Vilja losna við einkaþotur og þyrlur af Reykjavíkurflugvelli Lovísa Arnardóttir skrifar 10. september 2024 14:33 Daði segir að um leið og veðrið er gott fjölgi þyrluflugunum. Vísir/Vilhelm Félagar í samtökunum Hljóðmörk - Íbúasamtök gegn óþarfa flugumferð á Reykjavíkurflugvelli krefjast þess að óþarfa flug hverfi frá Reykjavíkurflugvelli. Að baki samtökunum standa íbúar úr Hlíðum, Vesturbæ Reykjavíkur og Kársnesi. Samtökin vilja einnig fá aðild að opinberum nefndum og samráðshópum um stefnumótun flugvallarins. „Það er fólk úr öllum áttum í samtökunum sem endaði saman og fór að ræða þetta. Margir sem koma að þessu hafa verið að reyna að láta heyra í sér en hafa komið að lokuðum dyrum,“ segir Daði Rafnsson, einn stofnenda samtakanna og íbúi á Kársnesi. Hann segir að meðlimum samtakanna þyki umræðan hafa verið keyrð niður í skotgrafir. Það sé erfitt að eiga umræðuna og þegar þau hafi reynt að nálgast bæjar- eða borgarfulltrúa eða Isavia hafi ekki verið tekið nægilegt tillit til hagsmuna íbúa. Ekki bara vegna fjölda eldgosa Hann segir að með auknum straumi ferðamanna til Íslands undanfarin ár, sem og eldgosum á Reykjanesskaga hafi hávaði frá þyrlum og einkaflugvélum stóraukist á þessum svæðum. „Samanlögð umferðin er orðin gríðarlega mikil. Þegar þú tekur þetta allt saman er þetta orðið að meiri háttar skaðvaldi í umhverfinu,“ segir en samtökin settu saman dæmi um umferð á Kársnesinu sem má sjá hér að neðan. „Þetta er ekki allt á sama deginum en er til að sýna að það er umferð allan sólarhringinn. Fjölskylda mín hefur vaknað við þyrlur og flugvélar á nóttunni. Ef það er gott veður er stanslaus umferð yfir Kársnesið,“ segir Daði og því sé ekki hægt að rekja aukna umferð eingöngu til eldgosanna á Reykjanesskaga síðustu ár. „Það þarf bara að vera gott veður og þá eru þyrlufyrirtækin að fljúga með fólk út á land og yfir borgina.“ Gera ekki athugasemd við tilveru flugvallarins Daði segir samtökin ekki taka afstöðu til tilveru flugvallarins. Þeim þyki óeðlilegt að einkaflugvélar lendi þarna og að túristaþyrlur lendi þarna. „Ef það snýr ekki að einhverju öryggishlutverki þá finnst okkur ekki að það eigi að vera þar,“ segir Daði. Hann segir að auk þess sé Icelandair farið að fljúga 757 þotum í áætlanaflugi til Akureyrar. „Það er algjörlega hræðilegt. Þær eru að fljúga yfir á kvöldin og það glymur í húsinu. Það er hvergi hægt að leita skjóls. Hann er í leikskólanum, við bókasafnið og í sundinu. Ég var þar í morgun og þá flugu þyrlur yfir.“ Daði segir félaga í samtökunum hafa kynnt sér þróun erlendis og segir að sama umræða sé í gangi í stórborgum eins og London og New York. „Það er verið að kvarta undan sömu hlutum. Það á ekki að vera sjálfsagt að fljúga þyrlum yfir íbúðabyggð.“ Fréttir af flugi Reykjavík Kópavogur Umhverfismál Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Starfsfólk farið að þjást af „laxaastma“ Erlent Tekur einarða afstöðu með þungunarrofi og sjálfræði kvenna Erlent Lét sér fátt um finnast að Pence væri í hættu Erlent Heilsugæslan lokar fyrir aðgengi Samgöngustofu að sjúkraskrám Innlent Afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu sé lokið Innlent Forsetinn neitar að undirrita lög gegn hinsegin fólki Erlent Bíll fullur af börnum, líkamsárás og umferðaróhöpp Innlent Höfum ekki efni á svona stórkarlalegri Ölfusárbrú Innlent Læknir játar sök í tengslum við dauða Matthew Perry Erlent Samið í nótt: Stjórnvöld heita lausnum á mönnunarvandanum Innlent Fleiri fréttir Heilsugæslan lokar fyrir aðgengi Samgöngustofu að sjúkraskrám Minna Íslendinga búsetta erlendis og vilja kjósa á að skrá sig Í hendur Willums að fjármagna frjóvgun í stað ófrjósemisaðgerða Afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu sé lokið Bíll fullur af börnum, líkamsárás og umferðaróhöpp Samið í nótt: Stjórnvöld heita lausnum á mönnunarvandanum Bifreið í ljósum logum við Stuðlaháls Nú beinast öll spjót að bönkunum Óvenjulegt ættarmót við Snorrabraut Mikil umferð vegna áreksturs í Kópavogi Höfum ekki efni á svona stórkarlalegri Ölfusárbrú „Þetta verður góð saga þegar hún verður sögð“ Lækkaðir stýrivextir og óánægja með afnám kynjaskiptingar Blikkaði í rafmagnslausum Vaðlaheiðargöngum „Það vill enginn vera eins og Steingrímur J.“ Metóánægja með ríkisstjórnina en enn færri ánægðir með stjórnarandstöðuna Horfði á haförn og lax berjast fyrir lífi sínu út um stofugluggann Ráðlagt að slökkva á rafmagnstækjum Sló út við reglubundið viðhald Allar hugmyndir um verkfallsaðgerðir á ís Rafmagnsleysi á stórum hluta landsins Ekki sniðugt að hafa öll eggin í sömu öskjunni Minnkandi losun en umfram úthlutanir Íslands Sigmundur góður sessunautur af því að hann mæti sjaldan Vaxtalækkun í Seðlabanka og ákall frá Blóðbanka Ljúfsár hinsta heimsókn í Blóðbankann Kári og Sveinn til liðs við Arnar Þór Starfsfólkið slegið eftir brunann Bein útsending: Forseti Íslands og landlæknir á Forvarnardeginum Fylgi Sjálfstæðisflokksins aldrei mælst minna Sjá meira
„Það er fólk úr öllum áttum í samtökunum sem endaði saman og fór að ræða þetta. Margir sem koma að þessu hafa verið að reyna að láta heyra í sér en hafa komið að lokuðum dyrum,“ segir Daði Rafnsson, einn stofnenda samtakanna og íbúi á Kársnesi. Hann segir að meðlimum samtakanna þyki umræðan hafa verið keyrð niður í skotgrafir. Það sé erfitt að eiga umræðuna og þegar þau hafi reynt að nálgast bæjar- eða borgarfulltrúa eða Isavia hafi ekki verið tekið nægilegt tillit til hagsmuna íbúa. Ekki bara vegna fjölda eldgosa Hann segir að með auknum straumi ferðamanna til Íslands undanfarin ár, sem og eldgosum á Reykjanesskaga hafi hávaði frá þyrlum og einkaflugvélum stóraukist á þessum svæðum. „Samanlögð umferðin er orðin gríðarlega mikil. Þegar þú tekur þetta allt saman er þetta orðið að meiri háttar skaðvaldi í umhverfinu,“ segir en samtökin settu saman dæmi um umferð á Kársnesinu sem má sjá hér að neðan. „Þetta er ekki allt á sama deginum en er til að sýna að það er umferð allan sólarhringinn. Fjölskylda mín hefur vaknað við þyrlur og flugvélar á nóttunni. Ef það er gott veður er stanslaus umferð yfir Kársnesið,“ segir Daði og því sé ekki hægt að rekja aukna umferð eingöngu til eldgosanna á Reykjanesskaga síðustu ár. „Það þarf bara að vera gott veður og þá eru þyrlufyrirtækin að fljúga með fólk út á land og yfir borgina.“ Gera ekki athugasemd við tilveru flugvallarins Daði segir samtökin ekki taka afstöðu til tilveru flugvallarins. Þeim þyki óeðlilegt að einkaflugvélar lendi þarna og að túristaþyrlur lendi þarna. „Ef það snýr ekki að einhverju öryggishlutverki þá finnst okkur ekki að það eigi að vera þar,“ segir Daði. Hann segir að auk þess sé Icelandair farið að fljúga 757 þotum í áætlanaflugi til Akureyrar. „Það er algjörlega hræðilegt. Þær eru að fljúga yfir á kvöldin og það glymur í húsinu. Það er hvergi hægt að leita skjóls. Hann er í leikskólanum, við bókasafnið og í sundinu. Ég var þar í morgun og þá flugu þyrlur yfir.“ Daði segir félaga í samtökunum hafa kynnt sér þróun erlendis og segir að sama umræða sé í gangi í stórborgum eins og London og New York. „Það er verið að kvarta undan sömu hlutum. Það á ekki að vera sjálfsagt að fljúga þyrlum yfir íbúðabyggð.“
Fréttir af flugi Reykjavík Kópavogur Umhverfismál Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Starfsfólk farið að þjást af „laxaastma“ Erlent Tekur einarða afstöðu með þungunarrofi og sjálfræði kvenna Erlent Lét sér fátt um finnast að Pence væri í hættu Erlent Heilsugæslan lokar fyrir aðgengi Samgöngustofu að sjúkraskrám Innlent Afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu sé lokið Innlent Forsetinn neitar að undirrita lög gegn hinsegin fólki Erlent Bíll fullur af börnum, líkamsárás og umferðaróhöpp Innlent Höfum ekki efni á svona stórkarlalegri Ölfusárbrú Innlent Læknir játar sök í tengslum við dauða Matthew Perry Erlent Samið í nótt: Stjórnvöld heita lausnum á mönnunarvandanum Innlent Fleiri fréttir Heilsugæslan lokar fyrir aðgengi Samgöngustofu að sjúkraskrám Minna Íslendinga búsetta erlendis og vilja kjósa á að skrá sig Í hendur Willums að fjármagna frjóvgun í stað ófrjósemisaðgerða Afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu sé lokið Bíll fullur af börnum, líkamsárás og umferðaróhöpp Samið í nótt: Stjórnvöld heita lausnum á mönnunarvandanum Bifreið í ljósum logum við Stuðlaháls Nú beinast öll spjót að bönkunum Óvenjulegt ættarmót við Snorrabraut Mikil umferð vegna áreksturs í Kópavogi Höfum ekki efni á svona stórkarlalegri Ölfusárbrú „Þetta verður góð saga þegar hún verður sögð“ Lækkaðir stýrivextir og óánægja með afnám kynjaskiptingar Blikkaði í rafmagnslausum Vaðlaheiðargöngum „Það vill enginn vera eins og Steingrímur J.“ Metóánægja með ríkisstjórnina en enn færri ánægðir með stjórnarandstöðuna Horfði á haförn og lax berjast fyrir lífi sínu út um stofugluggann Ráðlagt að slökkva á rafmagnstækjum Sló út við reglubundið viðhald Allar hugmyndir um verkfallsaðgerðir á ís Rafmagnsleysi á stórum hluta landsins Ekki sniðugt að hafa öll eggin í sömu öskjunni Minnkandi losun en umfram úthlutanir Íslands Sigmundur góður sessunautur af því að hann mæti sjaldan Vaxtalækkun í Seðlabanka og ákall frá Blóðbanka Ljúfsár hinsta heimsókn í Blóðbankann Kári og Sveinn til liðs við Arnar Þór Starfsfólkið slegið eftir brunann Bein útsending: Forseti Íslands og landlæknir á Forvarnardeginum Fylgi Sjálfstæðisflokksins aldrei mælst minna Sjá meira