Listamenn skora á Samherja að falla frá málsókn gegn ODEE Lovísa Arnardóttir skrifar 12. september 2024 12:36 Afsökunarbeiðnin var einnig málið á vegg í Listasafni Íslands. Á myndinni stendur Oddur fyrir framan verkið. Vísir/Vilhelm Stjórn Bandalags íslenskra listamanna lýsir yfir eindregnum stuðningi við baráttu gjörningalistamannsins Odds Eysteins Friðrikssonar, ODEE, fyrir tjáningarfrelsi sínu. Bandalagið skorar á Samherja að falla frá málsókn sinni gegn Oddi. Þá skora þau einnig á fyrirtækið að virða tjáningarfrelsið. Samherji höfðaði mál gegn Oddi eftir að hann opnaði vefsíðu undir nafni fyrirtækisins og birti þar afsökunarbeiðni í þeirra nafni. Vefsíðan var hýst af breskum vefþjóni og því eru málaferlin rekin í Bretlandi. Í maí var greint frá því að Oddi hefði verið gert að taka niður vefsíðuna samherji.co.uk sem hýsti gjörning hans „We‘re sorry“ í kjölfar þess að fyrirtækið fékk bráðabirgðalögbann á síðuna. Þá var honum einnig gert að afhenda Samherja lénið. Sjá einnig: Odee sætir lögbanni í Bretlandi og þarf að afhenda Samherja verk sitt We're Sorry var útskriftarverkefni Odds við Listaháskóla Íslands en um var að ræða skáldaða afsökunarbeiðni Samherja vegna framgöngu fyrirtækisins í Namibíu, þar sem það hefur meðal annars verið sakað um mútugreiðslur til stjórnmálamanna. Ekki á vegum Samherja Fyrst var fjallað um gjörninginn í fréttum þann 11. maí. Upplýsingafulltrúi Samherja greindi þá frá því að vefsíðan væri ekki á þeirra vegum og að þau hefðu óskað þess að hún yrði tekin niður. „Þetta er fölsk síða sem er engan veginn á okkar vegum og fréttatilkynning sem send var út í gegnum þessa fölsku heimasíðu tengist Samherja á engan hátt,“ sagði Karl Eskil Pálsson upplýsingafulltrúi í samtali við Vísi. Nokkrum dögum síðar kom í ljós að um væri að ræða útskriftarverkefni Odds Eysteins, eða Odee. „Namibía á skilið afsökunarbeiðni frá okkur. Öll íslenska þjóðin gerir sér grein fyrir ábyrgð sinni, vill gera betrumbót og leitast eftir fyrirgefningu. Þetta er afsökunarbeiðni frá öllu Íslandi, ekki bara Samherja, þar sem við höfum saman leyft þessu arðráni að gerast,“ sagði hann í tilkynningu sem hann sendi þá út um verkefnið. Samherjaskjölin Menning Myndlist Namibía Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Segir að um „víðtæka og kostnaðarsama aðgerð gegn vörumerki félagsins“ sé að ræða Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir listgjörning Odds Eysteins Friðrikssonar víðtæka og kostnaðarsama aðgerð gegn vörumerki félagsins. Hann segir Samherja hafa leitt hjá sér túlkanir á list og tjáningarfrelsi meðan hann verji mikilvæg vörumerki félagsins. 26. maí 2023 16:21 Lögreglumaður sagðist blaðamaður við eftirgrennslan um listgjörning Odee Rannsóknarlögreglumaðurinn Gísli Jökull Gíslason sagðist vera „sjálfstætt starfandi blaðamaður“ í tölvupóstum til listamannsins Oddds Eysteins Friðrikssonar, þegar hann reyndi að afla upplýsinga um gjörninginn We're Sorry. 19. maí 2023 07:55 Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu Sjá meira
Samherji höfðaði mál gegn Oddi eftir að hann opnaði vefsíðu undir nafni fyrirtækisins og birti þar afsökunarbeiðni í þeirra nafni. Vefsíðan var hýst af breskum vefþjóni og því eru málaferlin rekin í Bretlandi. Í maí var greint frá því að Oddi hefði verið gert að taka niður vefsíðuna samherji.co.uk sem hýsti gjörning hans „We‘re sorry“ í kjölfar þess að fyrirtækið fékk bráðabirgðalögbann á síðuna. Þá var honum einnig gert að afhenda Samherja lénið. Sjá einnig: Odee sætir lögbanni í Bretlandi og þarf að afhenda Samherja verk sitt We're Sorry var útskriftarverkefni Odds við Listaháskóla Íslands en um var að ræða skáldaða afsökunarbeiðni Samherja vegna framgöngu fyrirtækisins í Namibíu, þar sem það hefur meðal annars verið sakað um mútugreiðslur til stjórnmálamanna. Ekki á vegum Samherja Fyrst var fjallað um gjörninginn í fréttum þann 11. maí. Upplýsingafulltrúi Samherja greindi þá frá því að vefsíðan væri ekki á þeirra vegum og að þau hefðu óskað þess að hún yrði tekin niður. „Þetta er fölsk síða sem er engan veginn á okkar vegum og fréttatilkynning sem send var út í gegnum þessa fölsku heimasíðu tengist Samherja á engan hátt,“ sagði Karl Eskil Pálsson upplýsingafulltrúi í samtali við Vísi. Nokkrum dögum síðar kom í ljós að um væri að ræða útskriftarverkefni Odds Eysteins, eða Odee. „Namibía á skilið afsökunarbeiðni frá okkur. Öll íslenska þjóðin gerir sér grein fyrir ábyrgð sinni, vill gera betrumbót og leitast eftir fyrirgefningu. Þetta er afsökunarbeiðni frá öllu Íslandi, ekki bara Samherja, þar sem við höfum saman leyft þessu arðráni að gerast,“ sagði hann í tilkynningu sem hann sendi þá út um verkefnið.
Samherjaskjölin Menning Myndlist Namibía Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Segir að um „víðtæka og kostnaðarsama aðgerð gegn vörumerki félagsins“ sé að ræða Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir listgjörning Odds Eysteins Friðrikssonar víðtæka og kostnaðarsama aðgerð gegn vörumerki félagsins. Hann segir Samherja hafa leitt hjá sér túlkanir á list og tjáningarfrelsi meðan hann verji mikilvæg vörumerki félagsins. 26. maí 2023 16:21 Lögreglumaður sagðist blaðamaður við eftirgrennslan um listgjörning Odee Rannsóknarlögreglumaðurinn Gísli Jökull Gíslason sagðist vera „sjálfstætt starfandi blaðamaður“ í tölvupóstum til listamannsins Oddds Eysteins Friðrikssonar, þegar hann reyndi að afla upplýsinga um gjörninginn We're Sorry. 19. maí 2023 07:55 Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu Sjá meira
Segir að um „víðtæka og kostnaðarsama aðgerð gegn vörumerki félagsins“ sé að ræða Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir listgjörning Odds Eysteins Friðrikssonar víðtæka og kostnaðarsama aðgerð gegn vörumerki félagsins. Hann segir Samherja hafa leitt hjá sér túlkanir á list og tjáningarfrelsi meðan hann verji mikilvæg vörumerki félagsins. 26. maí 2023 16:21
Lögreglumaður sagðist blaðamaður við eftirgrennslan um listgjörning Odee Rannsóknarlögreglumaðurinn Gísli Jökull Gíslason sagðist vera „sjálfstætt starfandi blaðamaður“ í tölvupóstum til listamannsins Oddds Eysteins Friðrikssonar, þegar hann reyndi að afla upplýsinga um gjörninginn We're Sorry. 19. maí 2023 07:55