þess að lausn verði fundin sem fyrst. „Ég held að það sé mikilvægt að benda á það að þegar að erindi berast svona til borgarinnar að þeim sé sinnt þannig að borgarinn fái á tilfinninguna að það sé verið að gera eitthvað. Það var svona eftir fimmta póstinn sem maður fékk áhyggjur af því að það ætti ekki að gera neitt í þessu,“ sagði Jón.
Reykjavík Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira