Segir að Heimir Hallgríms verði að sýna hver sé stjórinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2024 08:32 Heimir Hallgrímsson hlustar á írska þjóðsönginn á meðan aðstoðarmaður hans John O'Shea tekur vel undir. Getty/Stephen McCarthy Fyrrum landsliðsþjálfari Íra hefur smá áhyggjur af því Heimir Hallgrímsson sýni það ekki nógu skýrt hver það sé sem ráði hjá írska fótboltalandsliðinu í dag. Írar léku í fyrsta sinn undir stjórn Heimis um helgina og töpuðu þá 2-0 á móti Englendingum þar sem bæði mörkin komu snemma í leiknum. Næsti leikur hjá írska liðinu er á móti Grikkjum annað kvöld. Heimir talaði um það fyrir Englandsleikinn að hann væri enn að kynnast leikmönnum liðsins og að aðstoðarmaður hans, John O'Shea, sem stýrði liðinu tímabundið, fái því að ráða miklu í þessu fyrsta verkefni. Brian Kerr er fyrrum landsliðsþjálfari Íra (2003-2005) en hann hefur einnig þjálfað færeyska landsliðið. Hann ræddi Heimi og stjórn hans á írska liðinu í viðtali við Mirror á Írlandi. „Við höfum landsliðsþjálfara Englendinga sem þekkti sína leikmenn mjög vel og hefur unnið með þeim áður. Hann vissi við hverju var að búast frá þeim. Hann var með gott skipulag og þeir tóku stjórn á leiknum,“ sagði Kerr. „Á móti vorum við með okkar landsliðsþjálfara sem var að hitta leikmenn í fyrsta sinn fyrir nokkrum dögum. Það leit út eins og hann væri að leyfa þeim Paddy McCarthy og John O'Shea að tala mest við leikmennina,“ sagði Kerr. Heyrðum ekki mikið frá Heimi „Við heyrðum ekki mikið frá Heimi í þessari viku nema þá daginn fyrir leikinn. Hann er á því stigi að vera enn að læra inn á leikmennina sína,“ sagði Kerr. „Mér fannst það vera augljóst í leiknum. Þjálfararnir þrír voru mikið að ræða saman á hliðarlínunni, hvað þeir ættu að gera og annað. Það sást að þeir voru að láta hann fá mikið upplýsingum og svo öfugt,“ sagði Kerr. Hann er samt ekki ánægður með það að O'Shea tali við blaðamenn fyrir næsta leik. Vera ákveðnari „Heimir verður að vera ákveðnari en hann þarf auðvitað líka meiri tíma til að læra inn á leikmenn sína,“ sagði Kerr. „Hann verður samt að taka völdin og stýra liðinu meira. Leikmenn verða að fá að vita það að hann er stjórinn jafnvel þótt að hann sé að koma inn í aðra menningu,“ sagði Kerr. „Ég kynntist þessu þegar ég tók við færeyska landsliðinu á sínum tíma og þeir vissu ekki alveg hvað ég var að tala um fyrstu dagana. Þeir vissu samt hver það var sem réði. Það var á hreinu,“ sagði Kerr. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Körfubolti „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Körfubolti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Fótbolti Fleiri fréttir „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Inter tók toppsætið aftur af nágrönnum sínum Loksins kamerúnskur sigur á móti Suður-Afríku „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ Hetjudáðir Brahim Diaz halda áfram í Afríkukeppninni „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Hetja Read Madrid í sumar fékk loksins tækifæri og nýtti það Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Varamaður Alberts skoraði sigurmarkið Þrjú rauð spjöld og Conte í slagsmálum Ingimar Stöle semur við Val Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu „Einn besti markmaður heims“ Cristiano Ronaldo leit út eins og byrjandi í boltanum Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Tíu Malímenn lentu undir en unnu samt Börsungar björguðu sér með tveimur mörkum í lokin Declan Rice var hetjan þegar Arsenal náði sex stiga forskoti Þórir og félagar tóku stig af Juventus Mané lagði upp tvö og Senegal fyrsta liðið í átta liða úrslit Sjá meira
Írar léku í fyrsta sinn undir stjórn Heimis um helgina og töpuðu þá 2-0 á móti Englendingum þar sem bæði mörkin komu snemma í leiknum. Næsti leikur hjá írska liðinu er á móti Grikkjum annað kvöld. Heimir talaði um það fyrir Englandsleikinn að hann væri enn að kynnast leikmönnum liðsins og að aðstoðarmaður hans, John O'Shea, sem stýrði liðinu tímabundið, fái því að ráða miklu í þessu fyrsta verkefni. Brian Kerr er fyrrum landsliðsþjálfari Íra (2003-2005) en hann hefur einnig þjálfað færeyska landsliðið. Hann ræddi Heimi og stjórn hans á írska liðinu í viðtali við Mirror á Írlandi. „Við höfum landsliðsþjálfara Englendinga sem þekkti sína leikmenn mjög vel og hefur unnið með þeim áður. Hann vissi við hverju var að búast frá þeim. Hann var með gott skipulag og þeir tóku stjórn á leiknum,“ sagði Kerr. „Á móti vorum við með okkar landsliðsþjálfara sem var að hitta leikmenn í fyrsta sinn fyrir nokkrum dögum. Það leit út eins og hann væri að leyfa þeim Paddy McCarthy og John O'Shea að tala mest við leikmennina,“ sagði Kerr. Heyrðum ekki mikið frá Heimi „Við heyrðum ekki mikið frá Heimi í þessari viku nema þá daginn fyrir leikinn. Hann er á því stigi að vera enn að læra inn á leikmennina sína,“ sagði Kerr. „Mér fannst það vera augljóst í leiknum. Þjálfararnir þrír voru mikið að ræða saman á hliðarlínunni, hvað þeir ættu að gera og annað. Það sást að þeir voru að láta hann fá mikið upplýsingum og svo öfugt,“ sagði Kerr. Hann er samt ekki ánægður með það að O'Shea tali við blaðamenn fyrir næsta leik. Vera ákveðnari „Heimir verður að vera ákveðnari en hann þarf auðvitað líka meiri tíma til að læra inn á leikmenn sína,“ sagði Kerr. „Hann verður samt að taka völdin og stýra liðinu meira. Leikmenn verða að fá að vita það að hann er stjórinn jafnvel þótt að hann sé að koma inn í aðra menningu,“ sagði Kerr. „Ég kynntist þessu þegar ég tók við færeyska landsliðinu á sínum tíma og þeir vissu ekki alveg hvað ég var að tala um fyrstu dagana. Þeir vissu samt hver það var sem réði. Það var á hreinu,“ sagði Kerr.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Körfubolti „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Körfubolti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Fótbolti Fleiri fréttir „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Inter tók toppsætið aftur af nágrönnum sínum Loksins kamerúnskur sigur á móti Suður-Afríku „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ Hetjudáðir Brahim Diaz halda áfram í Afríkukeppninni „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Hetja Read Madrid í sumar fékk loksins tækifæri og nýtti það Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Varamaður Alberts skoraði sigurmarkið Þrjú rauð spjöld og Conte í slagsmálum Ingimar Stöle semur við Val Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu „Einn besti markmaður heims“ Cristiano Ronaldo leit út eins og byrjandi í boltanum Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Tíu Malímenn lentu undir en unnu samt Börsungar björguðu sér með tveimur mörkum í lokin Declan Rice var hetjan þegar Arsenal náði sex stiga forskoti Þórir og félagar tóku stig af Juventus Mané lagði upp tvö og Senegal fyrsta liðið í átta liða úrslit Sjá meira