Vildu lyfjaprófa leikmenn sem létust fyrir löngu síðan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2024 22:21 Erling Haaland var einn af þeim sem var tekinn í lyfjapróf en honum vantar tvö mörk til að jafna markamet norska landsliðsins. Getty/David S. Bustamante Norska lyfjaeftirlitið er ekki að koma vel út eftir að fulltrúar þess mættu til að lyfjaprófa leikmenn í norska karlalandsliðinu í fótbolta í upphafi vikunnar. Norska landsliðið er komið saman fyrir tvo leiki liðsins í Þjóðadeildinni á móti Kasakstan og Austurríki. Ståle Solbakken, þjálfari norska landsliðsins, sagði frá óvenjulegu máli á blaðamannafundi liðsins í dag. Hann sagði frá því að lyfjaeftirlitið hafi mætt á liðsfund Norðmanna og hafi síðan í framhaldinu gefið upp nöfn þeirra leikmanna sem áttu að fara í lyfjapróf. Einn af þeim var stórstjarnan Erling Braut Haaland, sem er allt í góðu. Menn ráku aftur á móti upp stór augu þegar þeir sáu tvö nöfn á listanum. Þeir voru ekki í norska landsliðhópnum og það sem meira er. Þeir voru ekki á lífi. Það er heldur ekki eins og þessir tveir umræddu leikmenn séu nýlega fallnir frá eða þeir hafi verið á aldri til að spila knattspyrnu þegar þeir létust. Jörgen Jove dó árið 1983 og Einar Gundersen dó árið 1962. „Þeim var full alvara með þessu. Mér fannst þetta vera mjög skrýtið og hringdi því í norska lyfjaeftirlitið og spurði hvort þetta væri falin myndavél,“ sagði landsliðsþjálfarinn Ståle Solbakken léttur á blaðamannafundinum. Ástæðan fyrir því að Jörgen Jove og Einar Gundersen voru á listanum var sú að ætlunin var að lyfjaprófa markahæstu leikmenn norska landsliðsins. Juve er sá markahæsti frá upphafi hjá norska landsliðinu með 33 mörk í 45 leikjum, Haaland er nú aðeins tveimur mörkum frá metinu með 31 mark í 33 leikjum og Gundersen er síðan í þriðja sætinu með 26 mörk +í 33 leikjum. Norska lyfjayfirlitið hefur beðist afsökunar á mistökunum. View this post on Instagram A post shared by SVT Sport (@svtsport) Norski boltinn Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Stöðvuðu bardaga Valgerðar Sport „Hún reif í mig og hraunaði yfir mig, á Marilegan hátt“ Sport Guðmundur miður sín eftir stórtap: „Eitt það versta sem ég hef upplifað lengi“ Handbolti Ósætti við úrelta löggjöf: „Sennilega eina þjóðin eftir í heiminum“ Sport „Vil miklu frekar eiga feril í MMA heldur en að vinna skrifstofustarf“ Sport Uppgjörið: Fjölnir - HK 28-27 | Flautumarkið fékk ekki að standa og Fjölnir slapp með sigur Handbolti Tyson segist ekki berjast vegna peninganna Sport Tekur með sér lifrarpylsu, grjónagraut og sviðasultu í bakgarðshlaupið Sport Óttast um öryggi fjölskyldunnar og neyðist til að flytja Sport Var kennari og þjálfaði karlalið þegar hann stýrði kvennalandsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Iðrast gjörða sinna: „Var klárlega rangt af mér“ Gróðursetja tvö hundruð tré fyrir hvert skorað mark Ferguson saknar fótboltans Uppgjörið og viðtöl: Víkingur - Þróttur 1-1 | Eitt stig á hvort lið í fremur rólegum leik „Ætlum að taka bikarinn norður, það er bara staðan“ „Held að þetta verði mjög erfiður leikur“ Alisson tæpur fyrir leikinn gegn Bournemouth Var kennari og þjálfaði karlalið þegar hann stýrði kvennalandsliðinu Segir Arsenal sífellt betra en vill engar ásakanir um sálfræðistríð Alexander-Arnold reynir að kaupa Nantes Segir að Saliba og Gabriel séu besta miðvarðapar í Evrópu Víkingar spila á Íslandi í dagsbirtu Viðurkennir að hafa sleppt því að spjalda Messi til að fá treyjuna hans Sjáðu ótrúlega vörslu Raya og öll mörkin úr Meistaradeildinni Segir Leipzig hinn fullkomna áfangastað fyrir unga og efnilega leikmenn Seinna spjaldið var ekki viljandi: „Er bara pirraður og missi hausinn“ „Ein besta markvarsla sem ég hef séð“ Atlético lagði sprækt lið Leipzig Rautt spjald snemma leiks dýrt spaug fyrir Börsunga Raya hetjan er Skytturnar lögðu rútunni í Bergamo Benfica og Leverkusen byrja á sterkum útisigrum Uppgjörið: Afturelding - Fjölnir 3-1 | Brenndu víti en tóku tveggja marka forystu Úlfur Ágúst orðaður við Messi og félaga á Miami Sparkað eftir tapið rosalega gegn Bayern Trompaðist eftir misheppnaða hælsendingu í dauðafæri: „Nei! Nei! Nei!“ Húbba Búbba kippt af dagskrá: „Það eina sem ég spila í Víkinni er fótbolti“ Með tvær ferðatöskur af fíkniefnum Haaland neitaði að gefa Acerbi treyjuna sína eftir að hann hafði ítrekað togað í hana Næstu mótherjar Íslands mun ofar á heimslista Fannst stemningin á Etihad steindauð Sjá meira
Norska landsliðið er komið saman fyrir tvo leiki liðsins í Þjóðadeildinni á móti Kasakstan og Austurríki. Ståle Solbakken, þjálfari norska landsliðsins, sagði frá óvenjulegu máli á blaðamannafundi liðsins í dag. Hann sagði frá því að lyfjaeftirlitið hafi mætt á liðsfund Norðmanna og hafi síðan í framhaldinu gefið upp nöfn þeirra leikmanna sem áttu að fara í lyfjapróf. Einn af þeim var stórstjarnan Erling Braut Haaland, sem er allt í góðu. Menn ráku aftur á móti upp stór augu þegar þeir sáu tvö nöfn á listanum. Þeir voru ekki í norska landsliðhópnum og það sem meira er. Þeir voru ekki á lífi. Það er heldur ekki eins og þessir tveir umræddu leikmenn séu nýlega fallnir frá eða þeir hafi verið á aldri til að spila knattspyrnu þegar þeir létust. Jörgen Jove dó árið 1983 og Einar Gundersen dó árið 1962. „Þeim var full alvara með þessu. Mér fannst þetta vera mjög skrýtið og hringdi því í norska lyfjaeftirlitið og spurði hvort þetta væri falin myndavél,“ sagði landsliðsþjálfarinn Ståle Solbakken léttur á blaðamannafundinum. Ástæðan fyrir því að Jörgen Jove og Einar Gundersen voru á listanum var sú að ætlunin var að lyfjaprófa markahæstu leikmenn norska landsliðsins. Juve er sá markahæsti frá upphafi hjá norska landsliðinu með 33 mörk í 45 leikjum, Haaland er nú aðeins tveimur mörkum frá metinu með 31 mark í 33 leikjum og Gundersen er síðan í þriðja sætinu með 26 mörk +í 33 leikjum. Norska lyfjayfirlitið hefur beðist afsökunar á mistökunum. View this post on Instagram A post shared by SVT Sport (@svtsport)
Norski boltinn Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Stöðvuðu bardaga Valgerðar Sport „Hún reif í mig og hraunaði yfir mig, á Marilegan hátt“ Sport Guðmundur miður sín eftir stórtap: „Eitt það versta sem ég hef upplifað lengi“ Handbolti Ósætti við úrelta löggjöf: „Sennilega eina þjóðin eftir í heiminum“ Sport „Vil miklu frekar eiga feril í MMA heldur en að vinna skrifstofustarf“ Sport Uppgjörið: Fjölnir - HK 28-27 | Flautumarkið fékk ekki að standa og Fjölnir slapp með sigur Handbolti Tyson segist ekki berjast vegna peninganna Sport Tekur með sér lifrarpylsu, grjónagraut og sviðasultu í bakgarðshlaupið Sport Óttast um öryggi fjölskyldunnar og neyðist til að flytja Sport Var kennari og þjálfaði karlalið þegar hann stýrði kvennalandsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Iðrast gjörða sinna: „Var klárlega rangt af mér“ Gróðursetja tvö hundruð tré fyrir hvert skorað mark Ferguson saknar fótboltans Uppgjörið og viðtöl: Víkingur - Þróttur 1-1 | Eitt stig á hvort lið í fremur rólegum leik „Ætlum að taka bikarinn norður, það er bara staðan“ „Held að þetta verði mjög erfiður leikur“ Alisson tæpur fyrir leikinn gegn Bournemouth Var kennari og þjálfaði karlalið þegar hann stýrði kvennalandsliðinu Segir Arsenal sífellt betra en vill engar ásakanir um sálfræðistríð Alexander-Arnold reynir að kaupa Nantes Segir að Saliba og Gabriel séu besta miðvarðapar í Evrópu Víkingar spila á Íslandi í dagsbirtu Viðurkennir að hafa sleppt því að spjalda Messi til að fá treyjuna hans Sjáðu ótrúlega vörslu Raya og öll mörkin úr Meistaradeildinni Segir Leipzig hinn fullkomna áfangastað fyrir unga og efnilega leikmenn Seinna spjaldið var ekki viljandi: „Er bara pirraður og missi hausinn“ „Ein besta markvarsla sem ég hef séð“ Atlético lagði sprækt lið Leipzig Rautt spjald snemma leiks dýrt spaug fyrir Börsunga Raya hetjan er Skytturnar lögðu rútunni í Bergamo Benfica og Leverkusen byrja á sterkum útisigrum Uppgjörið: Afturelding - Fjölnir 3-1 | Brenndu víti en tóku tveggja marka forystu Úlfur Ágúst orðaður við Messi og félaga á Miami Sparkað eftir tapið rosalega gegn Bayern Trompaðist eftir misheppnaða hælsendingu í dauðafæri: „Nei! Nei! Nei!“ Húbba Búbba kippt af dagskrá: „Það eina sem ég spila í Víkinni er fótbolti“ Með tvær ferðatöskur af fíkniefnum Haaland neitaði að gefa Acerbi treyjuna sína eftir að hann hafði ítrekað togað í hana Næstu mótherjar Íslands mun ofar á heimslista Fannst stemningin á Etihad steindauð Sjá meira
Uppgjörið: Fjölnir - HK 28-27 | Flautumarkið fékk ekki að standa og Fjölnir slapp með sigur Handbolti
Uppgjörið: Fjölnir - HK 28-27 | Flautumarkið fékk ekki að standa og Fjölnir slapp með sigur Handbolti