Dularfullt „draugahljóð“ spillir fyrir svefni íbúa Tómas Arnar Þorláksson skrifar 12. september 2024 21:02 Laugarneshverfið er til hægri á ljósmyndinni. Vísir/Vilhelm Dularfullt ýl eða flaut hefur leikið íbúa í Laugarneshverfi grátt síðustu misseri en óvíst er hvaðan hljóðið kemur. Íbúi í hverfinu segir hljóðið spilla fyrir svefni sínum og kvartar undan aðgerðarleysi heilbrigðiseftirlitsins við heilsuspillandi hávaða. Jón Þorsteinn Sigurðsson, íbúi í hverfinu, segist ekki vita nákvæmlega hvaðan hljóðið kemur en segir helstu kenningu hans og annarra íbúa vera að þegar að vindur skellir á svölum í hverfinu verði þær að hálfgerðum munnhörpum sem gefa frá sér fínan en óbærilegan a-tón. Hljóðið gerir helst vart við sig þegar það er norðanátt en það má heyra í spilaranum hér að neðan. Hljóðið viðvarandi síðan í fyrra „Þetta vælir hérna yfir allt hverfið, já svona draugahljóð hálfpartinn sem kemur hérna oft á kvöldin og líka á daginn þegar það er mjög hvasst en aðallega á kvöldin og inn í nóttina.“ Hljóðið gerði fyrst vart við sig í fyrra um haustið en Jón vakti athygli á hljóðinu á Facebook-síðu hverfisins í gær. Hann fékk mörg viðbrögð frá nágrönnum sínum sem kvarta einnig undan hávaðanum. Jón Þorsteinn Sigurðsson, íbúi í hverfinu.Vísir/Einar Jón sendi Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur erindi vegna hávaðans í byrjun júní en fékk svar í gær þar sem sagði að málið væri í skoðun. Hann gagnrýnir seinagang stofnunarinnar og segir hljóðið spilla fyrir svefninum. „Það eru aðallega næturnar sem eru kannski erfiðar. Ef það hvessir að nóttu til þá glymur þetta og þá þarf maður að loka gluggum og setja tappa í eyrun. Jafnframt er ég með tvo hunda, þeir halda að það sé einhver að dingla eða flauta úti og halda að þetta sé einhver óboðinn gestur og taka stundum á rás og ef það er á nóttunni þá er lítið um svefn á eftir.“ Rannsókn staðið yfir síðan í byrjun árs Helgi Guðjónsson, verkefnastjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, staðfesti í samtali við fréttastofu að rannsókn á málinu hafi staðið yfir síðan í byrjun árs. Málið sé enn í skoðun og búið sé að staðsetja upptök hljóðsins þó að ekki sé staðfest hvað nákvæmlega veldur hljóðinu. Jón fagnar því að verið sé að skoða málið og vonast til þess að lausn verði fundin sem fyrst. „Ég held að það sé mikilvægt að benda á það að þegar að erindi berast svona til borgarinnar að þeim sé sinnt þannig að borgarinn fái á tilfinninguna að það sé verið að gera eitthvað. Það var svona eftir fimmta póstinn sem maður fékk áhyggjur af því að það ætti ekki að gera neitt í þessu,“ sagði Jón. Reykjavík Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Jón Þorsteinn Sigurðsson, íbúi í hverfinu, segist ekki vita nákvæmlega hvaðan hljóðið kemur en segir helstu kenningu hans og annarra íbúa vera að þegar að vindur skellir á svölum í hverfinu verði þær að hálfgerðum munnhörpum sem gefa frá sér fínan en óbærilegan a-tón. Hljóðið gerir helst vart við sig þegar það er norðanátt en það má heyra í spilaranum hér að neðan. Hljóðið viðvarandi síðan í fyrra „Þetta vælir hérna yfir allt hverfið, já svona draugahljóð hálfpartinn sem kemur hérna oft á kvöldin og líka á daginn þegar það er mjög hvasst en aðallega á kvöldin og inn í nóttina.“ Hljóðið gerði fyrst vart við sig í fyrra um haustið en Jón vakti athygli á hljóðinu á Facebook-síðu hverfisins í gær. Hann fékk mörg viðbrögð frá nágrönnum sínum sem kvarta einnig undan hávaðanum. Jón Þorsteinn Sigurðsson, íbúi í hverfinu.Vísir/Einar Jón sendi Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur erindi vegna hávaðans í byrjun júní en fékk svar í gær þar sem sagði að málið væri í skoðun. Hann gagnrýnir seinagang stofnunarinnar og segir hljóðið spilla fyrir svefninum. „Það eru aðallega næturnar sem eru kannski erfiðar. Ef það hvessir að nóttu til þá glymur þetta og þá þarf maður að loka gluggum og setja tappa í eyrun. Jafnframt er ég með tvo hunda, þeir halda að það sé einhver að dingla eða flauta úti og halda að þetta sé einhver óboðinn gestur og taka stundum á rás og ef það er á nóttunni þá er lítið um svefn á eftir.“ Rannsókn staðið yfir síðan í byrjun árs Helgi Guðjónsson, verkefnastjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, staðfesti í samtali við fréttastofu að rannsókn á málinu hafi staðið yfir síðan í byrjun árs. Málið sé enn í skoðun og búið sé að staðsetja upptök hljóðsins þó að ekki sé staðfest hvað nákvæmlega veldur hljóðinu. Jón fagnar því að verið sé að skoða málið og vonast til þess að lausn verði fundin sem fyrst. „Ég held að það sé mikilvægt að benda á það að þegar að erindi berast svona til borgarinnar að þeim sé sinnt þannig að borgarinn fái á tilfinninguna að það sé verið að gera eitthvað. Það var svona eftir fimmta póstinn sem maður fékk áhyggjur af því að það ætti ekki að gera neitt í þessu,“ sagði Jón.
Reykjavík Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira