„Ég verð vonandi kominn í betra form“ Valur Páll Eiríksson skrifar 9. september 2024 21:14 Gylfi í baráttunni í leik kvöldsins. Getty Gylfi Þór Sigurðsson var að vonum svekktur eftir 3-1 tap Íslands fyrir Tyrklandi ytra í Þjóðadeild karla í fótbolta. Hann lítur þó á jákvæðu hliðarnar eftir fyrstu landsleiki sína í tæpt ár. „Þetta er svekkjandi. Þeir eru bara mjög gott fótboltalið. Við auðvitað komum til baka að jafna í 1-1 og staðan þannig í hálfleik. En síðan skora þeir bara frábært mark sem kemur þeim í 2-1. Þeir eru marki yfir og við þurfum að reyna að taka sénsa undir lokin. Á móti svona liði er það alltaf hættulegt,“ segir Gylfi við Stefán Árna Pálsson eftir leik. Hann hrósar tyrkneska liðinu í hástert. Klippa: Gylfi eftir leik í Izmir „Þú sérð bara hvernig þeir spiluðu fótbolta í dag, frábærir leikmenn, góðir tæknilega og núna er að horfa á næsta mánuð. Tveir heimaleikir þar sem þarf að ná í sex stig,“ segir Gylfi. Leikmenn Íslands hafi gert vel að brotna ekki við erfiðar aðstæður, hafandi lent snemma undir. Ísland jafnaði seint í fyrri hálfleik og staðan jöfn í hálfleik. „Fyrstu tvær til þrjár mínúturnar voru ekki það sem við ætluðum okkur. Sérstaklega hérna úti í Tyrklandi. Það hefði getað verið auðvelt að brotna og þeir fengu nokkur hálffæri. Við stóðum þetta af okkur og komumst aftur inn í leikinn en heilt yfir er þetta sanngjörn úrslit,“ segir Gylfi. Hann lítur þá heilt yfir vel á landsliðsgluggann sem er að baki. Aðspurður um hvernig það hafi verið að snúa aftur segir Gylfi: „Bara geggjað, yndislegt. Ég verð vonandi kominn í betra form í næsta mánuði ef ég verð með þar. Það er bara margt jákvætt fyrir mig persónulega og fyrir hópinn að reyna að byggja ofan á þessa tvo leiki og taka þetta í næsta mánuði.“ Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjá meira
„Þetta er svekkjandi. Þeir eru bara mjög gott fótboltalið. Við auðvitað komum til baka að jafna í 1-1 og staðan þannig í hálfleik. En síðan skora þeir bara frábært mark sem kemur þeim í 2-1. Þeir eru marki yfir og við þurfum að reyna að taka sénsa undir lokin. Á móti svona liði er það alltaf hættulegt,“ segir Gylfi við Stefán Árna Pálsson eftir leik. Hann hrósar tyrkneska liðinu í hástert. Klippa: Gylfi eftir leik í Izmir „Þú sérð bara hvernig þeir spiluðu fótbolta í dag, frábærir leikmenn, góðir tæknilega og núna er að horfa á næsta mánuð. Tveir heimaleikir þar sem þarf að ná í sex stig,“ segir Gylfi. Leikmenn Íslands hafi gert vel að brotna ekki við erfiðar aðstæður, hafandi lent snemma undir. Ísland jafnaði seint í fyrri hálfleik og staðan jöfn í hálfleik. „Fyrstu tvær til þrjár mínúturnar voru ekki það sem við ætluðum okkur. Sérstaklega hérna úti í Tyrklandi. Það hefði getað verið auðvelt að brotna og þeir fengu nokkur hálffæri. Við stóðum þetta af okkur og komumst aftur inn í leikinn en heilt yfir er þetta sanngjörn úrslit,“ segir Gylfi. Hann lítur þá heilt yfir vel á landsliðsgluggann sem er að baki. Aðspurður um hvernig það hafi verið að snúa aftur segir Gylfi: „Bara geggjað, yndislegt. Ég verð vonandi kominn í betra form í næsta mánuði ef ég verð með þar. Það er bara margt jákvætt fyrir mig persónulega og fyrir hópinn að reyna að byggja ofan á þessa tvo leiki og taka þetta í næsta mánuði.“
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjá meira