Minni munur á launum verkafólks og háskólagenginna Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. september 2024 19:19 Gunnlaugur Briem, sjúkraþjálfari og varaformaður BHM. vísir/ívar fannar Varaformaður BHM segir minni mun á launum háskólamenntaðra og verkafólks hér á landi en í öðrum Evrópulöndum. Heildarkostnaður við að fara í háskólanám hlaupi á tugum milljóna sem verði að umbuna fyrir. Gunnlaugur Briem varaformaður BHM ræddi kjaramál háskólamenntaðra í Reykjavík síðdegis, en umræðan um virði háskólanám spratt út frá grein sem Kolbrún Halldórsdóttir formaður BHM skrifaði í Morgunblaðinu og bar yfirskriftina, „Háskólamenntun: Fjárfesting í ruslflokki?“. „Grunnurinn í þeirri grein sem Kolbrún skrifaði er að ráðstöfunartekjur hjá fólki með háskólamenntu hafa ekki hækkað umfram verðbólgu núna í næstum aldarfjórðung. Á meðan hefur kaupmáttur annarra vaxið umtalsvert. Við erum ekki að setja okkur upp á móti því, þetta snýst ekki um það að ef aðrir fá eitthvað annað, þá eigum við að fá minna, eða öfugt,“ segir Gunnlaugur. Stóra spurningin sé hvers vegna háskólamenntaðir hafi setið eftir. „Í raun og veru eru nokkrar ástæður. Það hefur verið ákveðin vegferð í hagkerfinu hjá okkur og pólitísk sýn. Lífskjarasamningurinn 2019 og þeir samningar sem búið er að semja núna. Það eru mjög fá félög háskólamenntaðra sem hafa þegar samið. Eingöngu tvö,“ segir Gunnlaugur. „Lykillinn í þessu er sá að við verðum að hafa jákvæða hvata, til þess að geta skapað það samfélag og mannað þær stöður sem við gerum kröfur til. Innan heilbrigðiskerfis, velferðarkerfis, menntakerfis. Ég held að við séum öll sammála um það að við tryggjum mönnun, meðal annars í þessum mikilvægu stoðum í samfélaginu okkar. Til þess að það séu hvatar, verður það líka auðvitað að vera þannig að þú borgir ekki með þér,“ segir Gunnlaugur. Það sé mikill kostnaður sem fylgi því að fara í háskólanám. „Um 25-30 milljónir, miðað við tölur frá Hagstofunni, og þá erum við ekki að taka inn tapaðar lífeyristekjur og annað slíkt,“ segir Gunnlaugur. „Þá er auðvitað eðlilegt að þú fáir einhverja umbun fyrir það líka, þannig að þú komir ekki síður út en aðrar stéttir í landinu.“ Fleiri stéttir hafa haldið uppi svipuðum málflutningi. Til að mynda sögðu framkvæmdastjóri og formaður kjaradeildar Verkfræðingafélags Íslands í sumar að eftir því í sumar að menntun væri ekki metin til launa á Íslandi með sama hætti og áður var. „En nei við getum alveg sagt að það sé ekki mikið hlustað á þessi rök,“ segir Gunnlaugur um kjaraviðræður félaga innan BHM. Það sé einnig misskilningur að félagsmenn BHM samanstandi af hálaunafólki. Stór hluti háskólamenntaðra séu ekki á mikið hærri launum en verkafólk og þeir sem hafi ekki menntað sig. „Þessi munur er mjög lítill á Íslandi, miðað við bæði Norðurlönd og Evrópulöndin,“ segir Gunnlaugur. Kjaramál Vinnumarkaður Hagsmunir stúdenta Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Gunnlaugur Briem varaformaður BHM ræddi kjaramál háskólamenntaðra í Reykjavík síðdegis, en umræðan um virði háskólanám spratt út frá grein sem Kolbrún Halldórsdóttir formaður BHM skrifaði í Morgunblaðinu og bar yfirskriftina, „Háskólamenntun: Fjárfesting í ruslflokki?“. „Grunnurinn í þeirri grein sem Kolbrún skrifaði er að ráðstöfunartekjur hjá fólki með háskólamenntu hafa ekki hækkað umfram verðbólgu núna í næstum aldarfjórðung. Á meðan hefur kaupmáttur annarra vaxið umtalsvert. Við erum ekki að setja okkur upp á móti því, þetta snýst ekki um það að ef aðrir fá eitthvað annað, þá eigum við að fá minna, eða öfugt,“ segir Gunnlaugur. Stóra spurningin sé hvers vegna háskólamenntaðir hafi setið eftir. „Í raun og veru eru nokkrar ástæður. Það hefur verið ákveðin vegferð í hagkerfinu hjá okkur og pólitísk sýn. Lífskjarasamningurinn 2019 og þeir samningar sem búið er að semja núna. Það eru mjög fá félög háskólamenntaðra sem hafa þegar samið. Eingöngu tvö,“ segir Gunnlaugur. „Lykillinn í þessu er sá að við verðum að hafa jákvæða hvata, til þess að geta skapað það samfélag og mannað þær stöður sem við gerum kröfur til. Innan heilbrigðiskerfis, velferðarkerfis, menntakerfis. Ég held að við séum öll sammála um það að við tryggjum mönnun, meðal annars í þessum mikilvægu stoðum í samfélaginu okkar. Til þess að það séu hvatar, verður það líka auðvitað að vera þannig að þú borgir ekki með þér,“ segir Gunnlaugur. Það sé mikill kostnaður sem fylgi því að fara í háskólanám. „Um 25-30 milljónir, miðað við tölur frá Hagstofunni, og þá erum við ekki að taka inn tapaðar lífeyristekjur og annað slíkt,“ segir Gunnlaugur. „Þá er auðvitað eðlilegt að þú fáir einhverja umbun fyrir það líka, þannig að þú komir ekki síður út en aðrar stéttir í landinu.“ Fleiri stéttir hafa haldið uppi svipuðum málflutningi. Til að mynda sögðu framkvæmdastjóri og formaður kjaradeildar Verkfræðingafélags Íslands í sumar að eftir því í sumar að menntun væri ekki metin til launa á Íslandi með sama hætti og áður var. „En nei við getum alveg sagt að það sé ekki mikið hlustað á þessi rök,“ segir Gunnlaugur um kjaraviðræður félaga innan BHM. Það sé einnig misskilningur að félagsmenn BHM samanstandi af hálaunafólki. Stór hluti háskólamenntaðra séu ekki á mikið hærri launum en verkafólk og þeir sem hafi ekki menntað sig. „Þessi munur er mjög lítill á Íslandi, miðað við bæði Norðurlönd og Evrópulöndin,“ segir Gunnlaugur.
Kjaramál Vinnumarkaður Hagsmunir stúdenta Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira