„Þeir hótuðu að handtaka konuna mína“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. september 2024 06:33 Jun-ho Son með liðsfélaga sínum í suður-kóreska landsliðinu Heung-min Son eftir leik á HM í Katar 2022. Getty/Chris Brunskill Son Jun-ho er einn þeirra sem hefur verið dæmur í lífstíðarbann frá kínverskum fótbolta. Hann hélt hins vegar blaðamannafund í gær og sagði frá sinni hlið á málinu. Kínverska knattspyrnusambandið dæmdi alls 43 manns í bann frá fótbolta út allt þeirra líf vegna þátttöku í spillingu í kringum veðmál og hagræðingu úrslita í kínverska fótboltanum. Einn af þeim er eins og áður sagði þessi 32 ára Suður-Kóreumaður. Son spilaði í kínversku deildinni frá 2021 til 2023. Hann hélt fram sakleysi sínu á blaðamannafundi í Suður-Kóreu og segir þetta vera fáránlegar ásakanir. Son Jun-ho is claiming during the ongoing press conference that Chinese authorities threatened to investigate his family if he did not confess, forcing him to make a false confession, which led to his conviction. pic.twitter.com/Qg8Dk5jC6D— Korea Football News (@KORFootballNews) September 11, 2024 Son var handtekinn í maí 2023 og viðurkenndi þá að hafa tekið þátt í svindlinu. Nú segir Son að það hafi verið falskur vitnisburður. Aftonbladet segir frá. „Þeir hótuðu að handtaka konuna mína og fara með hana í sama fangelsi og ég var í ef ég játaði ekki,“ sagði Son Jun-ho á blaðamannafundinum. Hann segir líka að þeir hafi notað börnin hans til að þvinga fram játningu. „Þeir sýndu mér myndir af börnunum mínum og sögðu: Hvað hafa þessi börn gert til að verðskulda svona?,“ sagði Son. Hann var handtekinn fyrir að taka við mútum frá opinberum starfsmanni en segist ekki hafa vitað hvað þeir voru að saka hann um. Hann hugsaði fyrst og fremst um að passa upp á fjölskyldu sína. Nú vill hann hreinsa nafnið sitt. „Það eina sem þeir hafa er þessi falska játning,“ sagði Son. Hinn 32 ára gamli Son spilar nú heima í Suður-Kóreu. Félagið segir að hann megi spila áfram þrátt fyrir bannið í Kína svo framarlega sem að kóreska knattspyrnusambandið eða FIFA setji hann ekki i bann. The Chinese Football Association has officially notified FIFA and the KFA of Son Jun-ho's permanent ban.If FIFA extends the sanction globally, it will effectively end his playing career. (Yonhap News) #kleague pic.twitter.com/dUpNG5DWTQ— Korea Football News (@KORFootballNews) September 12, 2024 Suður-Kórea Kína FIFA Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Sjá meira
Kínverska knattspyrnusambandið dæmdi alls 43 manns í bann frá fótbolta út allt þeirra líf vegna þátttöku í spillingu í kringum veðmál og hagræðingu úrslita í kínverska fótboltanum. Einn af þeim er eins og áður sagði þessi 32 ára Suður-Kóreumaður. Son spilaði í kínversku deildinni frá 2021 til 2023. Hann hélt fram sakleysi sínu á blaðamannafundi í Suður-Kóreu og segir þetta vera fáránlegar ásakanir. Son Jun-ho is claiming during the ongoing press conference that Chinese authorities threatened to investigate his family if he did not confess, forcing him to make a false confession, which led to his conviction. pic.twitter.com/Qg8Dk5jC6D— Korea Football News (@KORFootballNews) September 11, 2024 Son var handtekinn í maí 2023 og viðurkenndi þá að hafa tekið þátt í svindlinu. Nú segir Son að það hafi verið falskur vitnisburður. Aftonbladet segir frá. „Þeir hótuðu að handtaka konuna mína og fara með hana í sama fangelsi og ég var í ef ég játaði ekki,“ sagði Son Jun-ho á blaðamannafundinum. Hann segir líka að þeir hafi notað börnin hans til að þvinga fram játningu. „Þeir sýndu mér myndir af börnunum mínum og sögðu: Hvað hafa þessi börn gert til að verðskulda svona?,“ sagði Son. Hann var handtekinn fyrir að taka við mútum frá opinberum starfsmanni en segist ekki hafa vitað hvað þeir voru að saka hann um. Hann hugsaði fyrst og fremst um að passa upp á fjölskyldu sína. Nú vill hann hreinsa nafnið sitt. „Það eina sem þeir hafa er þessi falska játning,“ sagði Son. Hinn 32 ára gamli Son spilar nú heima í Suður-Kóreu. Félagið segir að hann megi spila áfram þrátt fyrir bannið í Kína svo framarlega sem að kóreska knattspyrnusambandið eða FIFA setji hann ekki i bann. The Chinese Football Association has officially notified FIFA and the KFA of Son Jun-ho's permanent ban.If FIFA extends the sanction globally, it will effectively end his playing career. (Yonhap News) #kleague pic.twitter.com/dUpNG5DWTQ— Korea Football News (@KORFootballNews) September 12, 2024
Suður-Kórea Kína FIFA Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Sjá meira