Leikskólabörn og 88 ára harmoníkuleikari Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. september 2024 20:05 Sigurður og Rúna með leikskólabörnunum, sem heimsóttu þau og sungu hressilega við undirleik Sigurðar á harmonikkuna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það skapaðist skemmtileg stemming í Garðabæ í gær þegar leikskólabörn heimsóttu 88 ára gamlan harmoníkuleikara í nágrenni leikskólans og sungu nokkur hressileg lög með honum. Í Bjarkarás 8 býr Sigurður Hannesson harmoníkuleikari með konu sinni, Guðrúnu Böðvarsdóttir, sem er alltaf kölluð Rúna. Þau buðu krökkum í leikskólanum Ásum, sem er Hjallastefnuleikskóli rétt við heimili þeirra að koma í heimsókn til að syngja nokkur lög með Sigurði. Skemmtilegt og flott framtak hjá þeim hjónum. „Mér finnst þetta bara vera hápunktur sumarsins að fá krakkana hingað, mér finnst það mjög, mjög gott en við erum búin að bíða svo lengi eftir góðu veðri en þetta hafðist nú fyrir rest. Þau tóku bara vel undir,” segir Sigurður eldhress. Mikil og góð stemming var í gær við heimili Sigurðar þar sem heimsóknin fór fram. Að sjálfsögðu var íslenska fánanum flaggað.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sigurður segist hafa spilað á harmonikku frá 15 ára aldri en í dag er hann mest að spila á opnum húsum fyrir eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu og þrjá mánuði yfir veturinn spilar hann á Kanarí. En hvað vill Sigurður segja um harmonikkuna sem hljóðfæri? „Hún er óendanlega skemmtilegt verkfæri, alveg óendanlegt verkfæri.” Og leikskólakrakkarnir fengu líka að skoða garðinn hjá Sigurður og Rúnu og þar vöktu álfarnir mesta athygli. Sigurður og Rúna með leikskólabörnunum, sem heimsóttu þau og sungu hressilega við undirleik Sigurðar á harmonikkuna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og starfsfólk leikskólans var ánægt með þetta stórkostlega framtak Sigurðar og Rúnu. „Heyrðu þetta er bara mjög gaman til að brjóta upp daginn. Og börnin dýrka þetta og við erum bara mjög ánægð með þetta,” segja þau Fanný Ólafsdóttir og Víkingur Örvar Ólafsson. Og það er við hæfi að fá Sigurður til að spila brot af uppáhaldslaginu sínu í lokinn á sama tíma og Ljósanótt stendur yfir en það er lagið “Sagt hefur það verið um Suðurnesjamenn”. Sigurður spilar á nikkuna sína út um allt, þó aðalelga á opnum húsi hjá eldri borgurum í höfuðborginni. Á veturnar er það Kanarí.Magnús Hlynur Hreiðarsson Garðabær Leikskólar Tónlist Eldri borgarar Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Í Bjarkarás 8 býr Sigurður Hannesson harmoníkuleikari með konu sinni, Guðrúnu Böðvarsdóttir, sem er alltaf kölluð Rúna. Þau buðu krökkum í leikskólanum Ásum, sem er Hjallastefnuleikskóli rétt við heimili þeirra að koma í heimsókn til að syngja nokkur lög með Sigurði. Skemmtilegt og flott framtak hjá þeim hjónum. „Mér finnst þetta bara vera hápunktur sumarsins að fá krakkana hingað, mér finnst það mjög, mjög gott en við erum búin að bíða svo lengi eftir góðu veðri en þetta hafðist nú fyrir rest. Þau tóku bara vel undir,” segir Sigurður eldhress. Mikil og góð stemming var í gær við heimili Sigurðar þar sem heimsóknin fór fram. Að sjálfsögðu var íslenska fánanum flaggað.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sigurður segist hafa spilað á harmonikku frá 15 ára aldri en í dag er hann mest að spila á opnum húsum fyrir eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu og þrjá mánuði yfir veturinn spilar hann á Kanarí. En hvað vill Sigurður segja um harmonikkuna sem hljóðfæri? „Hún er óendanlega skemmtilegt verkfæri, alveg óendanlegt verkfæri.” Og leikskólakrakkarnir fengu líka að skoða garðinn hjá Sigurður og Rúnu og þar vöktu álfarnir mesta athygli. Sigurður og Rúna með leikskólabörnunum, sem heimsóttu þau og sungu hressilega við undirleik Sigurðar á harmonikkuna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og starfsfólk leikskólans var ánægt með þetta stórkostlega framtak Sigurðar og Rúnu. „Heyrðu þetta er bara mjög gaman til að brjóta upp daginn. Og börnin dýrka þetta og við erum bara mjög ánægð með þetta,” segja þau Fanný Ólafsdóttir og Víkingur Örvar Ólafsson. Og það er við hæfi að fá Sigurður til að spila brot af uppáhaldslaginu sínu í lokinn á sama tíma og Ljósanótt stendur yfir en það er lagið “Sagt hefur það verið um Suðurnesjamenn”. Sigurður spilar á nikkuna sína út um allt, þó aðalelga á opnum húsi hjá eldri borgurum í höfuðborginni. Á veturnar er það Kanarí.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Garðabær Leikskólar Tónlist Eldri borgarar Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira