„Þeir hótuðu að handtaka konuna mína“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. september 2024 06:33 Jun-ho Son með liðsfélaga sínum í suður-kóreska landsliðinu Heung-min Son eftir leik á HM í Katar 2022. Getty/Chris Brunskill Son Jun-ho er einn þeirra sem hefur verið dæmur í lífstíðarbann frá kínverskum fótbolta. Hann hélt hins vegar blaðamannafund í gær og sagði frá sinni hlið á málinu. Kínverska knattspyrnusambandið dæmdi alls 43 manns í bann frá fótbolta út allt þeirra líf vegna þátttöku í spillingu í kringum veðmál og hagræðingu úrslita í kínverska fótboltanum. Einn af þeim er eins og áður sagði þessi 32 ára Suður-Kóreumaður. Son spilaði í kínversku deildinni frá 2021 til 2023. Hann hélt fram sakleysi sínu á blaðamannafundi í Suður-Kóreu og segir þetta vera fáránlegar ásakanir. Son Jun-ho is claiming during the ongoing press conference that Chinese authorities threatened to investigate his family if he did not confess, forcing him to make a false confession, which led to his conviction. pic.twitter.com/Qg8Dk5jC6D— Korea Football News (@KORFootballNews) September 11, 2024 Son var handtekinn í maí 2023 og viðurkenndi þá að hafa tekið þátt í svindlinu. Nú segir Son að það hafi verið falskur vitnisburður. Aftonbladet segir frá. „Þeir hótuðu að handtaka konuna mína og fara með hana í sama fangelsi og ég var í ef ég játaði ekki,“ sagði Son Jun-ho á blaðamannafundinum. Hann segir líka að þeir hafi notað börnin hans til að þvinga fram játningu. „Þeir sýndu mér myndir af börnunum mínum og sögðu: Hvað hafa þessi börn gert til að verðskulda svona?,“ sagði Son. Hann var handtekinn fyrir að taka við mútum frá opinberum starfsmanni en segist ekki hafa vitað hvað þeir voru að saka hann um. Hann hugsaði fyrst og fremst um að passa upp á fjölskyldu sína. Nú vill hann hreinsa nafnið sitt. „Það eina sem þeir hafa er þessi falska játning,“ sagði Son. Hinn 32 ára gamli Son spilar nú heima í Suður-Kóreu. Félagið segir að hann megi spila áfram þrátt fyrir bannið í Kína svo framarlega sem að kóreska knattspyrnusambandið eða FIFA setji hann ekki i bann. The Chinese Football Association has officially notified FIFA and the KFA of Son Jun-ho's permanent ban.If FIFA extends the sanction globally, it will effectively end his playing career. (Yonhap News) #kleague pic.twitter.com/dUpNG5DWTQ— Korea Football News (@KORFootballNews) September 12, 2024 Suður-Kórea Kína FIFA Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Handbolti Fleiri fréttir Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Sjá meira
Kínverska knattspyrnusambandið dæmdi alls 43 manns í bann frá fótbolta út allt þeirra líf vegna þátttöku í spillingu í kringum veðmál og hagræðingu úrslita í kínverska fótboltanum. Einn af þeim er eins og áður sagði þessi 32 ára Suður-Kóreumaður. Son spilaði í kínversku deildinni frá 2021 til 2023. Hann hélt fram sakleysi sínu á blaðamannafundi í Suður-Kóreu og segir þetta vera fáránlegar ásakanir. Son Jun-ho is claiming during the ongoing press conference that Chinese authorities threatened to investigate his family if he did not confess, forcing him to make a false confession, which led to his conviction. pic.twitter.com/Qg8Dk5jC6D— Korea Football News (@KORFootballNews) September 11, 2024 Son var handtekinn í maí 2023 og viðurkenndi þá að hafa tekið þátt í svindlinu. Nú segir Son að það hafi verið falskur vitnisburður. Aftonbladet segir frá. „Þeir hótuðu að handtaka konuna mína og fara með hana í sama fangelsi og ég var í ef ég játaði ekki,“ sagði Son Jun-ho á blaðamannafundinum. Hann segir líka að þeir hafi notað börnin hans til að þvinga fram játningu. „Þeir sýndu mér myndir af börnunum mínum og sögðu: Hvað hafa þessi börn gert til að verðskulda svona?,“ sagði Son. Hann var handtekinn fyrir að taka við mútum frá opinberum starfsmanni en segist ekki hafa vitað hvað þeir voru að saka hann um. Hann hugsaði fyrst og fremst um að passa upp á fjölskyldu sína. Nú vill hann hreinsa nafnið sitt. „Það eina sem þeir hafa er þessi falska játning,“ sagði Son. Hinn 32 ára gamli Son spilar nú heima í Suður-Kóreu. Félagið segir að hann megi spila áfram þrátt fyrir bannið í Kína svo framarlega sem að kóreska knattspyrnusambandið eða FIFA setji hann ekki i bann. The Chinese Football Association has officially notified FIFA and the KFA of Son Jun-ho's permanent ban.If FIFA extends the sanction globally, it will effectively end his playing career. (Yonhap News) #kleague pic.twitter.com/dUpNG5DWTQ— Korea Football News (@KORFootballNews) September 12, 2024
Suður-Kórea Kína FIFA Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Handbolti Fleiri fréttir Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Sjá meira