Hundi haldið sofandi eftir amfetamíneitrun Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. september 2024 12:24 Hundurinn veiktist eftir að hafa verið á lausagöngusvæðinu við Geirsnef. Myndin af hundinum er úr safni og tengist frétt ekki beint. Vísir/Vilhelm/Getty Hundur sem fór á lausagöngusvæðið á Geirsnefi á föstudag liggur nú þungt haldinn eftir að hafa orðið fyrir amfetamíneitrun. Fréttir af eitruninni birtust fyrst á Facebook-hópnum Hundasamfélaginu þar sem Guðfinna Kristinsdóttir, einn stjórnanda hópsins, bað hundaeigendur um að fara varlega við Geirsnef vegna hunds á neyðarvaktinni sem hafði fengið amfetamíneitrun eftir að hafa verið á svæðinu. Um er að ræða rauðan míníature pinscher-hund sem fór með eigendum sínum á lausagöngusvæðið á föstudag. Allt virtist þó í himnalagi á meðan hundurinn var á sjálfu svæðinu. „Tíu mínútum eftir að þau eru farin byrjar hann að fá krampa og verður greinilega mjög veikur,“ segir Guðfinna Kristinsdóttir, stjórnandi Hundasamfélagsins. Eigendurna grunar því að hundurinn hafi komist í eitthvað á bílastæðinu. Fær stöðug krampaköst eftir eitrunina „Hann fór þá upp á spítala og eigandi hundsins segir að hann hafi farið í blóðprufu. Þá hafi mælst amfetamín í blóðinu og þau telja það orsökina fyrir krampaköstunum. Honum hefur verið haldið í svæfingu nokkurn veginn síðan af því hann er í svo miklum krampaköstum,“ segir hún. Er hann þá mjög þungt haldinn? „Mér skilst að þetta sé mjög tvísýnt. Það á að reyna að sjá hvort það sé hægt að vekja hann aftur en ef hann fær sömu krampaköstin er bara tímaspursmál hvenær þarf að taka ákvörðun um það. En ég er ekki læknir þannig ég get ekki metið það sjálf,“ segir Guðfinna. „Það er núna liðinn einn og hálfur sólarhringur þar sem hann hefur verið í svæfingu. Þegar þau hafa reynt að vekja hann hefur hann fengið það mikil krampaköst að dýralæknar mæla með að svæfa hann aftur niður,“ segir hún. Aldrei heyrt af sambærilegu máli Enn er margt óljóst í málinu, bæði nákvæmlega hvar hundurinn komst í ólyfjanin og hvers konar efni þetta voru. „Þetta gætu verið ADHD-lyf sem hann borðaði, það er amfetamín-vatnsleysa í þeim. En ég get ekki sagt til um hvort þetta hafi verið eiturefni eða eitthvað tilfallandi sem inniheldur amfetamín-efni,“ segir Guðfinna og bætir við „Mér skilst að dýraspítalinn á Höfða, sem tók við honum fyrst, séu að taka saman upplýsingar og ætla að senda á lögregluna.“ Er amfetamíneitrun algeng? „Nei, ég hef aldrei heyrt af þessu áður og er búinn að vera stjórnandi Hundasamfélagsins frá því það byrjaði 2012,“ segir Guðfinna. Er þetta þá ólíkt öðrum eitrunartilfellum sem þið hafið heyrt af? „Eitrunartilfelli sem við höfum heyrt af áður eru yfirleitt inni í görðum hjá fólki eða á almennum göngusvæðum og stígum. Mér skilst að það hafi yfirleitt verið rottueitur. Það er öðruvísi einkenni, þau eru blóðþynnandi,“ segir hún. Dýr Hundar Dýraheilbrigði Reykjavík Tengdar fréttir Fann tíu hunda sína dauða og grunar ódæði: „Allt sem ég stefndi að í lífinu var tengt hundunum“ Laugardaginn 8. júlí síðastliðinn kom Askur Bárðdal Laufeyjarson að tíu hundum sínum dauðum. Askur bíður eftir niðurstöðu krufninga en grunar að hundunum hafi verið unnið mein. 27. júlí 2023 17:03 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir Sjá meira
Fréttir af eitruninni birtust fyrst á Facebook-hópnum Hundasamfélaginu þar sem Guðfinna Kristinsdóttir, einn stjórnanda hópsins, bað hundaeigendur um að fara varlega við Geirsnef vegna hunds á neyðarvaktinni sem hafði fengið amfetamíneitrun eftir að hafa verið á svæðinu. Um er að ræða rauðan míníature pinscher-hund sem fór með eigendum sínum á lausagöngusvæðið á föstudag. Allt virtist þó í himnalagi á meðan hundurinn var á sjálfu svæðinu. „Tíu mínútum eftir að þau eru farin byrjar hann að fá krampa og verður greinilega mjög veikur,“ segir Guðfinna Kristinsdóttir, stjórnandi Hundasamfélagsins. Eigendurna grunar því að hundurinn hafi komist í eitthvað á bílastæðinu. Fær stöðug krampaköst eftir eitrunina „Hann fór þá upp á spítala og eigandi hundsins segir að hann hafi farið í blóðprufu. Þá hafi mælst amfetamín í blóðinu og þau telja það orsökina fyrir krampaköstunum. Honum hefur verið haldið í svæfingu nokkurn veginn síðan af því hann er í svo miklum krampaköstum,“ segir hún. Er hann þá mjög þungt haldinn? „Mér skilst að þetta sé mjög tvísýnt. Það á að reyna að sjá hvort það sé hægt að vekja hann aftur en ef hann fær sömu krampaköstin er bara tímaspursmál hvenær þarf að taka ákvörðun um það. En ég er ekki læknir þannig ég get ekki metið það sjálf,“ segir Guðfinna. „Það er núna liðinn einn og hálfur sólarhringur þar sem hann hefur verið í svæfingu. Þegar þau hafa reynt að vekja hann hefur hann fengið það mikil krampaköst að dýralæknar mæla með að svæfa hann aftur niður,“ segir hún. Aldrei heyrt af sambærilegu máli Enn er margt óljóst í málinu, bæði nákvæmlega hvar hundurinn komst í ólyfjanin og hvers konar efni þetta voru. „Þetta gætu verið ADHD-lyf sem hann borðaði, það er amfetamín-vatnsleysa í þeim. En ég get ekki sagt til um hvort þetta hafi verið eiturefni eða eitthvað tilfallandi sem inniheldur amfetamín-efni,“ segir Guðfinna og bætir við „Mér skilst að dýraspítalinn á Höfða, sem tók við honum fyrst, séu að taka saman upplýsingar og ætla að senda á lögregluna.“ Er amfetamíneitrun algeng? „Nei, ég hef aldrei heyrt af þessu áður og er búinn að vera stjórnandi Hundasamfélagsins frá því það byrjaði 2012,“ segir Guðfinna. Er þetta þá ólíkt öðrum eitrunartilfellum sem þið hafið heyrt af? „Eitrunartilfelli sem við höfum heyrt af áður eru yfirleitt inni í görðum hjá fólki eða á almennum göngusvæðum og stígum. Mér skilst að það hafi yfirleitt verið rottueitur. Það er öðruvísi einkenni, þau eru blóðþynnandi,“ segir hún.
Dýr Hundar Dýraheilbrigði Reykjavík Tengdar fréttir Fann tíu hunda sína dauða og grunar ódæði: „Allt sem ég stefndi að í lífinu var tengt hundunum“ Laugardaginn 8. júlí síðastliðinn kom Askur Bárðdal Laufeyjarson að tíu hundum sínum dauðum. Askur bíður eftir niðurstöðu krufninga en grunar að hundunum hafi verið unnið mein. 27. júlí 2023 17:03 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir Sjá meira
Fann tíu hunda sína dauða og grunar ódæði: „Allt sem ég stefndi að í lífinu var tengt hundunum“ Laugardaginn 8. júlí síðastliðinn kom Askur Bárðdal Laufeyjarson að tíu hundum sínum dauðum. Askur bíður eftir niðurstöðu krufninga en grunar að hundunum hafi verið unnið mein. 27. júlí 2023 17:03
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent