Dularfullt „draugahljóð“ spillir fyrir svefni íbúa Tómas Arnar Þorláksson skrifar 12. september 2024 21:02 Laugarneshverfið er til hægri á ljósmyndinni. Vísir/Vilhelm Dularfullt ýl eða flaut hefur leikið íbúa í Laugarneshverfi grátt síðustu misseri en óvíst er hvaðan hljóðið kemur. Íbúi í hverfinu segir hljóðið spilla fyrir svefni sínum og kvartar undan aðgerðarleysi heilbrigðiseftirlitsins við heilsuspillandi hávaða. Jón Þorsteinn Sigurðsson, íbúi í hverfinu, segist ekki vita nákvæmlega hvaðan hljóðið kemur en segir helstu kenningu hans og annarra íbúa vera að þegar að vindur skellir á svölum í hverfinu verði þær að hálfgerðum munnhörpum sem gefa frá sér fínan en óbærilegan a-tón. Hljóðið gerir helst vart við sig þegar það er norðanátt en það má heyra í spilaranum hér að neðan. Hljóðið viðvarandi síðan í fyrra „Þetta vælir hérna yfir allt hverfið, já svona draugahljóð hálfpartinn sem kemur hérna oft á kvöldin og líka á daginn þegar það er mjög hvasst en aðallega á kvöldin og inn í nóttina.“ Hljóðið gerði fyrst vart við sig í fyrra um haustið en Jón vakti athygli á hljóðinu á Facebook-síðu hverfisins í gær. Hann fékk mörg viðbrögð frá nágrönnum sínum sem kvarta einnig undan hávaðanum. Jón Þorsteinn Sigurðsson, íbúi í hverfinu.Vísir/Einar Jón sendi Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur erindi vegna hávaðans í byrjun júní en fékk svar í gær þar sem sagði að málið væri í skoðun. Hann gagnrýnir seinagang stofnunarinnar og segir hljóðið spilla fyrir svefninum. „Það eru aðallega næturnar sem eru kannski erfiðar. Ef það hvessir að nóttu til þá glymur þetta og þá þarf maður að loka gluggum og setja tappa í eyrun. Jafnframt er ég með tvo hunda, þeir halda að það sé einhver að dingla eða flauta úti og halda að þetta sé einhver óboðinn gestur og taka stundum á rás og ef það er á nóttunni þá er lítið um svefn á eftir.“ Rannsókn staðið yfir síðan í byrjun árs Helgi Guðjónsson, verkefnastjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, staðfesti í samtali við fréttastofu að rannsókn á málinu hafi staðið yfir síðan í byrjun árs. Málið sé enn í skoðun og búið sé að staðsetja upptök hljóðsins þó að ekki sé staðfest hvað nákvæmlega veldur hljóðinu. Jón fagnar því að verið sé að skoða málið og vonast til þess að lausn verði fundin sem fyrst. „Ég held að það sé mikilvægt að benda á það að þegar að erindi berast svona til borgarinnar að þeim sé sinnt þannig að borgarinn fái á tilfinninguna að það sé verið að gera eitthvað. Það var svona eftir fimmta póstinn sem maður fékk áhyggjur af því að það ætti ekki að gera neitt í þessu,“ sagði Jón. Reykjavík Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Sjá meira
Jón Þorsteinn Sigurðsson, íbúi í hverfinu, segist ekki vita nákvæmlega hvaðan hljóðið kemur en segir helstu kenningu hans og annarra íbúa vera að þegar að vindur skellir á svölum í hverfinu verði þær að hálfgerðum munnhörpum sem gefa frá sér fínan en óbærilegan a-tón. Hljóðið gerir helst vart við sig þegar það er norðanátt en það má heyra í spilaranum hér að neðan. Hljóðið viðvarandi síðan í fyrra „Þetta vælir hérna yfir allt hverfið, já svona draugahljóð hálfpartinn sem kemur hérna oft á kvöldin og líka á daginn þegar það er mjög hvasst en aðallega á kvöldin og inn í nóttina.“ Hljóðið gerði fyrst vart við sig í fyrra um haustið en Jón vakti athygli á hljóðinu á Facebook-síðu hverfisins í gær. Hann fékk mörg viðbrögð frá nágrönnum sínum sem kvarta einnig undan hávaðanum. Jón Þorsteinn Sigurðsson, íbúi í hverfinu.Vísir/Einar Jón sendi Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur erindi vegna hávaðans í byrjun júní en fékk svar í gær þar sem sagði að málið væri í skoðun. Hann gagnrýnir seinagang stofnunarinnar og segir hljóðið spilla fyrir svefninum. „Það eru aðallega næturnar sem eru kannski erfiðar. Ef það hvessir að nóttu til þá glymur þetta og þá þarf maður að loka gluggum og setja tappa í eyrun. Jafnframt er ég með tvo hunda, þeir halda að það sé einhver að dingla eða flauta úti og halda að þetta sé einhver óboðinn gestur og taka stundum á rás og ef það er á nóttunni þá er lítið um svefn á eftir.“ Rannsókn staðið yfir síðan í byrjun árs Helgi Guðjónsson, verkefnastjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, staðfesti í samtali við fréttastofu að rannsókn á málinu hafi staðið yfir síðan í byrjun árs. Málið sé enn í skoðun og búið sé að staðsetja upptök hljóðsins þó að ekki sé staðfest hvað nákvæmlega veldur hljóðinu. Jón fagnar því að verið sé að skoða málið og vonast til þess að lausn verði fundin sem fyrst. „Ég held að það sé mikilvægt að benda á það að þegar að erindi berast svona til borgarinnar að þeim sé sinnt þannig að borgarinn fái á tilfinninguna að það sé verið að gera eitthvað. Það var svona eftir fimmta póstinn sem maður fékk áhyggjur af því að það ætti ekki að gera neitt í þessu,“ sagði Jón.
Reykjavík Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Sjá meira