„Þeir hótuðu að handtaka konuna mína“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. september 2024 06:33 Jun-ho Son með liðsfélaga sínum í suður-kóreska landsliðinu Heung-min Son eftir leik á HM í Katar 2022. Getty/Chris Brunskill Son Jun-ho er einn þeirra sem hefur verið dæmur í lífstíðarbann frá kínverskum fótbolta. Hann hélt hins vegar blaðamannafund í gær og sagði frá sinni hlið á málinu. Kínverska knattspyrnusambandið dæmdi alls 43 manns í bann frá fótbolta út allt þeirra líf vegna þátttöku í spillingu í kringum veðmál og hagræðingu úrslita í kínverska fótboltanum. Einn af þeim er eins og áður sagði þessi 32 ára Suður-Kóreumaður. Son spilaði í kínversku deildinni frá 2021 til 2023. Hann hélt fram sakleysi sínu á blaðamannafundi í Suður-Kóreu og segir þetta vera fáránlegar ásakanir. Son Jun-ho is claiming during the ongoing press conference that Chinese authorities threatened to investigate his family if he did not confess, forcing him to make a false confession, which led to his conviction. pic.twitter.com/Qg8Dk5jC6D— Korea Football News (@KORFootballNews) September 11, 2024 Son var handtekinn í maí 2023 og viðurkenndi þá að hafa tekið þátt í svindlinu. Nú segir Son að það hafi verið falskur vitnisburður. Aftonbladet segir frá. „Þeir hótuðu að handtaka konuna mína og fara með hana í sama fangelsi og ég var í ef ég játaði ekki,“ sagði Son Jun-ho á blaðamannafundinum. Hann segir líka að þeir hafi notað börnin hans til að þvinga fram játningu. „Þeir sýndu mér myndir af börnunum mínum og sögðu: Hvað hafa þessi börn gert til að verðskulda svona?,“ sagði Son. Hann var handtekinn fyrir að taka við mútum frá opinberum starfsmanni en segist ekki hafa vitað hvað þeir voru að saka hann um. Hann hugsaði fyrst og fremst um að passa upp á fjölskyldu sína. Nú vill hann hreinsa nafnið sitt. „Það eina sem þeir hafa er þessi falska játning,“ sagði Son. Hinn 32 ára gamli Son spilar nú heima í Suður-Kóreu. Félagið segir að hann megi spila áfram þrátt fyrir bannið í Kína svo framarlega sem að kóreska knattspyrnusambandið eða FIFA setji hann ekki i bann. The Chinese Football Association has officially notified FIFA and the KFA of Son Jun-ho's permanent ban.If FIFA extends the sanction globally, it will effectively end his playing career. (Yonhap News) #kleague pic.twitter.com/dUpNG5DWTQ— Korea Football News (@KORFootballNews) September 12, 2024 Suður-Kórea Kína FIFA Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjá meira
Kínverska knattspyrnusambandið dæmdi alls 43 manns í bann frá fótbolta út allt þeirra líf vegna þátttöku í spillingu í kringum veðmál og hagræðingu úrslita í kínverska fótboltanum. Einn af þeim er eins og áður sagði þessi 32 ára Suður-Kóreumaður. Son spilaði í kínversku deildinni frá 2021 til 2023. Hann hélt fram sakleysi sínu á blaðamannafundi í Suður-Kóreu og segir þetta vera fáránlegar ásakanir. Son Jun-ho is claiming during the ongoing press conference that Chinese authorities threatened to investigate his family if he did not confess, forcing him to make a false confession, which led to his conviction. pic.twitter.com/Qg8Dk5jC6D— Korea Football News (@KORFootballNews) September 11, 2024 Son var handtekinn í maí 2023 og viðurkenndi þá að hafa tekið þátt í svindlinu. Nú segir Son að það hafi verið falskur vitnisburður. Aftonbladet segir frá. „Þeir hótuðu að handtaka konuna mína og fara með hana í sama fangelsi og ég var í ef ég játaði ekki,“ sagði Son Jun-ho á blaðamannafundinum. Hann segir líka að þeir hafi notað börnin hans til að þvinga fram játningu. „Þeir sýndu mér myndir af börnunum mínum og sögðu: Hvað hafa þessi börn gert til að verðskulda svona?,“ sagði Son. Hann var handtekinn fyrir að taka við mútum frá opinberum starfsmanni en segist ekki hafa vitað hvað þeir voru að saka hann um. Hann hugsaði fyrst og fremst um að passa upp á fjölskyldu sína. Nú vill hann hreinsa nafnið sitt. „Það eina sem þeir hafa er þessi falska játning,“ sagði Son. Hinn 32 ára gamli Son spilar nú heima í Suður-Kóreu. Félagið segir að hann megi spila áfram þrátt fyrir bannið í Kína svo framarlega sem að kóreska knattspyrnusambandið eða FIFA setji hann ekki i bann. The Chinese Football Association has officially notified FIFA and the KFA of Son Jun-ho's permanent ban.If FIFA extends the sanction globally, it will effectively end his playing career. (Yonhap News) #kleague pic.twitter.com/dUpNG5DWTQ— Korea Football News (@KORFootballNews) September 12, 2024
Suður-Kórea Kína FIFA Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjá meira