Verkfræðingar segja vald SA „óeðlilega mikið“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. ágúst 2024 09:02 Í Karphúsinu er skellt í vöfflur þegar kjarasamningar eru í höfn. Verkfræðingar segjast vart eiga aðkomu að viðræðum lengur, eftir að línur eru lagðar í samningum við stóru félögin. Vísir/Vilhelm Menntun er ekki metin til launa á Íslandi með sama hætti og áður var, segja framkvæmdastjóri og formaður kjaradeildar Verkfræðingafélags Íslands. Í aðsendri grein sem birtist á Vísi í morgun segja þeir að í raun hafi samningsréttur háskólamenntaðra verið afnuminn og Samtökum atvinnulífsins fært „óeðlilega mikið vald gagnvart þróun launa á íslenskum vinnumarkaði“. Árni B. Björnsson og Gunnar Sigvaldason segja mikillar óánægju gæta meðal samninganefnda Verkfræðingafélagsins, bæði á almennum og opinberum markaði. Engar eiginlegar samningaviðræður eigi sér stað, heldur sé samninganefndunum afhentur fjögurra ára samningur sambærilegur þeim sem Efling og VR gerðu fyrr á árinu, upp á 3,25 prósent hækkun fyrsta árið og 3,5 prósent hækkun næstu þrjú árin. „Innihald slíks samnings þýðir að enn minnkar bilið á milli ófaglærðra og háskólamenntaðra. Verkfræðingafélagið hafði enga aðkomu að þeim kjarasamningum heldur fóru þær samningaviðræður fram á milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og stéttarfélaga innan vébanda Alþýðusambands Íslands á almennum vinnumarkaði hins vegar,“ segja Árni og Gunnar. Á meðan hafi kaupmáttur verkfræðinga, tæknifræðinga og annarra háskólahópa ekki aukist frá aldamótum, á sama tíma og kaumáttur ófaglærðra hafi aukist hlutfallslega um 29 prósent. Árni og Gunnar segja að hvað varðar hálfopinber fyrirtæki hafi þau framselt samningsumboð sitt til Samtaka atvinnulífsins en í viðræðum sé launaliðurinn ekki ræddur heldur mönnum sagt að sækja launahækkanir í launaviðtölum. Þau gefist misvel. „Í sumum tilfellum er vísað til þess að ekki sé svigrúm til hækkana eða að atvinnurekendur skýla sér á bak við jafnlaunavottun. Réttur til hækkana, sambærilegum þeim er verða almennt á markaði, er einnig of óljós í slíkum samningum.“ Þróun mála sé til þess fallin að letja fólk frá því að sækja sér æðri menntun. „Launaþróunin sýnir að hér á landi er menntun ekki metin til launa með sama hætti og áður. Þó flestir geti tekið undir að viss launajöfnuður sé af hinu góða er nauðsynlegt að launasetning taki ávallt mið af menntun, reynslu starfsfólks og eftirspurn á vinnumarkaði,“ segja Árni og Gunnar. „Eins og staðan er í dag má segja að samningsréttur háskólamenntaðra hafi verið afnuminn og Samtökum atvinnulífsins fært óeðlilega mikið vald gagnvart þróun launa á íslenskum vinnumarkaði.“ Kjaramál Háskólar Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Í aðsendri grein sem birtist á Vísi í morgun segja þeir að í raun hafi samningsréttur háskólamenntaðra verið afnuminn og Samtökum atvinnulífsins fært „óeðlilega mikið vald gagnvart þróun launa á íslenskum vinnumarkaði“. Árni B. Björnsson og Gunnar Sigvaldason segja mikillar óánægju gæta meðal samninganefnda Verkfræðingafélagsins, bæði á almennum og opinberum markaði. Engar eiginlegar samningaviðræður eigi sér stað, heldur sé samninganefndunum afhentur fjögurra ára samningur sambærilegur þeim sem Efling og VR gerðu fyrr á árinu, upp á 3,25 prósent hækkun fyrsta árið og 3,5 prósent hækkun næstu þrjú árin. „Innihald slíks samnings þýðir að enn minnkar bilið á milli ófaglærðra og háskólamenntaðra. Verkfræðingafélagið hafði enga aðkomu að þeim kjarasamningum heldur fóru þær samningaviðræður fram á milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og stéttarfélaga innan vébanda Alþýðusambands Íslands á almennum vinnumarkaði hins vegar,“ segja Árni og Gunnar. Á meðan hafi kaupmáttur verkfræðinga, tæknifræðinga og annarra háskólahópa ekki aukist frá aldamótum, á sama tíma og kaumáttur ófaglærðra hafi aukist hlutfallslega um 29 prósent. Árni og Gunnar segja að hvað varðar hálfopinber fyrirtæki hafi þau framselt samningsumboð sitt til Samtaka atvinnulífsins en í viðræðum sé launaliðurinn ekki ræddur heldur mönnum sagt að sækja launahækkanir í launaviðtölum. Þau gefist misvel. „Í sumum tilfellum er vísað til þess að ekki sé svigrúm til hækkana eða að atvinnurekendur skýla sér á bak við jafnlaunavottun. Réttur til hækkana, sambærilegum þeim er verða almennt á markaði, er einnig of óljós í slíkum samningum.“ Þróun mála sé til þess fallin að letja fólk frá því að sækja sér æðri menntun. „Launaþróunin sýnir að hér á landi er menntun ekki metin til launa með sama hætti og áður. Þó flestir geti tekið undir að viss launajöfnuður sé af hinu góða er nauðsynlegt að launasetning taki ávallt mið af menntun, reynslu starfsfólks og eftirspurn á vinnumarkaði,“ segja Árni og Gunnar. „Eins og staðan er í dag má segja að samningsréttur háskólamenntaðra hafi verið afnuminn og Samtökum atvinnulífsins fært óeðlilega mikið vald gagnvart þróun launa á íslenskum vinnumarkaði.“
Kjaramál Háskólar Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira