Ríkisstjórn í megrun en borðar jafn mikið og hreyfir sig ekkert Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. september 2024 12:08 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, gagnrýna fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin axlar enga ábyrgð á verðbólgunni að mati formanns flokks Fólksins sem gefur nýju fjárlagafrumvarpi falleinkunn. Þingmaður Viðreisnar segir ráðherra í engum takti við raunveruleikann. „Skilaboð ráðherra og ríkisstjórnar eru að þetta sé allt saman að koma þegar við vitum öll að verðbólga og vextir eru stóra viðfangsefnið. Það er ekki fyrr en haustið 2026 sem er verið að tala um að það eigi að ná einhverjum markmiðum. Þá verðum við að horfa á áttatíu mánaða samfellt verðbólgutímabil,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sem segist hafa hlýtt nokkuð undrandi á kynningu ráðherra í morgun. Ekki nærri landi Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir 4,1 prósenta útgjaldavexti á næsta ári, sem er minni útgjaldaaukning en á síðustu árum. Þorbjörg segir það ekki duga til. „Þetta er eins og að fara í megrun en ætla hvorki að innbyrða færri kaloríur né hreyfa sig meira og segja að árangurinn geti náðst fram. Það er ekki verið að gera það sem þarf að gera, sem er að horfa á reksturinn og skoða hvað sé hægt að kæla. Draga úr útgjöldum til að hjálpa Seðlabankanum að ná niður verðbólgunni til þess að vextir geti lækkað,“ segir Þorbjörg. „Það vantar aðhald og þetta eru ekki markviss skref. Ríkisstjórnin er í raun að setja sér það markmið að fitna aðeins hægar og er ekki í neinni stöðu til að segja við heimili og fyrirtæki að við séum að komast að landi. Það bara einfaldlega er ekki rétt.“ Inga Sæland, formaður Flokksins, er einnig gagnrýnin á fjárlagafrumvarpið og telur það einkennast af ákvarðanafælni. „Yfirskriftin á þeim má segja að sé „þetta reddast allt“ og svo á bara að treysta á guð og lukkuna um að verðbólgan og vaxtaokrið fari niður af sjálfu sér,“ segir Inga. Hún gerir athugasemd við útgjaldavöxt og gagnrýnir forgangsröðun. „Það er ekkert í sambandi við öryggi í húsnæðismálum né heldur verið að taka utan um þá sem þurfa aðstoð að halda. Það er verið að rétta bönkunum áfram heimili landsmanna sem eru skuldug og skuldug lítil og meðalstór fyrirtæki. Það á bara að setja þetta allt í græðgiskjaft bankanna,“ segir Inga ómyrk í máli. „Þau ætla ekki að taka neina ábyrgð heldur bara leyfa seðlabankastjóra að halda áfram með sinn hamar, þar sem öll hans viðfangsefni og allir naglar eru stýrivextir. Þannig að því miður, ég gef þeim algjöra falleinkunn,“ segir Inga Sæland. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Flokkur fólksins Viðreisn Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira
„Skilaboð ráðherra og ríkisstjórnar eru að þetta sé allt saman að koma þegar við vitum öll að verðbólga og vextir eru stóra viðfangsefnið. Það er ekki fyrr en haustið 2026 sem er verið að tala um að það eigi að ná einhverjum markmiðum. Þá verðum við að horfa á áttatíu mánaða samfellt verðbólgutímabil,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sem segist hafa hlýtt nokkuð undrandi á kynningu ráðherra í morgun. Ekki nærri landi Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir 4,1 prósenta útgjaldavexti á næsta ári, sem er minni útgjaldaaukning en á síðustu árum. Þorbjörg segir það ekki duga til. „Þetta er eins og að fara í megrun en ætla hvorki að innbyrða færri kaloríur né hreyfa sig meira og segja að árangurinn geti náðst fram. Það er ekki verið að gera það sem þarf að gera, sem er að horfa á reksturinn og skoða hvað sé hægt að kæla. Draga úr útgjöldum til að hjálpa Seðlabankanum að ná niður verðbólgunni til þess að vextir geti lækkað,“ segir Þorbjörg. „Það vantar aðhald og þetta eru ekki markviss skref. Ríkisstjórnin er í raun að setja sér það markmið að fitna aðeins hægar og er ekki í neinni stöðu til að segja við heimili og fyrirtæki að við séum að komast að landi. Það bara einfaldlega er ekki rétt.“ Inga Sæland, formaður Flokksins, er einnig gagnrýnin á fjárlagafrumvarpið og telur það einkennast af ákvarðanafælni. „Yfirskriftin á þeim má segja að sé „þetta reddast allt“ og svo á bara að treysta á guð og lukkuna um að verðbólgan og vaxtaokrið fari niður af sjálfu sér,“ segir Inga. Hún gerir athugasemd við útgjaldavöxt og gagnrýnir forgangsröðun. „Það er ekkert í sambandi við öryggi í húsnæðismálum né heldur verið að taka utan um þá sem þurfa aðstoð að halda. Það er verið að rétta bönkunum áfram heimili landsmanna sem eru skuldug og skuldug lítil og meðalstór fyrirtæki. Það á bara að setja þetta allt í græðgiskjaft bankanna,“ segir Inga ómyrk í máli. „Þau ætla ekki að taka neina ábyrgð heldur bara leyfa seðlabankastjóra að halda áfram með sinn hamar, þar sem öll hans viðfangsefni og allir naglar eru stýrivextir. Þannig að því miður, ég gef þeim algjöra falleinkunn,“ segir Inga Sæland.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Flokkur fólksins Viðreisn Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira