Emma Hayes sannfærði Bandaríkin um að ganga langt til að fá Pochettino Sindri Sverrisson skrifar 11. september 2024 14:31 Emma Hayes og Mauricio Pochettino, með aðstoðarþjálfaranum Jesus Perez, þegar þau stýrðu kvenna- og karlaliði Chelsea á síðustu leiktíð. Nú stýra Hayes og Pochettino bandarísku landsliðunum. Getty/Harriet Lander Eftir að hafa bæði verið þjálfarar hjá Chelsea hafa þau Emma Hayes og Mauricio Pochettino nú endurnýjað kynni sín sem landsliðsþjálfarar hjá Bandaríkjunum. Matt Crocker, íþróttastjóri bandaríska knattspyrnusambandsins, segir að afar góð meðmæli frá Hayes hafi átt sinn þátt í þvi að Pochettino var í gær kynntur sem nýr þjálfari karlalandsliðs Bandaríkjanna. Hann mun stýra liðinu fram yfir HM 2026 sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. Pochettino er sagður fá um 6 milljónir Bandaríkjadala í laun á ári, um 830 milljónir króna, eða tæplega fjórum sinnum hærri laun en Gregg Berhalter, forveri hans í starfi. Hayes sannfærði vinnuveitendur sína um að Pochettino væri þess virði. Hayes hætti með Chelsea, eftir tólf farsæl ár, til að taka við kvennalandsliði Bandaríkjanna í vor og hefur slegið strax í gegn. Undir hennar stjórn varð liðið ólympíumeistari í París í ágúst. „Spennandi að sjá þau vinna saman“ Þau Pochettino kynntust í síðasta starfi Argentínumannsins, sem var látinn fara frá Chelsea í vor eftir aðeins eina leiktíð, og Hayes hreifst af vinnubrögðum hans þar. Þess vegna ýtti hún á eftir Crocker og félögum að ganga frá ráðningu á Pochettino: „Hún er ótrúlegur þjálfari og ótrúleg manneskja. Í hvert sinn sem við sáum hana þá var hún bara: „Hvar er Poch?“ Hún þekkir hann og við notuðum það sem ákveðinn útangspunkt. Þau bera gríðarlega virðingu fyrir hvort öðru. Okkur fannst mjög spennandi að sjá þau vinna saman,“ sagði Crocker í viðtali við TNT. Emma Hayes welcomes Mauricio Pochettino to U.S. Soccer 🇺🇸 pic.twitter.com/QWeWp42LJL— B/R Football (@brfootball) September 10, 2024 Hayes sendi Pochettino líka kveðju á samfélagsmiðlum: „Ég get ekki beðið eftir því að vinna með þér aftur og hlakka til samstarfsins næstu árin. Þetta er spennandi tími fyrir bandarískan fótbolta og ég vil bara bjóða þig velkominn, og ég hlakka til að taka á móti þér í bandarísku fótboltafjölskylduna,“ sagði Hayes. Ljóst er að Pochettino mun seint njóta sömu velgengni og Hayes í Bandaríkjunum. Karlalandslið þjóðarinnar hefur átt afar erfitt uppdráttar og gerði jafntefli í gær gegn Nýja-Sjálandi í vináttulandsleik, eftir þrjú töp í röð. Liðið komst í 16-liða úrslit á síðasta heimsmeistaramóti, í Katar 2022, en féll þar úr leik með 3-1 tapi gegn Hollandi. Bandaríski fótboltinn Enski boltinn Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Körfubolti Fleiri fréttir Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Nottingham Forest - Chelsea | Starfið undir hjá Ange? Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Sjá meira
Matt Crocker, íþróttastjóri bandaríska knattspyrnusambandsins, segir að afar góð meðmæli frá Hayes hafi átt sinn þátt í þvi að Pochettino var í gær kynntur sem nýr þjálfari karlalandsliðs Bandaríkjanna. Hann mun stýra liðinu fram yfir HM 2026 sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. Pochettino er sagður fá um 6 milljónir Bandaríkjadala í laun á ári, um 830 milljónir króna, eða tæplega fjórum sinnum hærri laun en Gregg Berhalter, forveri hans í starfi. Hayes sannfærði vinnuveitendur sína um að Pochettino væri þess virði. Hayes hætti með Chelsea, eftir tólf farsæl ár, til að taka við kvennalandsliði Bandaríkjanna í vor og hefur slegið strax í gegn. Undir hennar stjórn varð liðið ólympíumeistari í París í ágúst. „Spennandi að sjá þau vinna saman“ Þau Pochettino kynntust í síðasta starfi Argentínumannsins, sem var látinn fara frá Chelsea í vor eftir aðeins eina leiktíð, og Hayes hreifst af vinnubrögðum hans þar. Þess vegna ýtti hún á eftir Crocker og félögum að ganga frá ráðningu á Pochettino: „Hún er ótrúlegur þjálfari og ótrúleg manneskja. Í hvert sinn sem við sáum hana þá var hún bara: „Hvar er Poch?“ Hún þekkir hann og við notuðum það sem ákveðinn útangspunkt. Þau bera gríðarlega virðingu fyrir hvort öðru. Okkur fannst mjög spennandi að sjá þau vinna saman,“ sagði Crocker í viðtali við TNT. Emma Hayes welcomes Mauricio Pochettino to U.S. Soccer 🇺🇸 pic.twitter.com/QWeWp42LJL— B/R Football (@brfootball) September 10, 2024 Hayes sendi Pochettino líka kveðju á samfélagsmiðlum: „Ég get ekki beðið eftir því að vinna með þér aftur og hlakka til samstarfsins næstu árin. Þetta er spennandi tími fyrir bandarískan fótbolta og ég vil bara bjóða þig velkominn, og ég hlakka til að taka á móti þér í bandarísku fótboltafjölskylduna,“ sagði Hayes. Ljóst er að Pochettino mun seint njóta sömu velgengni og Hayes í Bandaríkjunum. Karlalandslið þjóðarinnar hefur átt afar erfitt uppdráttar og gerði jafntefli í gær gegn Nýja-Sjálandi í vináttulandsleik, eftir þrjú töp í röð. Liðið komst í 16-liða úrslit á síðasta heimsmeistaramóti, í Katar 2022, en féll þar úr leik með 3-1 tapi gegn Hollandi.
Bandaríski fótboltinn Enski boltinn Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Körfubolti Fleiri fréttir Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Nottingham Forest - Chelsea | Starfið undir hjá Ange? Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Sjá meira