Breskar konur stíga fram og ásaka Tate um nauðgun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. september 2024 07:10 Tate sætir stofufangelsi í Rúmeníu. epa/Robert Ghement Tvær konur hafa rætt við BBC og lýst því að hafa verið nauðgað af áhrifavaldinum Andrew Tate. Þriðja konan segist hafa verið nauðgað af Tristan, yngri bróður Andrew. Báðir sæta ákærum í Rúmeníu fyrir mansal. Bræðurnir hafa verið áskakaðir um að hafa rekið skipulega starfsemi þar sem konur voru misnotaðar. Tate hefur einnig verið ákærður fyrir nauðgun. Bræðurnir neita sök. Konurnar sem BBC ræddi við eru allar breskar og mál þeirra tengjast ekki þeim málunum í Rúmeníu. Ein kvennanna, sem kallar sig Önnu, segist hafa farið nokkrum sinnum á stefnumót með Andrew í Luton árið 2013. Eftir eitt þeirra hafi hann allt í einu litið upp og sagt: „Ég er að velta því fyrir mér hvort ég eigi að nauðga þér eða ekki.“ Því næst hafi hann gripið um háls hennar og þvingað hana niður í rúmið. Hann hafi síðan nauðgað henni og í kjölfarið sent henni texta- og talskilaboð um nauðganir og kynferðisofbeldi. „Er ég vond manneskja? Því meira sem þú vildir þetta ekki, því meira naut ég þess,“ sagði hann í einum skilaboðunum. Í öðrum sagðist hann hafa „elskað“ að nauðga konunni. Anna tilkynnti málið til lögreglu og tvær konur til viðbótar stigu fram með svipaðar ásakanir. Lögregla tók málin til rannsóknar en málin voru felld niður árið 2019 vegna ónægra sönnunargagna. Hin konan sem BBC ræddi við, Sienna, hefur svipaða sögu að segja. Andrew hafi hert að hálsinum á henni þar til hún missti meðvitund og þegar hún rankaði við sér hafi hann verið að nauðga henni. Sienna leitaði ekki til lögreglu og segist sjá eftir því. Tate nýtur mikilla vinsælda meðal ungra karlmanna á YouTube og TikTok, þar sem hann hefur meðal annars boðað að konur eigi að vera körlum undirgefnar. Hér má finna umfjöllun BBC. Mál Andrew Tate Bretland Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Báðir sæta ákærum í Rúmeníu fyrir mansal. Bræðurnir hafa verið áskakaðir um að hafa rekið skipulega starfsemi þar sem konur voru misnotaðar. Tate hefur einnig verið ákærður fyrir nauðgun. Bræðurnir neita sök. Konurnar sem BBC ræddi við eru allar breskar og mál þeirra tengjast ekki þeim málunum í Rúmeníu. Ein kvennanna, sem kallar sig Önnu, segist hafa farið nokkrum sinnum á stefnumót með Andrew í Luton árið 2013. Eftir eitt þeirra hafi hann allt í einu litið upp og sagt: „Ég er að velta því fyrir mér hvort ég eigi að nauðga þér eða ekki.“ Því næst hafi hann gripið um háls hennar og þvingað hana niður í rúmið. Hann hafi síðan nauðgað henni og í kjölfarið sent henni texta- og talskilaboð um nauðganir og kynferðisofbeldi. „Er ég vond manneskja? Því meira sem þú vildir þetta ekki, því meira naut ég þess,“ sagði hann í einum skilaboðunum. Í öðrum sagðist hann hafa „elskað“ að nauðga konunni. Anna tilkynnti málið til lögreglu og tvær konur til viðbótar stigu fram með svipaðar ásakanir. Lögregla tók málin til rannsóknar en málin voru felld niður árið 2019 vegna ónægra sönnunargagna. Hin konan sem BBC ræddi við, Sienna, hefur svipaða sögu að segja. Andrew hafi hert að hálsinum á henni þar til hún missti meðvitund og þegar hún rankaði við sér hafi hann verið að nauðga henni. Sienna leitaði ekki til lögreglu og segist sjá eftir því. Tate nýtur mikilla vinsælda meðal ungra karlmanna á YouTube og TikTok, þar sem hann hefur meðal annars boðað að konur eigi að vera körlum undirgefnar. Hér má finna umfjöllun BBC.
Mál Andrew Tate Bretland Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira