Einkunnir Íslands: Andri og Gylfi fá falleinkunn Íþróttadeild Vísis skrifar 9. september 2024 20:51 Andri Lucas átti erfitt uppdráttar. Ahmad Mora/Getty Images Ísland tapaði 3-1 fyrir Tyrkjum ytra í Þjóðadeild karla í fótbolta í kvöld. Leikmenn liðsins hafa átt betri dag. Einkunnir strákanna má sjá að neðan. Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður [6] Öruggur í flestum aðgerðum sínum en fær á sig þrjú mörk. Vel hægt að setja spurningamerki við staðsetningar hans í fyrstu tveimur mörkum Tyrklands. Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður [6] Skoraði mark Íslands. Gekk ekkert frábærlega varnarlega, staðsetningar ekki til fyrirmyndar í upphafi og svo alltof langt frá sínum manni í öðru marki heimamanna. Einkunnin væri lægri ef ekki væri fyrir markið. Hjörtur Hermannsson, miðvörður [5] Átti á köflum í veseni, rétt eins og aðrir varnarmenn Íslands. Hefði mögulega mátt setja meiri pressu í öðru marki Tyrklands og í brasi í þriðja markinu. Daníel Leó Grétarsson, miðvörður [5] Hefði mátt vera fljótari að bregðast við í fyrra marki Tyrklands. Klaufalegt brot undir lok fyrri hálfleiks. Vandræði á köflum, líkt og hjá öðrum varnarmönnum Íslands. Kolbeinn Birgir Finnsson, vinstri bakvörður [5] Átti oft í vandræðum þar sem Tyrkir keyrðu mikið á hann. Hefði mátt nýta fyrirgjafastöður betur. Sást að hann hefur ekki spilað mikið sem bakvörður í fjögurra manna varnarlínu. Stefán Teitur Þórðarsson, miðjumaður [6] - Maður leiksins Erfiður leikur gegn öflugri miðju Tyrklands en Stefán Teitur skilaði sínu. Gerði oft vel að hefja spil og losa sig undan pressu. Búinn að bóka sæti sitt í byrjunarliðinu virðist vera. Jóhann Berg Guðmundsson, miðjumaður [5] Hefur oft verið betri og fann sig illa. Missti boltann í markinu og seinn til baka. Lagði upp mark Guðlaugs. Stoðsending hækkaði einkunn hans. Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður [3] Afmælisbarn gærdagsins sást ekki mikið. Virkaði heldur týndur þar sem Ísland var lítið með boltann. Tekinn af velli eftir klukkustund. Mikael Neville Anderson, hægri kantmaður [5] Kraftur í honum og hefði ef til vill mátt fá fleiri aukaspyrnur frá dómara leiksins. Fékk litla þjónustu líkt og aðrir sóknarþenkjandi leikmenn Íslands. Fór af velli í hálfleik. Jón Dagur Þorsteinsson, vinstri kantmaður [5] Erum vön því að sjá Jón Dag láta finna fyrir sér, keyra á menn þegar tækifæri gefst og almennt vera einn besta mann liðsins. Ekki var mikið af slíkum tækifærum og hann tekinn af velli eftir klukkustund. Andri Lucas Guðjohnsen, framherji [3] Hljóp mikið þegar Ísland varðist. Slakur sóknarlega. Ekki mikil nærvera og gekk illa að halda í bolta og finna liðsfélaga. Lét varnarmenn Tyrkja ýta sér full auðveldlega af boltanum, ítrekað. Varamenn Willum Þór Willumsson [5] kom inn á fyrir Mikael Anderson á 46. mínútu. Hafði ekki mikil áhrif á leikinn eftir að hann kom inn á. Komst í lítinn takt. Valgeir Lunddal Friðriksson [5] kom inn á fyrir Guðlaug Victor Pálsson á 59. mínútu. Töluvert meiri sóknarógn af honum heldur enn Guðlaugi. Orri Steinn Óskarsson [5] kom inn á fyrir Gylfa Þór Sigurðsson á 59. mínútu. Tengdi betur við liðsfélaga sína heldur en Andri Lucas og Gylfi Þór. Komst almennt ekkert í mikinn takt við leikinn frekar en aðrir varamenn Íslands. Vantaði stundum að skila sér á enda fyrirgjafa. Arnór Ingvi Traustason [5] kom inn á fyrir Jón Dag Þorsteinsson á 59. mínútu. Hann og Orri náðu að tengja sendingar við liðsfélaga sína, sem ekki sást mikið af áður en þeirra krafta naut við. Sama og með aðra varamenn. Missti svo boltann í aðdraganda þriðja marksins. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Sjá meira
Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður [6] Öruggur í flestum aðgerðum sínum en fær á sig þrjú mörk. Vel hægt að setja spurningamerki við staðsetningar hans í fyrstu tveimur mörkum Tyrklands. Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður [6] Skoraði mark Íslands. Gekk ekkert frábærlega varnarlega, staðsetningar ekki til fyrirmyndar í upphafi og svo alltof langt frá sínum manni í öðru marki heimamanna. Einkunnin væri lægri ef ekki væri fyrir markið. Hjörtur Hermannsson, miðvörður [5] Átti á köflum í veseni, rétt eins og aðrir varnarmenn Íslands. Hefði mögulega mátt setja meiri pressu í öðru marki Tyrklands og í brasi í þriðja markinu. Daníel Leó Grétarsson, miðvörður [5] Hefði mátt vera fljótari að bregðast við í fyrra marki Tyrklands. Klaufalegt brot undir lok fyrri hálfleiks. Vandræði á köflum, líkt og hjá öðrum varnarmönnum Íslands. Kolbeinn Birgir Finnsson, vinstri bakvörður [5] Átti oft í vandræðum þar sem Tyrkir keyrðu mikið á hann. Hefði mátt nýta fyrirgjafastöður betur. Sást að hann hefur ekki spilað mikið sem bakvörður í fjögurra manna varnarlínu. Stefán Teitur Þórðarsson, miðjumaður [6] - Maður leiksins Erfiður leikur gegn öflugri miðju Tyrklands en Stefán Teitur skilaði sínu. Gerði oft vel að hefja spil og losa sig undan pressu. Búinn að bóka sæti sitt í byrjunarliðinu virðist vera. Jóhann Berg Guðmundsson, miðjumaður [5] Hefur oft verið betri og fann sig illa. Missti boltann í markinu og seinn til baka. Lagði upp mark Guðlaugs. Stoðsending hækkaði einkunn hans. Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður [3] Afmælisbarn gærdagsins sást ekki mikið. Virkaði heldur týndur þar sem Ísland var lítið með boltann. Tekinn af velli eftir klukkustund. Mikael Neville Anderson, hægri kantmaður [5] Kraftur í honum og hefði ef til vill mátt fá fleiri aukaspyrnur frá dómara leiksins. Fékk litla þjónustu líkt og aðrir sóknarþenkjandi leikmenn Íslands. Fór af velli í hálfleik. Jón Dagur Þorsteinsson, vinstri kantmaður [5] Erum vön því að sjá Jón Dag láta finna fyrir sér, keyra á menn þegar tækifæri gefst og almennt vera einn besta mann liðsins. Ekki var mikið af slíkum tækifærum og hann tekinn af velli eftir klukkustund. Andri Lucas Guðjohnsen, framherji [3] Hljóp mikið þegar Ísland varðist. Slakur sóknarlega. Ekki mikil nærvera og gekk illa að halda í bolta og finna liðsfélaga. Lét varnarmenn Tyrkja ýta sér full auðveldlega af boltanum, ítrekað. Varamenn Willum Þór Willumsson [5] kom inn á fyrir Mikael Anderson á 46. mínútu. Hafði ekki mikil áhrif á leikinn eftir að hann kom inn á. Komst í lítinn takt. Valgeir Lunddal Friðriksson [5] kom inn á fyrir Guðlaug Victor Pálsson á 59. mínútu. Töluvert meiri sóknarógn af honum heldur enn Guðlaugi. Orri Steinn Óskarsson [5] kom inn á fyrir Gylfa Þór Sigurðsson á 59. mínútu. Tengdi betur við liðsfélaga sína heldur en Andri Lucas og Gylfi Þór. Komst almennt ekkert í mikinn takt við leikinn frekar en aðrir varamenn Íslands. Vantaði stundum að skila sér á enda fyrirgjafa. Arnór Ingvi Traustason [5] kom inn á fyrir Jón Dag Þorsteinsson á 59. mínútu. Hann og Orri náðu að tengja sendingar við liðsfélaga sína, sem ekki sást mikið af áður en þeirra krafta naut við. Sama og með aðra varamenn. Missti svo boltann í aðdraganda þriðja marksins.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Sjá meira