Biden virðir sakadóminn yfir syni sínum Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2024 09:01 Hunter Biden með eiginkonu sinni Marissu Cohen Biden (t.h.) og Jill Biden, stjúpmóður sinni og forsetafrú (t.v.), eftir að hann var sakfelldur í gær. Vísir/EPA Joe Biden Bandaríkjaforseti segist ætla að virða niðurstöðu kviðdóms sem sakfelldi Hunter son hans fyrir skotvopnalagabrot í gær. Hunter Biden gæti jafnvel átt yfir höfði sér fangelsisdóm. Kviðdómur í Delaware sakfelldi Hunter Biden í öllum ákæruliðum fyrir að ljúga um fíkniefnaneyslu sína á eyðublaði þegar hann keypti sér skammbyssu árið 2018. Þetta er í fyrsta skipti sem barn sitjandi Bandaríkjaforseta er sóttur til saka. Refsing Biden verður ákvörðuð síðar en ekki er útilokað að hann hljóti fangelsisdóm. Búist er við að hann áfrýi. Biden forseti flaug til Wilmington í Delaware, heimaríkis síns, eftir dóminn í gær og faðmaði son sinn á flugbrautinni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Forsetinn var ekki viðstaddur réttarhöldin en kona hans Jill sat þau. „Ég er forsetinn en ég er líka faðir. Við Jill elskum son okkar og við erum stolt af þeim manni sem hann er í dag. Það eru svo margar fjölskyldur sem hafa átt ástvin sem glímir við fíkn sem skilja stoltið að sjá einhvern sem maður elskar komast yfir hjallann og vera svona sterkur og þrautseigur í batanum,“ sagði Biden í yfirlýsingu þar sem hann hét því einnig að virða niðurstöðuna og réttarkerfið. Forsetinn hefur áður heitið því að nota ekki völd sín til þess að náða son sinn. Glíma Hunters Biden við fíknivanda er vel þekkt en hann hefur meðal annars rakið neyslu sína til áfallsins eftir að Beau, bróðir hans, lést úr krabbameini. Þegar Biden keypti sér skammbyssuna neytti hann enn fíkniefna en alríkislög banna sölu á skotvopnum til virkra fíkla. Byssuna átti hann í ellefu daga, allt þar til mágkona hans, ekkja Beau, fann hana og henti. Forsetinn með böggum hildar yfir málinu Repúblikanar, pólitískir andstæðingar Biden forseta, fögnuðu dóminum og notuðu tækifærið til þess að endurvekja ásakanir sína um meinta spillingu fjölskyldu forsetans sem þeir hafa rannsakað á Bandaríkjaþingi án sérstaks árangurs. Demókratar lofuðu réttarkerfið og sökuðu repúblikana á móti um hræsni í ljósi viðbragða þeirra við sakadómi sem Donald Trump, forsetaframbjóðandi þeirra, hlaut í New York í síðasta mánuði. Repúblikanar deildu þá hart á dómstólinn og kviðdóminn sem fann Trump sekan um skjalafals til þess að hylma yfir þagnargreiðslu til klámstjörnu. Trump gæti ekki náðað sjálfan sig í því máli þar sem það fór fram fyrir ríkis- en ekki alríkisdómstól. Aðra sögu er að segja af alríkismálum vegna misferlis með ríkisleyndarmál og tilraunir hans til þess að hnekkja úrslitum síðustu forsetakosninga. Talað hefur verið um að Trump léti dómsmálaráðuneytið fella þau mál niður næði hann kjöri sem forseti í haust. Hunter Biden á enn yfir höfði sér sakamál vegna skattalagabrota í Kaliforníu sem á að taka fyrir í september, aðeins tveimur mánuðum fyrir forsetakosningarnar. Málin gegn syni hans eru sögð íþyngja Biden forseta verulega. Hann hefur þegar mátt þola að missa tvö börn sín, annað þeirra þegar það var eins árs, og horfa upp á Hunter son sinn verða fíkniefnum að bráð. Réttarhöldin drógu aftur fram í sviðsljósið vandræðalegar stundir í lífi forsetasonarins og er Biden sagður hafa spurt fjölskyldu sína ítrekað hvernig réttarhöldin gengu. Biden forseti er jafnframt sagður kenna sjálfum sér um að Hunter sé svo mikið í sviðsljósinu. Stjórnmálaferill sinn kunni að eiga sinn þátt saksóknum á hendur syninum. Joe Biden Erlend sakamál Bandaríkin Tengdar fréttir Biden ber ekki vitni í eigin sakamáli Verjandi Hunters Biden, sonar Bandaríkjaforseta, segir að hann beri ekki vitni við réttarhöldin yfir honum vegna skotvopnalagabrots. Nánustu aðstandendur hans hafa borið vitni um glímu hans við fíkn við réttarhöldin. 10. júní 2024 14:24 Réttarhöld yfir syni Biden hafin Alríkissaksóknarar lýstu Hunter Biden, syni Bandaríkjaforseta, sem dópista þegar réttarhöld yfir honum vegna skovopnalagabrota hófust í dag. Biden er ákærður fyrir að ljúga um fíknivanda sinn þegar hann keypti sér skammbyssu fyrir sex árum. 4. júní 2024 15:44 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Kviðdómur í Delaware sakfelldi Hunter Biden í öllum ákæruliðum fyrir að ljúga um fíkniefnaneyslu sína á eyðublaði þegar hann keypti sér skammbyssu árið 2018. Þetta er í fyrsta skipti sem barn sitjandi Bandaríkjaforseta er sóttur til saka. Refsing Biden verður ákvörðuð síðar en ekki er útilokað að hann hljóti fangelsisdóm. Búist er við að hann áfrýi. Biden forseti flaug til Wilmington í Delaware, heimaríkis síns, eftir dóminn í gær og faðmaði son sinn á flugbrautinni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Forsetinn var ekki viðstaddur réttarhöldin en kona hans Jill sat þau. „Ég er forsetinn en ég er líka faðir. Við Jill elskum son okkar og við erum stolt af þeim manni sem hann er í dag. Það eru svo margar fjölskyldur sem hafa átt ástvin sem glímir við fíkn sem skilja stoltið að sjá einhvern sem maður elskar komast yfir hjallann og vera svona sterkur og þrautseigur í batanum,“ sagði Biden í yfirlýsingu þar sem hann hét því einnig að virða niðurstöðuna og réttarkerfið. Forsetinn hefur áður heitið því að nota ekki völd sín til þess að náða son sinn. Glíma Hunters Biden við fíknivanda er vel þekkt en hann hefur meðal annars rakið neyslu sína til áfallsins eftir að Beau, bróðir hans, lést úr krabbameini. Þegar Biden keypti sér skammbyssuna neytti hann enn fíkniefna en alríkislög banna sölu á skotvopnum til virkra fíkla. Byssuna átti hann í ellefu daga, allt þar til mágkona hans, ekkja Beau, fann hana og henti. Forsetinn með böggum hildar yfir málinu Repúblikanar, pólitískir andstæðingar Biden forseta, fögnuðu dóminum og notuðu tækifærið til þess að endurvekja ásakanir sína um meinta spillingu fjölskyldu forsetans sem þeir hafa rannsakað á Bandaríkjaþingi án sérstaks árangurs. Demókratar lofuðu réttarkerfið og sökuðu repúblikana á móti um hræsni í ljósi viðbragða þeirra við sakadómi sem Donald Trump, forsetaframbjóðandi þeirra, hlaut í New York í síðasta mánuði. Repúblikanar deildu þá hart á dómstólinn og kviðdóminn sem fann Trump sekan um skjalafals til þess að hylma yfir þagnargreiðslu til klámstjörnu. Trump gæti ekki náðað sjálfan sig í því máli þar sem það fór fram fyrir ríkis- en ekki alríkisdómstól. Aðra sögu er að segja af alríkismálum vegna misferlis með ríkisleyndarmál og tilraunir hans til þess að hnekkja úrslitum síðustu forsetakosninga. Talað hefur verið um að Trump léti dómsmálaráðuneytið fella þau mál niður næði hann kjöri sem forseti í haust. Hunter Biden á enn yfir höfði sér sakamál vegna skattalagabrota í Kaliforníu sem á að taka fyrir í september, aðeins tveimur mánuðum fyrir forsetakosningarnar. Málin gegn syni hans eru sögð íþyngja Biden forseta verulega. Hann hefur þegar mátt þola að missa tvö börn sín, annað þeirra þegar það var eins árs, og horfa upp á Hunter son sinn verða fíkniefnum að bráð. Réttarhöldin drógu aftur fram í sviðsljósið vandræðalegar stundir í lífi forsetasonarins og er Biden sagður hafa spurt fjölskyldu sína ítrekað hvernig réttarhöldin gengu. Biden forseti er jafnframt sagður kenna sjálfum sér um að Hunter sé svo mikið í sviðsljósinu. Stjórnmálaferill sinn kunni að eiga sinn þátt saksóknum á hendur syninum.
Joe Biden Erlend sakamál Bandaríkin Tengdar fréttir Biden ber ekki vitni í eigin sakamáli Verjandi Hunters Biden, sonar Bandaríkjaforseta, segir að hann beri ekki vitni við réttarhöldin yfir honum vegna skotvopnalagabrots. Nánustu aðstandendur hans hafa borið vitni um glímu hans við fíkn við réttarhöldin. 10. júní 2024 14:24 Réttarhöld yfir syni Biden hafin Alríkissaksóknarar lýstu Hunter Biden, syni Bandaríkjaforseta, sem dópista þegar réttarhöld yfir honum vegna skovopnalagabrota hófust í dag. Biden er ákærður fyrir að ljúga um fíknivanda sinn þegar hann keypti sér skammbyssu fyrir sex árum. 4. júní 2024 15:44 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Biden ber ekki vitni í eigin sakamáli Verjandi Hunters Biden, sonar Bandaríkjaforseta, segir að hann beri ekki vitni við réttarhöldin yfir honum vegna skotvopnalagabrots. Nánustu aðstandendur hans hafa borið vitni um glímu hans við fíkn við réttarhöldin. 10. júní 2024 14:24
Réttarhöld yfir syni Biden hafin Alríkissaksóknarar lýstu Hunter Biden, syni Bandaríkjaforseta, sem dópista þegar réttarhöld yfir honum vegna skovopnalagabrota hófust í dag. Biden er ákærður fyrir að ljúga um fíknivanda sinn þegar hann keypti sér skammbyssu fyrir sex árum. 4. júní 2024 15:44