Lagerbäck tjáir sig um „óvenjulegan“ fótboltastorm í Svíþjóð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. september 2024 09:32 Hugo Larsson fagnar marki með Eintracht Frankfurt. Lars Lagerbäck vinnur fyrir sænska sjónvarpið. Getty/Helge Prang Svíar unnu báða leiki sina í Þjóðadeildinni í fótbolta í þessum landsleikjaglugga en stór hluti fréttanna um liðið í sænskum fjölmiðlum hafa hins vegar snúist um ungan leikmann sem spilaði hvorugan leikinn. Leikmaðurinn heitir Hugo Larsson en hann lenti upp á kant við landsliðsþjálfarann Jon Dahl Tomasson, í þessu verkefni. Sænska sambandið sagði ekki satt Larsson, sem er aðeins tuttugu ára og framtíðarstjarna liðsins, var valinn í hópinn en yfirgaf síðan liðið í miðju verkefni. Fyrst gaf sænska sambandið það út að hann væri meiddur en þýska félagið hans neitaði því strax. Sænska knattspyrnusambandið laug því um ástæðuna sem var eins og olía á bálið. NRK fór yfir málið. Larsson var mjög ósáttur eftir að hann fékk ekki að spila í sigrinum á Aserbaísjan en þó aðallega var hann reiður vegna ummæla landsliðsþjálfarans. Tomasson talaði þar um það að Larsson væri að reyna of mikið af fyrirgjöfum og að hann hentaði ekki leikstíl sænska liðsins. Með öðrum orðum var Larsson að reyna of mikið inn á vellinum frekar en að spila skynsamari leik. „Ég er mjög vonsvikinn“ „Ég er með annan þjálfara í Þýskalandi sem sér hlutina svolítið öðruvísi,“ sagði Larsson við SVT. Hann hefur byrjað mjög vel með Eintracht Frankfurt á þessu tímabili. „Ég er mjög vonsvikinn,“ sagði Larsson. Það eru margir sem hafa ólíkar skoðanir á málinu og menn skiptast í lið Larsson og lið Tomasson. Aftonbladet kallaði Larsson vitleysing en Sveriges Radio sló því upp að landsliðsþjálfarinn muni hafa samband við leikmanninn. Lars Lagerbäck var líka farinn að tjá sig um málið. „Þetta er mjög óvenjulegt ekki síst þar sem um er að ræða ungan leikmann sem hefur varla spilað með sænska landsliðinu,“ sagði Lagerbäck við SVT. Ber tilfinningarnar utan á sér Larsson á að baki sex landsleiki og hefur aðeins tvisvar verið í byrjunarliðinu. Sænski blaðamaðurinn Amanda Zaza segir við NRK að leikmaðurinn segi alltaf það sem hann hugsi og að hann beri tilfinningarnar utan á sér. „Þú getur haft miklar tilfinningar og þetta er ekki auðvelt fyrir ungan leikmann. Ég verð samt að hugsa fyrst og fremst um liðið. Stundum situr þú á bekknum, stundum færðu að spila og stundum ertu ekki í hópnum,“ sagði Jon Dahl Tomasson. Sveriges Radio spurði landsliðsþjálfarann hvort hann muni hafa samband við leikmanninn. „Að sjálfsögðu,“ sagði Tomasson. Sænski boltinn Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Maradona verður grafinn upp Fótbolti Guðjohnsen snýr aftur á Brúna: „Sérstakt fyrir mig og pabba“ Fótbolti „Slúðrað og talað um mig í öllum hornum“ Handbolti Finnur til með Ten Hag og býður honum í glas Fótbolti Gaz-leikur Pavels: Stanslaust djamm gegn bingókvöldi Körfubolti Hætti við að hætta og samdi við Barcelona Fótbolti Salah setti met í sigri Liverpool Fótbolti Henry hélt að Saka yrði ekki það góður Enski boltinn Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Formúla 1 Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Formúla 1 Fleiri fréttir Guðjohnsen snýr aftur á Brúna: „Sérstakt fyrir mig og pabba“ Henry hélt að Saka yrði ekki það góður Maradona verður grafinn upp Finnur til með Ten Hag og býður honum í glas Hætti við að hætta og samdi við Barcelona Óvænt tap meistaranna og fimm marka fjör hjá Juventus Salah setti met í sigri Liverpool Ofurvaramaðurinn með ótrúlegt mark til að tryggja Aston Villa sigur Klúðruðu víti og skoruðu tvö sjálfsmörk „Hann er klárlega magnaður þjálfari“ Þúsund Walesverjar í Dalnum og Åge kallar eftir hjálp Snýr aftur heim í KR Kristian ekki spilað nóg en fer í U21 Dæmdi ekki í Meistaradeildinni eftir að hafa hótað að drepa leikmann Ekki ánægður með stöðu Hákons Rafns Enn pláss fyrir Aron sem fer í segulómun Landsliðshópurinn: Sverrir kemur inn og Brynjólfur valinn Hættir við að hætta til að mæta Íslandi Sjáðu markaflóðið úr Meistaradeildinni Sonur Sterlings leiddi Saka út á völlinn Leikmaður City handtekinn fyrir að stela síma Sakar leikmenn United um leti á æfingum Bann og sekt fyrir að kalla fjórða dómara „litla helvítis kuntu“ Slæm höfuðmeiðsli Le Normand eftir áreksturinn við Tchouaméni Dortmund í sjöunda himni | Stórsigrar hjá Barcelona og Inter Öruggt hjá Skyttunum Þægilegt í Slóvakíu Á met sem enginn vill Brest tímabundið á topp Meistaradeildarinnar Rauða spjaldið hans Bruno dregið til baka Sjá meira
Leikmaðurinn heitir Hugo Larsson en hann lenti upp á kant við landsliðsþjálfarann Jon Dahl Tomasson, í þessu verkefni. Sænska sambandið sagði ekki satt Larsson, sem er aðeins tuttugu ára og framtíðarstjarna liðsins, var valinn í hópinn en yfirgaf síðan liðið í miðju verkefni. Fyrst gaf sænska sambandið það út að hann væri meiddur en þýska félagið hans neitaði því strax. Sænska knattspyrnusambandið laug því um ástæðuna sem var eins og olía á bálið. NRK fór yfir málið. Larsson var mjög ósáttur eftir að hann fékk ekki að spila í sigrinum á Aserbaísjan en þó aðallega var hann reiður vegna ummæla landsliðsþjálfarans. Tomasson talaði þar um það að Larsson væri að reyna of mikið af fyrirgjöfum og að hann hentaði ekki leikstíl sænska liðsins. Með öðrum orðum var Larsson að reyna of mikið inn á vellinum frekar en að spila skynsamari leik. „Ég er mjög vonsvikinn“ „Ég er með annan þjálfara í Þýskalandi sem sér hlutina svolítið öðruvísi,“ sagði Larsson við SVT. Hann hefur byrjað mjög vel með Eintracht Frankfurt á þessu tímabili. „Ég er mjög vonsvikinn,“ sagði Larsson. Það eru margir sem hafa ólíkar skoðanir á málinu og menn skiptast í lið Larsson og lið Tomasson. Aftonbladet kallaði Larsson vitleysing en Sveriges Radio sló því upp að landsliðsþjálfarinn muni hafa samband við leikmanninn. Lars Lagerbäck var líka farinn að tjá sig um málið. „Þetta er mjög óvenjulegt ekki síst þar sem um er að ræða ungan leikmann sem hefur varla spilað með sænska landsliðinu,“ sagði Lagerbäck við SVT. Ber tilfinningarnar utan á sér Larsson á að baki sex landsleiki og hefur aðeins tvisvar verið í byrjunarliðinu. Sænski blaðamaðurinn Amanda Zaza segir við NRK að leikmaðurinn segi alltaf það sem hann hugsi og að hann beri tilfinningarnar utan á sér. „Þú getur haft miklar tilfinningar og þetta er ekki auðvelt fyrir ungan leikmann. Ég verð samt að hugsa fyrst og fremst um liðið. Stundum situr þú á bekknum, stundum færðu að spila og stundum ertu ekki í hópnum,“ sagði Jon Dahl Tomasson. Sveriges Radio spurði landsliðsþjálfarann hvort hann muni hafa samband við leikmanninn. „Að sjálfsögðu,“ sagði Tomasson.
Sænski boltinn Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Maradona verður grafinn upp Fótbolti Guðjohnsen snýr aftur á Brúna: „Sérstakt fyrir mig og pabba“ Fótbolti „Slúðrað og talað um mig í öllum hornum“ Handbolti Finnur til með Ten Hag og býður honum í glas Fótbolti Gaz-leikur Pavels: Stanslaust djamm gegn bingókvöldi Körfubolti Hætti við að hætta og samdi við Barcelona Fótbolti Salah setti met í sigri Liverpool Fótbolti Henry hélt að Saka yrði ekki það góður Enski boltinn Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Formúla 1 Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Formúla 1 Fleiri fréttir Guðjohnsen snýr aftur á Brúna: „Sérstakt fyrir mig og pabba“ Henry hélt að Saka yrði ekki það góður Maradona verður grafinn upp Finnur til með Ten Hag og býður honum í glas Hætti við að hætta og samdi við Barcelona Óvænt tap meistaranna og fimm marka fjör hjá Juventus Salah setti met í sigri Liverpool Ofurvaramaðurinn með ótrúlegt mark til að tryggja Aston Villa sigur Klúðruðu víti og skoruðu tvö sjálfsmörk „Hann er klárlega magnaður þjálfari“ Þúsund Walesverjar í Dalnum og Åge kallar eftir hjálp Snýr aftur heim í KR Kristian ekki spilað nóg en fer í U21 Dæmdi ekki í Meistaradeildinni eftir að hafa hótað að drepa leikmann Ekki ánægður með stöðu Hákons Rafns Enn pláss fyrir Aron sem fer í segulómun Landsliðshópurinn: Sverrir kemur inn og Brynjólfur valinn Hættir við að hætta til að mæta Íslandi Sjáðu markaflóðið úr Meistaradeildinni Sonur Sterlings leiddi Saka út á völlinn Leikmaður City handtekinn fyrir að stela síma Sakar leikmenn United um leti á æfingum Bann og sekt fyrir að kalla fjórða dómara „litla helvítis kuntu“ Slæm höfuðmeiðsli Le Normand eftir áreksturinn við Tchouaméni Dortmund í sjöunda himni | Stórsigrar hjá Barcelona og Inter Öruggt hjá Skyttunum Þægilegt í Slóvakíu Á met sem enginn vill Brest tímabundið á topp Meistaradeildarinnar Rauða spjaldið hans Bruno dregið til baka Sjá meira