Hunter Biden breytir afstöðu í skattsvikamáli Samúel Karl Ólason skrifar 5. september 2024 16:45 Hunter Biden á leið í dómsal í Los Angeles í dag. AP/Jae C. Hong Hunter Biden, sonur Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, ætlar að breyta afstöðu sinni til sakarefnis í skattsvikamáli gegn honum í dag. Hann hafði áður lýst yfir sakleysi sínu og heldur því í raun áfram en segist ætla að gangast við þeirri refsingu sem dómarinn telur að hann eigi að hljóta. Þannig mun Biden mögulega sleppa við réttarhöld í málinu, sem eiga að fara fram í Los Angeles, en dómarinn Mark Scarsi, sem skipaður var í embætti af Donald Trump, þarf að samþykkja breytinguna. CNN hefur eftir Abbe Lowell, lögmanni Bidens, að mögulega gæti málaferlunum ljúkið í dag. Saksóknarar ætla að mótmæla breytingunni og kvörtuðu yfir því að hafa heyrt fyrst af þessu í dómsal í dag. Biden er sakaður um að hafa ekki greitt skatta frá 2016 til 2019, þegar hann átti í miklum vandræðum með áfengi og fíkniefni. Saksóknarar segja hann ekki hafa greitt 1,4 milljónir dala í skatta á þessum tíma og þess í stað hafi hann varið fjármunum sínum í fíkniefni, vændiskonur og dýr hótelherbergi, svo eitthvað sé nefnt. Sjá einnig: Sagður hafa eytt fúlgum fjár í vændiskonur og lúxuslíf Hann greiddi á endanum um tvær milljónir dala til skattsins, eftir að hann varð edrú en dómarinn neitaði lögmönnum hans að segja kviðdómendum í málinu frá því. Dómarinn bannaði lögmönnunum einnig að ræða þau áföll sem Hunter Biden segir að hafi leitt til neyslu hans. Fyrr á þessu ári var Biden sakfelldur fyrir skotvopnalagabrot í Delaware fyrir að hafa logið um fíkniefnaneyslu sína á eyðublaði þegar hann keypti sér skammbyssu árið 2018. Dómsuppkvaðning í því máli fer fram í desember en Biden stendur frammi fyrir allt að 25 ára fangelsi. Líklegt þykir þó að hann muni ekki fá svo mikinn dóm eða jafnvel sleppa alfarið við fangelsisvist. Bandaríkin Erlend sakamál Joe Biden Tengdar fréttir Biden ber ekki vitni í eigin sakamáli Verjandi Hunters Biden, sonar Bandaríkjaforseta, segir að hann beri ekki vitni við réttarhöldin yfir honum vegna skotvopnalagabrots. Nánustu aðstandendur hans hafa borið vitni um glímu hans við fíkn við réttarhöldin. 10. júní 2024 14:24 Sonur Biden kemst ekki hjá réttarhöldum Alríkisdómari hafnaði kröfu Hunters Biden, sonar Bandaríkjaforseta, um að vísa frá ákærum vegna skotvopnalagabrota í dag. Réttarhöld yfir Biden gætu nú hafist í sumar í miðri kosningabaráttu föður hans. 12. apríl 2024 23:54 Lyginn uppljóstrari í samskiptum við rússneska embættismenn Fyrrverandi uppljóstrari Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) sem sakaður er um að hafa logið um það að Joe Biden, forseti, og sonur hans Hunter hafi tekið við mútum segist hafa átt í samskiptum við útsendara frá rússneskri leyniþjónustu. Saksóknarar lýsa honum sem raðlygara sem geti ekki sagt satt um grunnatriði um eigið líf. 21. febrúar 2024 10:45 Segir engan hafa staðið í vegi rannsóknar á Hunter Biden David Weiss, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sem haft hefur Hunter Biden, son Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, til rannsóknar, segir embættismenn ekki hafa staðið í vegi sér. Hann sagðist hafa fullt yfirráð yfir rannsókninni og enginn hefði reynt að grípa fram fyrir hendurnar á sér. 7. nóvember 2023 22:08 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Sjá meira
Þannig mun Biden mögulega sleppa við réttarhöld í málinu, sem eiga að fara fram í Los Angeles, en dómarinn Mark Scarsi, sem skipaður var í embætti af Donald Trump, þarf að samþykkja breytinguna. CNN hefur eftir Abbe Lowell, lögmanni Bidens, að mögulega gæti málaferlunum ljúkið í dag. Saksóknarar ætla að mótmæla breytingunni og kvörtuðu yfir því að hafa heyrt fyrst af þessu í dómsal í dag. Biden er sakaður um að hafa ekki greitt skatta frá 2016 til 2019, þegar hann átti í miklum vandræðum með áfengi og fíkniefni. Saksóknarar segja hann ekki hafa greitt 1,4 milljónir dala í skatta á þessum tíma og þess í stað hafi hann varið fjármunum sínum í fíkniefni, vændiskonur og dýr hótelherbergi, svo eitthvað sé nefnt. Sjá einnig: Sagður hafa eytt fúlgum fjár í vændiskonur og lúxuslíf Hann greiddi á endanum um tvær milljónir dala til skattsins, eftir að hann varð edrú en dómarinn neitaði lögmönnum hans að segja kviðdómendum í málinu frá því. Dómarinn bannaði lögmönnunum einnig að ræða þau áföll sem Hunter Biden segir að hafi leitt til neyslu hans. Fyrr á þessu ári var Biden sakfelldur fyrir skotvopnalagabrot í Delaware fyrir að hafa logið um fíkniefnaneyslu sína á eyðublaði þegar hann keypti sér skammbyssu árið 2018. Dómsuppkvaðning í því máli fer fram í desember en Biden stendur frammi fyrir allt að 25 ára fangelsi. Líklegt þykir þó að hann muni ekki fá svo mikinn dóm eða jafnvel sleppa alfarið við fangelsisvist.
Bandaríkin Erlend sakamál Joe Biden Tengdar fréttir Biden ber ekki vitni í eigin sakamáli Verjandi Hunters Biden, sonar Bandaríkjaforseta, segir að hann beri ekki vitni við réttarhöldin yfir honum vegna skotvopnalagabrots. Nánustu aðstandendur hans hafa borið vitni um glímu hans við fíkn við réttarhöldin. 10. júní 2024 14:24 Sonur Biden kemst ekki hjá réttarhöldum Alríkisdómari hafnaði kröfu Hunters Biden, sonar Bandaríkjaforseta, um að vísa frá ákærum vegna skotvopnalagabrota í dag. Réttarhöld yfir Biden gætu nú hafist í sumar í miðri kosningabaráttu föður hans. 12. apríl 2024 23:54 Lyginn uppljóstrari í samskiptum við rússneska embættismenn Fyrrverandi uppljóstrari Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) sem sakaður er um að hafa logið um það að Joe Biden, forseti, og sonur hans Hunter hafi tekið við mútum segist hafa átt í samskiptum við útsendara frá rússneskri leyniþjónustu. Saksóknarar lýsa honum sem raðlygara sem geti ekki sagt satt um grunnatriði um eigið líf. 21. febrúar 2024 10:45 Segir engan hafa staðið í vegi rannsóknar á Hunter Biden David Weiss, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sem haft hefur Hunter Biden, son Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, til rannsóknar, segir embættismenn ekki hafa staðið í vegi sér. Hann sagðist hafa fullt yfirráð yfir rannsókninni og enginn hefði reynt að grípa fram fyrir hendurnar á sér. 7. nóvember 2023 22:08 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Sjá meira
Biden ber ekki vitni í eigin sakamáli Verjandi Hunters Biden, sonar Bandaríkjaforseta, segir að hann beri ekki vitni við réttarhöldin yfir honum vegna skotvopnalagabrots. Nánustu aðstandendur hans hafa borið vitni um glímu hans við fíkn við réttarhöldin. 10. júní 2024 14:24
Sonur Biden kemst ekki hjá réttarhöldum Alríkisdómari hafnaði kröfu Hunters Biden, sonar Bandaríkjaforseta, um að vísa frá ákærum vegna skotvopnalagabrota í dag. Réttarhöld yfir Biden gætu nú hafist í sumar í miðri kosningabaráttu föður hans. 12. apríl 2024 23:54
Lyginn uppljóstrari í samskiptum við rússneska embættismenn Fyrrverandi uppljóstrari Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) sem sakaður er um að hafa logið um það að Joe Biden, forseti, og sonur hans Hunter hafi tekið við mútum segist hafa átt í samskiptum við útsendara frá rússneskri leyniþjónustu. Saksóknarar lýsa honum sem raðlygara sem geti ekki sagt satt um grunnatriði um eigið líf. 21. febrúar 2024 10:45
Segir engan hafa staðið í vegi rannsóknar á Hunter Biden David Weiss, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sem haft hefur Hunter Biden, son Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, til rannsóknar, segir embættismenn ekki hafa staðið í vegi sér. Hann sagðist hafa fullt yfirráð yfir rannsókninni og enginn hefði reynt að grípa fram fyrir hendurnar á sér. 7. nóvember 2023 22:08