Refsing Trump í þagnargreiðslumáli ákveðin eftir kosningar Kjartan Kjartansson skrifar 6. september 2024 17:54 Trump þarf ekki að þola þá niðurlægingu að vera gerð refsing í sakamáli í miðri kosningabaráttunni. AP/Stefan Jeremiah Dómari í New York féllst á kröfu verjenda Donalds Trump um að fresta ákvörðun refsingar hans í þagnargreiðslumáli hans þar til fram yfir forsetakosningarnar í nóvember. Sagði hann dómstólinn ekki vilja hafa áhrif á kosningarnar. Trump var sakfelldur fyrir að falsa skjöl sem þess að hylma yfir þagnargreiðslur til fyrrverandi klámstjörnu í maí. Þar með varð hann fyrsti fyrrverandi forseti Bandaríkjanna til þess að hljóta dóm í sakamáli. Honum hefur þó enn ekki verið gerð refsing vegna brota sinna. Juan Merchan, dómarinn í málinu, féllst í dag á kröfu lögmanna Trump um að fresta ákvörðun refsingar sem átti að fara fram 18. september. Þeir héldu því fram að dómstóllinn truflaði gang kosninganna með því að ákveða refsingu Trump í miðri kosningabaráttunni. Í rökstuðningi sínum sagðist Merchan vilja forðast ásýnd þess að athafnir dómstólsins hefði einhver áhrif á framboð Trump, sama hversu ósanngjarnar ásakanir um það væru. Refsing Trump verður því ákveðin 26. nóvember, nokkrum vikum eftir kjördag. Verjendur Trump hafa ekki aðeins sóst eftir því að fresta ákvörðun refsingarinnar heldur einnig að alríkisdómstóll taki málið úr höndum ríkisdómstólsins í New York. Alríkisdómstóllinn hafnaði þeirri kröfu á þriðjudag. Trump áfrýjaði þeirri niðurstöðu strax. Þá hafa þeir krafist þess að Merchan ógildi dóminn og vísi málinu frá á þeim forsendum að Trump njóti friðhelgi á grundvelli tímamótadóms Hæstaréttar Bandaríkjanna fyrr á þessu ári. Merchan frestaði jafnframt ákvörðun um þá kröfu fram yfir kosningar. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Erlend sakamál Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira
Trump var sakfelldur fyrir að falsa skjöl sem þess að hylma yfir þagnargreiðslur til fyrrverandi klámstjörnu í maí. Þar með varð hann fyrsti fyrrverandi forseti Bandaríkjanna til þess að hljóta dóm í sakamáli. Honum hefur þó enn ekki verið gerð refsing vegna brota sinna. Juan Merchan, dómarinn í málinu, féllst í dag á kröfu lögmanna Trump um að fresta ákvörðun refsingar sem átti að fara fram 18. september. Þeir héldu því fram að dómstóllinn truflaði gang kosninganna með því að ákveða refsingu Trump í miðri kosningabaráttunni. Í rökstuðningi sínum sagðist Merchan vilja forðast ásýnd þess að athafnir dómstólsins hefði einhver áhrif á framboð Trump, sama hversu ósanngjarnar ásakanir um það væru. Refsing Trump verður því ákveðin 26. nóvember, nokkrum vikum eftir kjördag. Verjendur Trump hafa ekki aðeins sóst eftir því að fresta ákvörðun refsingarinnar heldur einnig að alríkisdómstóll taki málið úr höndum ríkisdómstólsins í New York. Alríkisdómstóllinn hafnaði þeirri kröfu á þriðjudag. Trump áfrýjaði þeirri niðurstöðu strax. Þá hafa þeir krafist þess að Merchan ógildi dóminn og vísi málinu frá á þeim forsendum að Trump njóti friðhelgi á grundvelli tímamótadóms Hæstaréttar Bandaríkjanna fyrr á þessu ári. Merchan frestaði jafnframt ákvörðun um þá kröfu fram yfir kosningar.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Erlend sakamál Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira